Og Drottinn mælti við Mósen og Aron og sagði til þeirra: „Talið við Ísraelssonu og segið: Þessi eru þau kvikindi sem þér skuluð eta á meðal allra dýra á jörðunni. [ Allt það sem hefur klaufir og jórtrar á meðal dýranna, það skuluð þér eta. En hvað sem jórtrar og hefur ekki klaufir, sem er úlfaldinn, það er yður óhreint. Og ekki skulu þér eta það. Kúnísinn tyggur jórtur en hefur þó ekki klaufirnar, þar fyrir er hann óhreinn. Hérinn jórtrar en hann hefur þó ekki klaufir og því er hann yður óhreinn. Svínið hefur klaufirnar en það jórtrar ekki og því skal það vera yður óhreint. Þér skuluð ekki eta af þeirra kjöti og ei heldur snerta við þeirra hræ, því þau eru yður óhrein.

En þetta skulu þér eta af því sem er í vatninu: Allt það sem hefur sundugga og hreistur í vatninu, í sjónum og vötnum, það skulu þér eta. [ En allt það sem ekki hefur sundugga og hreistur í sjónum og vötnunum, á meðal alls sem sig hrærir í vatninu og það sem lifir í vatninu, það skal vera yður svívirðilegt, so þér skuluð ekki eta af þeirra kjöti og þér skuluð forðast þeirra hræ. Því allt það sem ekki hefur ugga og hreistur í vatninu, það skulu þér forðast.

En á meðal fuglanna skulu þér þessa forðast so þér þá ekki etið: Aurnina, haukinn, haliæetum, gjóðinn og allt hans kyn, gamminn, og alla hrafna með sinni tegund, strútsfuglinn, náttugluna, gaukinn, valinn og allt valakyn, steinuglan, álftin, hornuglan, flæðarmúsin, músarbróðurinn, tranan, orrinn, hegrinn með sinni tegund, upupa og svalan. [ Og allt það sem hrærist á meðal fuglanna og skríður á fjórum fótum það skal vera svívirðulegt fyrir yður.

Þó skulu þér eta af þeim fuglum sem hræra sig og ganga á fjórum fótum og hoppa ekki á jörðunni með tveimur beinum, af þeim sömum megi þér eta, sem er [ arben með sinni tegund og selaam með sinni tegund og hargel með sinni tegund og hagab með hennar tegund. En allt annað það sem hefur fjórar fætur á meðal fuglanna, það skal vera yður svívirðilegt og þér skuluð halda það óhreint. Og hver sem snertur við soddan eitt hræ, hann skal vera óhreinn til kvelds. Og ef einhver ber nokkuð af þeirra hræ, hann skal þvo sín klæði og vera óhreinn til kvelds.

Þar fyrir skulu öll dýr sem hafa klaufir og ekki jórtra vera óhrein fyrir yður. [ Og hvör sem snertir þau hann skal vera óhreinn. Og allt það sem gengur á sínum hrömmum á meðal þeirra dýra sem ganga á fjórum fótum skal vera yður óhreint. Og hvör sem snertir nokkuð hræ hann skal vera óhreinn til kvölds. Og hvör hann ber þeirra hræ hann skal þvo sín klæði og vera óhreinn til kvelds, því soddan er yður óhreint.

Þessi skulu og vera yður óhrein á meðal dýranna sem skríða á jörðunni, sem er hreysikötturinn, músin, paddan, hvört með sinni tegund, pindusvín, camelion, stellio, lacerta og moldvarpan. Þetta er yður óhreint á meðal alls þess sem skríður. Hvör sem snertir við þeirra hræ hann skal vera óhreinn til kvelds og allt það sem eitt svoddan dautt hræ fellur yfir, þá er það óhreint, hvort heldur það er tréker, klæði, skinn eða sekkir, og öll aunnur ker sem til nokkurs gagns eru höfð skulu leggjast í vatn og er saurugt til kvelds. Þar eftir er það hreint.

Ef soddan eitt hræ fellur í nokkursháttar leirker þá er það allt óhreint sem í því er og skal í sundurslást. Komi soddan vatn í nokkurn mat þann etinn verður þá er hann óhreinn. Og allur sá drykkur sem drukkinn verður af svoddan keri er óhreinn. Og allt það sem soddan hræ fellur yfir verður óhreint og skal vera yður óhreint. Sé það ofn eða ketill, þá skal það í sundur brjóta, því það er óhreint og skal vera yður óhreint. En þó eru brunnar, uppsprettur og lækir hreinir. En hver sem snertir þeirra hræ hann er óhreinn.

Og ef nokkur svoddan hræ fellur á nokkuð kornsæði sem sáð er þá er það þó hreint. En ef menn ausa vatni yfir sáðið og falli síðan nokkuð svoddan hræ þar yfir þá er það yður óhreint.

Þá nokkursháttar kvikindi deyr það þér megið eta og hver sem kemur við þess hræ hann er óhreinn til kvelds. En hver sem etur af soddan hræi hann skal þvo sín klæði og vera óhreinn til kvelds. Líka og so hvör sem snertir svoddan hræ, hann skal þvo sín klæði og vera óhreinn til kvelds.

Öll skriðkvikindi á jörðunni þau skulu vera yður svívirðuleg og menn skulu ekki eta þau og allt það sem skríður á kviðnum og allt það sem gengur á fjórum eða fleirum fótum á meðal allra þeirra dýra sem skríða fram á jörðunni skulu þér ekki eta því það skal vera yður svívirðilegt. Gjörið ekki yðar sálir sauruglegar og gjörið yður ekki óhreina á þeim svo að þér saurgið yður.

Því ég er Drottinn yðar Guð. Þar fyrir skulu þér helga yður so þér séuð heilagir, því að ég er heilagur. Og þér skuluð ekki gjöra yðar sálir óhreinar á nokkru skríðanda kvikindi sem skríður á jörðunni, því ég er Drottinn sem útleiddi yður af Egyptalandi til þess að ég sé yðar Guð. Þar fyrir skulu þér vera heilagir, því að ég em heilagur.

Þessi eru lögin um dýr og fugla og allsháttuð kvikindi í vatninu, og so um allrahanda kvikindi sem skríða á jörðunni, so þér kunnið að gjöra grein á millum þess sem er hreint og óhreint og hvör kvikindi æt eru og hvor að sé óæt.“