Það bar til á þeim sama tíma að Júda fór ofan frá sínum bræðrum og gaf sig til eins manns af Odollam, hann hét Híra. Og þar leit Júda eins kanversks manns dóttir, hann hét Súha, og fékk hennar. [ Og sem hann lagðist með henni varð hún þunguð og fæddi einn son, þann nefndi hún Ger. [ Hún varð og ólétt í annað sinn og átti einn son, þann nefndi hún Ónan. Hún gat og enn þriðja son, þann kallaði hún Sela. Hún var í Kesíb þá hún fæddi hann.

En Júdas gifti sinn frumgetinn son Ger einni kvinnu sem hét Tamar. [ En hann var skálkur í augliti Drottins, þar fyrir sló Drottinn hann í hel. [ Þá sagði Júda til Ónan: „Gakk inn til þinnar bróðurkvinnu og tak hana til ekta so þú megir uppvekja þíns bróðurs sæði.“ En því að Ónan vissi það að sæðið var ekki hans eigið, þó að hann legðist með síns bróðurkvinnu lét hann það á jörð falla og spillast so hann skyldi ei uppvekja sínum bróður sæði. [ Það mislíkaði Drottni er hann gjörði, því lét hann hann og slást í hel. Þá sagði Júda til sinnar mágkonu Tamar: „Vert þú ein ekkja í þíns föðurs húsi þar til minn son Sela er vaxinn.“ Því hann hugsaði: „Ske má að hann deyi so sem hans bræður.“ Tamar fór burt og var í síns föðurs húsi.

Og eftir marga daga liðna andaðist dóttir Súha, húsfrú Júda. Og þar eftir sem Júdas hafði úti sína sorg þá fór hann upp til Timnat að klippa sína sauði með sínum [ hirðir, Híra af Odollam. Þetta spurði Tamar, að mágur hennar færi upp til Timnat að klippa sitt fé. Og hún lagði sinn ekkjubúning af sér og vafði um sig einum möttli og huldi sig og setti sig fyrir dyrnar á þeim vegi sem liggur til Timnat. Því hún sá að Sela var fullvaxinn en hún var þó ei gift honum.

En þá nú Júdas sá hana ætlaði hann að vera mundi ein portkona því hún hafði hulið sitt andlit. Hann gekk af veginum þangað sem hún sat og sagði: „Leyf mér að liggja hjá þér.“ Því að hann vissi ekki að það var hans sonarkvinna. Hún svaraði: „Hvað vilt þú gefa mér að eg leyfi þér það?“ Hann sagði: „Eg vil senda þér einn geithafur af hjörðinni.“ Hún svaraði: „Fá mér þá nokkuð í panta þar til þú sendir mér hann.“ Hann sagði: „Hvað vilt þú þá að eg fái þér til panta?“ Hún svaraði: „Þitt fingurgull, þinn nasadúk og þinn staf sem þú hefur í hendinni.“ So fékk hann henni þetta og lá hjá henni og hún fékk getnað af þeirra viðskiptum, stóð upp og gekk í burt og lagði kápuna af sér og færði sig í sinn ekkjubúning aftur.

Og Júda sendi geithafurinn með sínum [ hirðir af Odollam og að hann skyldi heimta pantana aftur af kvinnunni en hann fann hana hvergi. Þá spurði hann fólkið að í þeim stað og sagði: „Hvar mun sú portkona sem sat út við veginn í dag?“ Þeir svöruðu: „Engin portkona hefur þar verið.“ Og hann kom til Júda aftur og sagði: „Ekki fann eg hana og fólkið í þeim stað sagði þar hefði engin portkona verið.“ Þá sagði Júda: „Hafi hún það hún heldur. Eigi má hún væna oss ósanninda, því eg senda geithafurinn sem eg lofaða en hún fannst ekki.“

Þrimur mánuðum þar eftir liðnum var Júda sagt: „Tamar, þíns sonar kona, er nú orðin portkona og sé, hér með er hún orðin ólétt í frillulífi.“ Þá svaraði Júda: „Færið hana hingað, hún skal brennast.“ Og þá hún var framleidd sendi hún boð til síns mágs og sagði: „Af þeim manni hefi eg getnað fengið sem þetta heyrir til“ og sagði: „Veist þú ekki hverjum þessi hringur og þessi klútur og þessi stafur tilheyrir?“ Júda þekkti það og sagði: „Hún er réttvísari en eg því eg gaf henni ekki minn son Sela.“ Og hann kenndi hennar ekki þaðan í frá.

Og sem hún skyldi nú verða léttari þá gekk hún með tvíbura og í sjálfri fæðingunni þá kom þar ein barnshönd í ljós. Yfirsetukonan tók þá einn rauðan þráð og batt um höndina og sagði: „Þessi skal fyrst fæðast.“ En sem hann tók sína hönd að sér þá kom hans bróðir til og hún sagði: „Því hefur þú fyrir þína skuld gjört soddan sprungu?“ Og hann var nefndur Peres. [ Þar eftir var hans bróðir fæddur sem hafði þann rauða þráð um sína hönd. Og hann var kallaður Sera. [