XV.

Og strax um morguninn héldu höfuðprestarnir með öldungunum og skriftlærðum og öllu ráðuneytinu ráðstefnu og bundu Jesúm, leiddu hann og framseldu Pilato. [ Og Pílatus spurði hann að: „Ertu konungur Gyðinga?“ En hann svaraði og sagði til hans: „Þú segir það.“ Og höfuðprestarnir áklöguðu hann harðlega. Pílatus spurði hann enn aftur að og sagði: „Svarar þú öngu? Sjá, í hversu mörgu þeir ákæra þig.“ En Jesús svaraði honum öngu þaðan í frá so að Pílatus undraðist. [

En hann var vanur að láta þeim lausan um hátíðina einn af bandingjum eftir hverjum helst þeir beiddust. [ En þar var sá eð nefndist Barrabas meður illræðismönnum bundinn hver í upphlaupinu hafði víg unnið. Og þá fólkið gekk upp tók það að biðja að hann veitti því sem hann plagaði jafnan. En Pílataus svaraði þeim og sagði: „Vilji þér að eg láti yður Gyðinganna konunginn lausan?“ Því að hann vissi að höfuðprestarnir höfðu af öfund framselt hann. En höfuðprestarnir eggjuðu lýðinn að hann gæfi þeim heldur Barrabam lausan.

Pílatus svaraði enn aftur og sagði til þeirra: „Hvað vilji þér þá að eg skuli gjöra honum hvern þér segið konung Gyðinganna?“ En þeir kölluðu þá aftur: [ „Krossfestu hann!“ Pílatus sagði til þeirra: „Hvað illt hefur hann gjört?“ En þeir kölluðu því meir: „Krossfestu hann!“ En Pílatus vildi fólkinu fullnægja gjöra, lét þeim lausan Barrabam og framseldi þeim Jesúm svipum barðan að hann krossfestist. [

En stríðsþénararnir leiddu hann í fordyr þinghússins og kölluðu saman allan hópinn og færðu hann í purpuraklæði, fléttandi þyrnikórónu og settu á hann og tóku að heilsa honum: „Heill sértu, kóngur Gyðinga!“ og slógu hans höfuð með reyrvendi og hræktu á hann, féllu á kné og tilbáðu hann.

Og þá þeir höfðu spottað hann færðu þeir hann úr purpuranum og færðu hann aftur í sín klæði og leiddu hann út að þeir krossfestu hann. Þeir þrengdu og þeim sem fram hjá gekk, Símoni hinum sýrneska, er kominn var af akurlandi, föður þeirra Alexandri og Ruffi, að hann bæri hans kross. Og þeir höfðu hann í þann stað er hét Golgata, það þýðist: „Hausaskeljastaður“. Og þeir gáfu honum myrrað vín að drekka og hann tók það eigi til sín.

Og þá er þeir höfðu krossfest hann skiptu þeir klæðum hans og köstuðu hlutverpi yfir þeim hvað hver tæki. [ En það var um þriðju stund er þeir krossfestu hann. Og titill hans sakferlis var upp yfir honum skrifaður það hann væri konungur Gyðinga. Og með honum krossfestu þeir tvo spillvirkja, einn til hægri handar en annan til vinstri. Og sú Ritning er uppfylld sem segir: „Meður illvirkjum er hann reiknaður.“

Og þeir sem gengu þar fram hjá hæddu hann, skóku höfuð sín og sögðu: [ „Svei, hvernin niðurbrýtur þú musteri Guðs og byggir upp á þrim dögum aftur? Frelsa þú sjálfan þig og stíg niður af krossinum!“ Líka einnin spéuðu hann höfuðprestarnir sín á meðal meður skriftlærðum og sögðu: „Aðra frelsaði hann, sjálfan sig getur hann eigi frelsað! Sé hann Kristur, konungur Ísraels, stígi hann nú niður af krossinum að vér sjáum og megum so trúa!“ Og þeir er með honum voru krossfestir átöldu hann einnin.

Og að liðinni séttu stund urðu myrkur um allt landið allt til níundu stundar. [ Og á hinni níundu stund kallaði Jesús upp hárri röddu og sagði: [ „Elí, Elí, lama a sabataní?“ Hvað er útleggst: „Guð minn, Guð minn, því forléstu mig?“ Og þá nokkrir af þeim er þar stóðu hjá heyrðu það sögðu þeir: „Sjá, hann kallar á Eliam.“ En einn hljóp að og fyllti upp njarðarvött með edik látandi upp á einn reyrlegg, gaf honum so að drekka og sagði: „Lát vera, sjáum hvert Elías kemur að taka hann ofan.“

En Jesús kallaði upp hárri röddu og andaðist. [ Og tjaldið musterisins rifnaði sundur í tvennt frá ofanverðu allt niður í gegnum. En er hundraðshöfðinginn sá það, hver þar stóð gegnt, að hann kallaði so þá er hann lést sagði hann: [ „Sennilega hefir þessi maður verið Guðs sonur.“ Og konur voru þar og langt frá, horfðu á það, á meðal hverra var María Magdalena og María minna Jakobs og Jósefs móðir og Salóme (og þá hann var í Galilea höfðu þær fylgt honum eftir og þjónað honum) og margar aðrar hverjar undir eins höfðu upp farið til Jerúsalem.

Og þá er kveld var komið (af því það var affangadagur hver að er næstur fyrir þvottdaginn) kom Jósef af Arimathea, einn eðlaborinn ráðherra, sá er og stundaði eftir Guðs ríki. [ Hann gekk djarflega inn til Pilato og bað um líkama Jesú. En Pílatus undraðist að hann væri þegar látinn og kallaði hundraðshöfðingjann til sín, spurði hann að ef hann væri þegar andaður. Og er hann var þess vís orðinn af hundraðsmanninum gaf hann Jósef líkamann. En Jósef keypti líndúka, tók hann ofan og sveipaði hann í lérefti og lagði hann í gröfina hver eð klöppuð var í einum steini og velti steini að grafarmunnanum. En María Magdalena og Jósefs móðir sáu hvar hann var lagður.