II.

Þú haturlega þjóð, safnast saman og kom hingað áður en dómurinn út gengur að þér farið í burt á degi so sem agnir, áður en sú grimmdarreiði Drottins kemur yfir yður og áður en sá reiðinnar dagur Drottins kemur yfir yður. Þér allir vesölu í landinu, leitið Drottins, þér sem haldið hans rétt, leitið réttlætisins, leitið auðmýktarinnar so að þér mættuð verða geymdir á þeim reiðinnar degi Drottins.

Því að Gasa skal forlátast og Askalon skal eyðileggjast, Asdód skal fordrífast á miðjum degi og Akkaron skal upprykkjast. [ Vei þeim sem þar búa niður við sjóinn, því stríðsfólki! Drottins orð skal koma yfir yður, þú Kanaanlandið Philisteis! Eg vil fordjarfa þig so enginn skal þar lengur búa.

Þar skal ekki vera nema hirðarahreysi og sauðahús niður við sjávarsíðuna og þau sömu skulu þeim eftirblífnu af Júda húsi verða að hlutskipti so þeir skulu þar fæða þeirra hjörð. Þeir skulu leggja sig að kveldi í Askalons hús nær að Drottinn þeirra Guð vitjar þeirra aftur og snýr þeirra fangelsi.

Eg heyrði Móabs brígslyrði og spottanir Amónsbarna með hverju þeir svívirtu mitt fólk og hrósuðu sér mikið á þeim sömum landamerkjum. [ N’u vel, so sannarlega sem eg lifi, segir Drottinn Sebaót, Ísraels Guð, Móab skal verða sem Sódóma og Amónbörn sem Gómorra, já sem eitt þyrnarjóður eða saltgröf og ein eilíf auðna.

Þeir eftirblífnu af mínu fólki skulu ræna þá og þeir eftirblífnu af mínu fólki skulu erfa þá. Það skal þá ske fyrir þeirra drambsemi sakir, fyrir það að þeir vanvirtu þess Drottins Sebaót fólk en hrósuðu sér. Drottinn skal verða ógnarlegur yfir þeim því hann skal afmá öll skúrgoð af jörðunni og allar eyjar á meðal heiðingjanna skulu tilbiðja hann, hver í sinn stað.

Og þér Blámenn skuluð í hel slást fyrir mínu sverði og hann skal útrétta sína hönd yfir norðrið og fordjarfa Assúr. [ Hann skal gjöra Níníve eyði og þurra sem eyðimörk so allra handa dýr skulu bæla sig þar inni á meðal heiðingjanna og þar skulu hrossagaukar og [ pyntsvín búa ofan á þeirra turnum og syngja í þeirra vindaugum og hrafnar á bitunum því að sedrusfjalirnar skulu af brjótast.

Það er sá glaðværi staðurinn sem bjó so athugalaus og sagði í sínu hjarta: „Eg er og enginn annar.“ Hvernin er hann orðinn so í eyði að dýr búa þar inni! Og hver sem gengur þar fram hann blístrar og klappar með höndunum yfir honum.