XII.

Herberg ekki hvern sem einn í þínu húsi því að veröldin er full ótrúleika og klókskapar. [ Falskt hjarta er uppi sem einn tálfugl og umsitur hversu það megi þig fanga. Því að það sem hann sér gott færir hann það til hins vesta og hið besta skammar hann allra mest. Af einum gneista verður stór eldur og einn ómildur maður hættir ekki þar til hann úrhellir blóði. Tak þér vara fyrir soddan skálkum. Þeim býr ekkert gott í geði, so að þeir komi á þig eilífri skömm. Tekur þú til þín einn framanda mann þá mun hann gjöra þér ómak og reka þig út af þinni eign.

Viltu gjöra nokkuð gott so sjá þú til hverjum þú það gjörir. [ Þá forþénar þú þér þar þökk með. Gjör þú góðum gott og mun þér verða það ríkuglega endurgoldið. Sé það ekki af honum so skeður það vissulega af Drottni. En vondum skálkum sem ekki þakka fyrir velgjört mun ekki vel ganga.

Gef þú guðhræddum og sjá ekki aumur á óguðhræddum. Gjör þú gott aumum en gef ekki ómildum. Haltu brauði þínu fyrir honum og gef honum ekki so hann verði ekki styrkvari þar af og fóttroði þig því að þú munt so mikið illt af honum fá sem þú hefur gjört honum gott til. Því að Hinn hæðsti er óvin óguðrækinna og óguðrækum mun hann refsa.

Þegar nokkrum vegnar vel kann hann öngvan vin réttilega að kenna en þegar nokkrum vegnar illa þá kann hans óvin sér ekki leyna. Því að þegar einum veitir vel það fórþókkast hans óvin. En þegar nokkrum veitir illa flýja einnin hans vinir frá honum.

Trú þú aldrei þínum fjandmanni því að sem járnið ryðgar alltíð aftur so lætur hann aldrei sína hrekki og þó að hann allareiðu hneigi sig og beygi haltu þér þó og gæt þín fyrir honum. [ Og þó þú fægir af honum so sem af einum spegli blífur hann þó ryðugur. Drag þú hann ekki að þér so hann burtreki þig ekki og gangi í þinn stað. Set hann ekki hjá þér svo hann stundi eftir þínu sæti og með seinsta hljótir þú á mín orð að minnast og þá iðri þig þess.

Líka sem þá einn höggormatöfrari verður bitinn, það aumkar enginn, og ef nokkur umgengur með villidýr og verður af þeim rifinn, so gengur og þeim sem samlaga sig við óguðræka og sig vefja í þeirra syndum. Hann er nokkra stund hjá þér en ef þú rasar eður fellur blífur hann ekki.

Fjandmaðurinn gefur góð orð og aumkar sig mjög og sýnir sig vingjarnlegan og þar með kann hann að gráta. En í hjartanu hugsar hann hvernin hann megi koma þér í gröfina og fær hann rúm so kann ekki þíns blóðs saddur að verða. Og vilji þér nokkur skaða gjöra svo er hann fyrstur og sýnir sig rétt sem hann vilji hjálpa þér, rétt sem felli hann þig óforsvarað. Sitt höfuð mun hann skaka og í lófa sér hlæja og nasir í loft upp reka.