Þetta er það sem þú skalt gjöra þeim so þeir séu vígðir mér til kennimanna. [ Tak eirn ungan uxa og tvo hrúta sem að eru vankalausir og ósýrt brauð og ósýrðar kökur blandaðar með viðsmjör og ósýrða leifa smurða með viðsmjöri. Þetta allt saman skaltu gjöra af hveitimjöli og leggja það í eina körf og bera það fram í körfinni, og uxann og þá tvo hrútana.

Svo skaltu leiða Aron og hans syni fyrir dyrnar vitnisburðar tjaldbúðarinnar og þvo þeim í vatni. Og tak klæðnaðinn og fær Aron í þann mjóa kyrtil og í þann silkikyrtil og í lífkyrtilinn með brjóstaskildinum til lífkyrtilsins. Og þú skalt gyrða hann utan á lífkyrtlinum og setja mítrið á hans höfuð og setja þá helgu krónu uppá mítrið. Síðan skaltu taka það smurningar oleum og hella því á hans höfuð og smyrja hann. So skaltu og leiða hans sonu hér til og færa þá í þá mjóu kyrtla og gyrða þá og Aron með lindum og setja mítrin á þá, so þeir skulu hafa prestdæmið til eilífrar skikkunar.

Þú skalt og fylla Arons hendur og hans sona og leiða þann unga uxann fyrir vitnisburðarbúðina. Og Aron og hans synir skulu leggja sínar hendur yfir höfuð uxans og sæfa uxann fyrir Drottni fyrir dyrum vitnisburðarbúðarinnar. So skalt þú taka af hans blóði og smyrja á hornin altarisins með þínum fingri, en allt annað blóð skaltu niður hella fyrir altarisins fót. Og þú skalt taka alla þá feiti sem utan um innyflin er og lifrarnetjuna og bæði nýrun og nýrnamörinn og þú skalt upptendra það á altarinu. En kjötið, húðina og óhreinindin uxans skalt þú uppbrenna með eldi fyrir utan herbúðirnar, því það er eitt syndaoffur.

En annan hrútinn skaltu taka og Aron og hans synir skulu leggja sínar hendur yfir hans höfuð. Síðan skalt þú slátra honum og taka hans blóð og stökkva því allt í kring á altarið. En hrútinn skaltu höggva í stykki, svö skalt þú þvo hans innyfli og hans lær og leggja þau á stykkin og á hans höfuð og brenna so hrútinn allan saman á altarinu, því það er ein brennifórn fyrir Drottni, eirn sætleiksilmur og Drottins eldur.

En þann annan hrút skaltu taka og Aron og hans synir skulu leggja sínar hendur yfir hans höfuð og þú skalt slátra honum og taka hans blóð og ríða því á hægra eyrnasnepil Arons og hans sona og á þeirra hægra þumalfingur og á þeirra hægri þumaltá. Og þú skalt stökkva blóðinu rétt um kring á altarinu. Og þú skalt taka það blóðið á altarinu og það smurningaroleum og stökkva yfir Aron og hans klæði, hans syni og þeirra klæði. So verður hann og hans klæði, hans synir og þeirra klæði, vígð. Síðan skaltu taka feitina af hrútunum og róuna, það feita um innyflin, lifrarnetjuna og bæði nýrun með nýrnamörnum þar um kring og hægra bóginn (því það er fyllingarhrútur) og eitt brauð og eina körfu smurða með viðsmjöri og einn leif úr þeirri körf sem stendur fyrir Drottni með ósýrðu brauði, og legg það allt á Aron og hans sona hendur og veifa því fyrir Drottni. Og tak það síðan af þeirra höndum og upptendra það á altarinu til eins brennioffurs, til eins sæts ilms fyrir Drottni, því það er eldur Drottins. [

Og þú skalt taka bringuna af Arons uppfyllingarhrút og þú skalt veifa því fyrir Drottni. Það skal vera þinn partur. Þú skalt og svo helga veifunarbrjóstið og upplyftingarbóginn sem er veifað og upplyft af Arons og hans sona fyllingshrút, og það skal Aron eignast og hans synir fyrir eina eilífa skikkan, af Ísraelsbörnum, því það er eitt upplyftingaroffur. [ En upplyftingaroffrið skal heyra Drottni til af Ísraelssonum, og þeirra þakklætisoffri og upplyftingaroffri.

En þau helgu klæði sem Aron hefur, þau skulu hans synir hafa eftir hann, að þeir séu smurðir í þeim og þeirra hendur uppfylltar. Hvor af hans sonum sem verður prestur í hans stað, hann skal íklæðast þeim í sjö daga, að hann gangi inn í vitnisburðarbúðina til að þjóna í helgidóminum.

Þú skalt og taka upplyftingarhrútinn og matgjöra hans kjöt á einum heilögum stað. [ Og Aron og hans synir skulu eta það sama hrútskjöt með því brauði sem er í körfinni fyrir vitnisburðarbúðardyrum. Því þar með er forlíkunin orðin að fylla þeirra hendur svo þeir séu vígðir. Enginn annar skal eta það því það er heilagt. En ef nokkuð leyfist af sömu uppfyllingarkjöti og af brauðinu inn til morguns, þá skal það brennast með eldi og ekki láta það etast því það er heilagt.

Og þú skalt so gjöra við Aron og hans sonu í allan máta líka sem ég hefi bífalað þér. Þú skalt fylla þeirra hendur í sjö daga og slátra hvern dag einum uxa til syndaoffurs til forlíkunar. Þú skalt hreinsa altarið þá þú gjörir soddan forlíkan þar yfir og smyrja það að það verði vígt. Sjö daga skaltu gjöra þessa forlíkan yfir altarið og vígja það að það sé eitt altari þess allra heilagasta. Og hver sem vill snerta altarið hann skal vera vígður.

Og þetta skaltu gjöra við altarið: Þú skalt ætíð hvern dag fórnfæra þar á tvö lömb veturgömul, eitt lamb að morni og það annað að kveldi. [ Og til eins lambs legg þú tíundapart af hveitissarla blandað við skekið oleum, fjórðapart af hín, og eirn fjórðapart [ hín víns til drykkjuoffurs. Þú skalt gjöra líka so með það annað lambið að kveldi so sem við matoffur og drykkjaroffur um morguninn, til eins sætleiksilms, einn eld fyrir Drottni. Þetta er það daglega brennioffur hjá yðar eftirkomendum, fyrir tjaldbúðarinnar vitnisburðardyrum, fyrir Drottni, þar sem ég vil vitna fyrir yður og tala við þig. Þar vil ég þekkjast af Ísraelissonum og helgast af minni dýrð. Og ég vil helga gjöra vitnisburðarbúðina og altarið og ég vil vígja Aron og hans sonu mér til kennimanna. Og ég vil búa á meðal Ísraelssona og vera þeirra Guð, svo þeir viti að ég er Drottinn þeirra Guð sem útleiddi þá af Egyptalandi, að ég bý á meðal þeirra, ég Drottinn þeirra Guð. [