III.

Þá menn bjuggu nú í góðum friði að nýju í Jerúsalem og lögmálið hafði góðan framgang með því að höfuðpresturinn Onias var so frómur og gætti þar að so kostgæfilega þá urðu og konungarnir hrærðir að veita staðnum heiður og sendu veglegar prestentur musterinu so að Seleucus kóngur í Asia lét skikka af sinni inntekt allan kostnað sem þurfti til fórnfæringanna. [

Nú var í það sinn einn fóviti yfir musterinu sá Símon hét af Benjamíns ætt. [ Hann hafði óvinskap á þeim æðsta kennimanni af því að hann vildi ekki leyfa honum hans óhlutvendi í staðnum. En af því að Onias var honum megtugri þá fór hann til Apollonium Traseisonar höfuðsmanns í Neðra-Sýrlandi og Phenice og sagði honum frá hversu að Guðs kistan í Jerúsalem væri úr hófi full fjár og að þar væri langtu meira en þörf gjörði til fórnfæringanna og kóngurinn mætti vel taka það til sín. [ Og Apollonius kom nú til kóngsins. Þá skýrði hann honum frá orðum Símonar um féð. Þá sendi kóngurinn sinn dróttseta Heliodorum og gaf honum þá bífalning að hann skyldi sækja þá sömu peninga. Hann tók sig upp jafnsnart og lét so sem að hann skyldi taka rentu í Neðri-Syria og Phenice en hans meining var að fullkomna kóngsins skipun.

Sem Heliodorus kom nú til Jerúsalem og höfuðkennimaðurinn tók honum vingjarnlega og sagði honum frá hvað hans herra hafði honum bífalað og hvar fyrir hann væri þar kominn og spurði hann að ef þetta væri so eður ekki. [ Þá svaraði kennimannahöfðinginn honum: „Sumt er oss til trúað og í hendur fengið til góðrar geymslu sem heyrir til ekkjum og föðurlausum börnum. Sumt heyrir Tóbías Hircani til“, hver eð var einn merkilegur maður, [ „og það er í öngvan máta so sem sá svikari Símon hefur sagt því að þar er ekki meira en fjögur hundruð centener silfurs og tvö hundruð centener gulls. So væri það mikil rangindi að taka það so í burt og svíkja af þeim sem því heilaga musteri hafa trúað til síns hvert að í öllum heimi hefur so stóran heiður og fríheit.“

En Heliodorus stóð fast á kóngsins skipun, hann yrði að taka það til sín. Og hann kom á tilsettum degi í musterinu og vildi skoða það. Þá hófst ein mikil hörmung um allan staðinn. Kennimennirnir lágu frammi fyrir altarinu í þeim heilaga skrúða og kölluðu til Guðs á himnum hver eð sjálfur hefur skipað að menn skulu ekki ótrúlega varðveita það sem þeim er til geymslu fengið og að hann vildi láta fólkið halda sínu því sem það hafði til trúrrar geymslu burt lagt í þann stað. En hæðsti kennimaðurinn bar sig so aumlega að enginn leit hann so að hann kenndi ei í brjósti um hann því að það mátti sjá á honum að hann var í stórri angist með því að hann var svo fölur í sínu andliti. Því að hann var með öllu skelfdur og það skalf allt sem á honum var hvar af auðveldlega mátti marka hversu illt honum var í sinni. Og fólkið hljóp hingað og þangað til samans í húsunum og báðust fyrir hver með öðrum af því að þeir sáu að musterið skyldi koma í fyrirlitning. Og kvinnurnar íklæddust sekkjum og hlupu um kring á strætunum og jungfrúrnar (sem annars ekki gengu út á meðal fólksins) hlupu undir portin og upp á múrveggina. Sumir lágu út um gluggana og upplyftu sínum höndum til himins og báðust fyrir. Það var bæði hörmuegt að fólkið varð so skelft innbyrðis og að æðsti kennimaðurinn var í slíkri angist.

Á meðan þeir ákölluðu so þann almáttuga Guð að hann vildi varðveita þeim sitt fé sem það höfðu þangað til geymslu lagt þá hugsaði Heliodorus sér að framkvæma sinn ásetning. Og sem hann stóð hjá Guðs kistunni með stríðsmönnunum þá gjörði almáttigur Guð eitt mikið teikn svo að hann og þeir sem í kringum hann voru skelfdust fyrir Guðs magt og þar féll yfir þá stór ótti og hræðsla. [ Því að þeir sáu einn hest sem var vel prýddur. [ Þar á sat einn ógnarlegur riddari. Hann renndi með öllu afli að Heliodoro og steytti á hann með framfótunum og riddarinn á hestinum var í einni forgylltri harneskju. Þeir sáu og tvo unga menn sem bæði voru sterkir og dæilegir og mjög vel klæddir. Þeir stóðu sinn til hvorrar handar Heliodoro og börðu hann kasklega so að hann féll af óviti til jarðar og varð sjónlaus. Þá tóku þeir hann sem nýlega var inngenginn í peningaherbergið með miklu skrauti og með öllum sínum stríðsmönnum og báru hann þaðan í einn stól. Og hans magt hjálpaði honum alls ekki (so að menn máttu opinberlega merkja kraft Drottins) og hann lá so hart nær sem dauður og talaði ekkert orð. En Gyðingar prísuðu Guð að hann hafði so vegsamað sitt musteri. Og musterið sem áður var fullt af hræðslu og ótta það varð fullt af fögnuði og gleði eftir þetta teikn almáttugs Guðs.

En nokkrir af vinum Heliodori komu og báðu Oniam að hann vildi biðja til Drottins fyrir Heliodoro hver nú var aðframkominn. En af því að kennimannahöfðinginn var hræddur að kóngurinn mundi hafa misgrun á Gyðingum að þeir hefði gjört Heliodoro nokkuð þá offraði hann fyrir honum að hann mætti verða heilbrigður. [ Og á meðan hann baðst fyrir þá birtust í annað sinn þau tvö ungmenni í þeirra fyrra klæðnaði og sögðu til Heliodorum: „Gjör þú hugarlátlegar þakkir þeim hæðsta kennimanni Onia því að hans vegna hefur Drottinn gefið þér lífið. Og kunngjör hvervetna þann mikla kraft Drottins með því þú ert af himnum ofan húðstrýktur.“ Og þá þeir höfðu þetta talað liðu þeir í burt.

En Heliodorus færði Drottni fórnir og hét honum miklu að hann hafði gefið honum aftur lífið og þakkaði Onia og reisti því nærst aftur til kóngsins og sagði hverjum manni frá hvernin hann hafði séð verk hins hæðsta Guðs með sínum augum. En er kóngurinn spurði hann að hvern hann hugsaði að senda skyldi til Jerúsalem sem nokkuð útvegaði þá svaraði Heliodorus honum: „Hafir þú óvin eður þann nokkurn sem þér hugsar að hrinda úr ríkinu þann send þangað. Þegar sá hinn sami fær slíka hýðing sem eg og kemst með lífi í burt þá máttu vel með taka hann aftur. Því að Guð er kröftugur í þeim stað og sá sem á himnum býr hefur þar til sjón og frelsar hann og straffar þá sem honum vilja mein gjöra og slær þá til dauðs.“ Þetta er fulltalað um féhirsluhúsið og Heliodorum.