XXX.

Þetta er það orð sem skeði af Drottni til Jeremia. [ So segir Drottinn Guð Ísraels: Skrifaðu þér öll þau orðin í eina bók sem eg tala til þín. Því að sjá þú, sá tími kemur, segir Drottinn, að eg vil snúa herleiðingunni míns fólks, bæði Ísraels og Júda, segir Drottinn, og eg vil flytja þá inn aftur í það landið sem eg gaf þeirra forfeðrum so að þeir skulu það eignast.

En þessi eru þau orðin sem Drottinn talaði um Ísrael og Júda. Því að so segir Drottinn: Vér heyrum þá raustina skelfingarinnar so að þar er ekki utan hræðsla og enginn friður. En spyrjið að því og og gefið gætur að hvert að karlmaðurinn megi barn fæða? En hvernin er þessu þá varið það eg sé alla menn hafa sínar hendur so lagðar að sínum lendum svo sem konur í barnsótt og öll andlit eru so föl? Það er einn mikill dagur og hans líki var eigi og er einn hörmungartími í Jakob, þó skal honum þar út af hjálpað verða.

En það skal ske á þeim sama tíma, segir Drottinn Sebaót, að eg vil í sundurbrjóta hans ok af þínum hálsi og í sundurslíta þín bönd so að hann skal ekki meir þjóna annarlegum þar úti heldur Drottni Guði sínum og so þeim kóngi Davíð hvern eg vil uppvekja þeim. Þar fyrir vertu óhræddur, minn þjón Jakob, segir Drottinn, og hræðst ekki, þú Ísrael. [ Því að sjá þú, eg vil hjálpa þér úr fjarlægum löndum og þínu sæði af þeirra herleiðingarlandi so að Jakob skal aftur koma í friði, lifa og nægð hafa og enginn skal skelfa hann. Því að eg er hjá þér, segir Drottinn, að eg vil hjálpa þér. Því eg vil einn enda gjöra við alla þá heiðingjana til hverra að eg hefi útdreift þér en við þig vil eg ekki einn enda gjöra en aga vil eg þig með hófsemi so að þú haldir þig ekki saklausan.

Því að so segir Drottinn: [ Þín lemstur eru ein óbætandi illska og þín sár eru ógræðandi. Þítt málefni rækir enginn svo að hann bindi þar um þín sár. Enginn kann þig að græða, allir þínir ástvinir þeir forgleyma þér og skeyta ekki um það. Eg hefi slegið þig líka sem að eg skyldi slá einn óvin, með miskunnarlausri hirting, vegna þinna mikilla misgjörða og fyrir þinna sterkra synda sakir. Hvar fyrir ber þú þig illa yfir þinni skaðsemd og yfir þínum ógræðandi illskuharmkvælum? En eg hefi þó gjört þetta vegna þinna stóru misgjörða og fyrir þinna sterkra synda sakir.

Þar fyrir skulu allir þeir sem þig hafa etið uppétnir verða og allir þeir sem þig hafa angrað skulu allir herteknir verða og þeir eð þig hafa rænt skulu ræntir verða og allir þeir sem fyrir þér hafa gripið þá skal og fyrir þeim gripið verða. [ En eg vil þig aftur heilbrigðan gjöra og þín sár græða, segir Drottinn, af því þú kallast hin útrekna og Síon er hún sem engin spyr eftir.

So segir Drottinn: Sjá þú, eg vil snúa herleiðingunni tjaldbúðanna Jakobs og miskunnsamlegur vera yfir hans bústöðum og staðurinn skal upp aftur byggjast á sinni hæð og musterið skal standa eftir sínum skammti. Og lofsögn og gleðinnar söngur skal þaðan útganga. Því að eg vil fjölga þá en ekki forminnka og eg vil gjöra þá heiðarlegri en ekki minniháttar. Þeirra synir skulu vera líka sem áður forðum og þeirra söfnuður skal lukku hafa fyrir mér. Því að eg vil sækja heim alla þá sem hana þvinga. Og hennar höfðingjar skulu út af þeim sjálfum framkoma og hennar stjórnari skal útganga af þeim sjálfum og hann skal halda sér til mín. Því hver er hann sem aðhyllist mig með einu viljuglegu hjarta? segir Drottinn. Og þér skuluð vera mitt fólk og eg vil vera yðar Guð.

Sjá þú, þar mun koma einn vindur Drottins með grimmd og einn hræðilegur stormur mun falla yfir höfuð þeirra hinna óguðlegu. [ Því að grimmdarreiði Drottins mun eigi afláta fyrr en hann gjörir það og því til vegar kemur sem honum býr í sinni. Á þeim síðasta tíma skulu þér fá svoddan að formerkja.