II.

Eftir það, að hátíðardegi Drottins, þá Tóbías hafði mikinn snæðing í húsi sínu tilreitt, talaði hann til sonar síns: „Far þú og kalla á guðhrædda menn af vorri ætt að þeir eti með oss.“ Og svo sem hann kom aftur sagði hann föður sínum Tóbías að hann fann liggjandi mann dauðan á strætinu. Þegar jafnsnart stóð Tóbías upp frá borðinu, fyrir máltíðina, og gekk til þess dauða líkama, tók hann upp og bar leynilega heim í hús sín svo að hann græfi hann leynilega á náttarþeli. Og sem hann hafði falið líkið leynilega át hann sitt brauð með sorg og hugsaði til orðs þess er Drottinn hafði mælt fyrir Amos spámann: „Hátíðir yðar skulu snúast í sorgardaga.“ [ Og á þeirri nótt fór hann til og gróf hinn dauða.

En hans vinir og bræður ásökuðu hann allir, so segjandi: „Kóngurinn hefur nú fyrir stuttu skipað að drepa þig fyrir þessa sök og komstu naumlega undan. [ Þó grefur þú enn dauða menn.“ En Tóbías óttaðist Guð meir en kónginn og bar þá saman leynilega er drepnir voru og leyndi í húsi sínu en á nætur gróf hann líkami þeirra.

So bar til á einum degi að hann kom heim mjög mæddur af þessu verki að grafa dauða menn. Kastaði hann sér niður við vegginn í húsinu og sofnaði. Og ein svala dreit úr hreiðri sínu. Það kom so heitt í hans augu, þar af varð hann sjónlaus. En svoddan hryggð lét Guð yfir hann koma til þess að eftirkomendurnir hefði þolinmæðinnar eftirdæmi svo sem á hinum heilaga Job. [ Og af því að hann hafði af æskualdri óttast Guð og haldið hans boðorð reiddist hann hverki né möglaði í móti Guði fyrir það hann lét hann blindan verða heldur stóð hann stöðugur í Guðs ótta og gjörði Guði þakkir á öllum dögum lífs síns.

Og líka sem kóngarnir hæddu að hinum heilaga Job, so komu og eigin frændur Tóbías og spottuðu hann, so segjandi: [ „Hvar er nú þitt traust þar fyrir að þú hefur þínar ölmösur gefið og so marga dauða menn grafið?“ En Tóbías ávítaði þá og svaraði: „Talið eigi so því að vér erum synir heilagra manna og væntum þess lífs sem Guð mun gefa þeim er í trúnni standa sterkir og stöðugir í hans augliti.

En Hanna kona hans vann þrifsamlega með sínum höndum og nærði hann með sínum spuna. So skeði og að hún bar einn kiðling heim í hús sín. Og þá bóndi hennar Tóbías heyrði hann jarma sagði hann: „Sjáið til að kiðlingurinn sé eigi stolinn og farið sem skjótast að gjalda þeim aftur sem á. Því að ei er oss lofað að eta stolið eður það sama að snerta.“ Við þessi orð reiddist húsfrú hans, svaraði og sagði: „Þar mega menn sjá að þitt traust er einskisvert og að ölmösur þínar eru glataðar.“ Með þessum orðum og öðrum þvílíkum brígslaði hún honum um sína eymd.