V.

En er Jesús sá fólkið gekk hann upp á fjallið og þá hann setti sig niður gengu hans lærisveinar til hans. [ Og hann lauk sínum munn upp og tók að kenna þeim og sagði: „Sælir eru þeir sem andlega eru volaðir það þeirra er himnaríki. [ Sælir eru þeir sem harma það þeir munu huggaðir verða. Sælir eru hógværir því að þeir munu jarðríki erfa. Sælir eru þeir sem hungra og þysta eftir réttlætinu því að þeir skulu saddir verða. Sælir eru miskunnsamir því að þeir munu miskunn hljóta. Sælir eru hreinhjartaðir því að þeir munu Guð sjá. Sælir eru þeir sem friðinn gjöra því að þeir munu Guðs synir kallaðir verða. Sælir eru þeir sem fyrir réttlætisins sakir ofsóttir verða því að þeirra er himnaríki. Sælir eru þér nær eð lýðurinn formælir yður og ofsókn veitir og talar í gegn yður alla vonsku fyrir mínar sakir, þó ljúgandi. Fagni þér og verið glaðir því að yðart verðkaup er nóglegt á himnum því að so hafa þeir ofsótt spámennina þá eð fyrir yður voru.

Þér eruð salt jarðar. [ Nú ef saltið deyfist í hverju verður þa saltað? Þá dugir það til einkis meir nema að það verður útsnarað so að það sé fóttroðið af mönnum. Þér eruð ljós veraldar. Sú borg sem á fjallinu er sett fær ei fólgist. Og eigi tendra þeir ljósið og setja það undir mæliask heldur yfir ljóshaldinn so að það lýsi öllum þeim sem í húsinu eru. Líka skal yðvart ljós lýsa fyrir mönnum so að þeir sjái yðar góðverk og dýrki föður yðarn á himnum.

Þér skuluð ei meina að eg sé kominn lögmálið eður spámennina upp að leysa. Eg em eigi kominn að leysa heldur upp að fylla. Því að eg segi yður fyrir sann, þangað til himinn og jörð forgengur mun eigi hinn minnsti bókstafur eður titill af lögmálinu forganga þar til að allt það skeður.

Því að hver hann uppleysir eitt af þessum minnstu boðorðum og kennir það lýðnum svo sá mun kallast minnstur í himnaríki en hver það gjörir og kennir hann mun mikill kallast í himnaríki.

Því að eg segi yður: [ Nema so sé að yðvart réttlæti sé betra en hinna skriftlærðu og Phariseis þá munu þér eigi innganga í himnaríki.

Þér hafið heyrt hvað sagt er til hinna gömlu: [ Þú skalt ei mann vega en hver eð mann vegur hann verður dóms sekur. En eg segi yður: Hver eð reiðist bróður sínum hann verður dóms sekur. En hver sem til bróður síns segir: Racha, hann verður ráðssekur. En hver eð segir: Þú afglapi, hann verður sekur helvítiselds.

Fyrir því nær þú offrar þína gáfu á altarið og þér kemur þar til hugar það bróður þinn hafi nokkuð á móti þér þá láttu þar þína gáfu fyrir altarinu, gakk áður að sætta þig við bróður þinn og kom þá að offra þína gáfu. [

Vertu snarlega samþykkur þínum mótstöðumanni á meðan þú ert enn á vegi með honum so að eigi selji þig þinn mótstöðumaður dómaranum og dómarinn selji þig þénaranum og verðir þú í dýflissu kastaður. Að sönnu segi eg þér að þú munt eigi þaðan útfara þar til þú borgar hinn síðasta pening. Þér hafið og heyrt það sagt er til hinna gömlu: [ Þú skalt ei hórdóm drýgja. En eg segi yður að hver hann lítur konu til að girnast hennar sá hefur þegar drýgt hór með henni í sínu hjarta.

En ef þitt hægra auga hneykslar þig þá kipp því út og kasta því frá þér. [ Því að skárra er þér að einn þinna lima farist heldur en allur þinn líkami kastist í helvískan eld. Og ef þín hægri hönd hneykslar þig þá sníð hana af og kasta frá þér. Því að skárra er þér að einn þinna lima tortýnist en að allur líkami þinn kastist í helvískan eld.

So er og enn sagt að hver hann skilur við sína eiginkonu sá skuli gefa henni skilnaðarskrá. [ En eg segi yður: Hver hann forlætur sína eiginkonu (að undantekinni hórunarsök) sá gjörir það að hún verði hórdómskona. Og hver eð fastnar þá sem frá manni er skilin sá drýgir hór.

Þér hafið enn framar heyrt hvað sagt er til hinna gömlu, að eigi skulir þú rangt sverja og þú skalt Guði þín særi lúka. [ En eg segi yður að þér skuluð öldungis ekki sverja, hverki við himin, því að hann er Guðs sæti, eigi heldur við jörðina, því að hún er skör hans fóta, eigi við Jerúsalem, því að hún er borg hins mikla konungs. Þú skalt og eigi sverja við höfuð þitt því að þú formátt eigi að gjöra eitt hár hvítt eður svart. En yðar ræða sé já já, nei nei. En hvað fram yfir það er það er af hinum vonda.

Þér hafið og heyrt hvað sagt er: [ Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. En eg segi yður að þér skuluð ei brjótast í gegn illu heldur ef nokkur slær þig á þína hægri kinn þá bjóð honum hina aðra. Og þeim sem við þig vill lög þreyta og þinn kyrtil af þér hafa þá lát honum og þinn möttul lausan. Og hver þig neyðir um mílu eina þá gakk með honum og tvær aðrar. Gef og þeim er þig biður og vert ei afundinn þeim er af þér vill lán taka.

Þér hafið heyrt að sagt er: [ Elska skaltu náunga þinn og óvin þinn að hatri hafa. En eg segi yður: Elski þér óvini yðra, blessið þá er yður bölva, gjörið þeim gott sem yður hata og biðjið fyrir þeim er yður lasta og ofsókn veita so að þér séuð synir föðurs yðar þess á himnum er hver sína sól lætur uppganga yfir vonda og yfir góða og rigna lætur yfir réttláta og yfir rangláta. Því ef þér elskið þá er yður elska, hvert verðkaup hafi þér fyrir það? Gjöra það eigi líka tollheimtumenn? Og þó þér látið kært aðeins við bræður yðra, hvað gjöri þér þeim meira? Gjöra þetta og eigi líka hinir heiðnu? Fyrir því verið algjörðir so sem yðar himneskur faðir er algjörður.