II.

Því leggið nú af alla illsku og allt svikræði og smjaður og öfund og alla bakmælgi og girnist þeirrar [ skynsamlegrar og hreinnrar mjólkur, svo sem nýfædd börn, upp á það að þér þróist fyrir þá sömu. Ef þér hafið annars smakkað hvað Drottinn er ljúfur, til hvers þér eruð komnir, so sem til lifanda steins, hver af mönnum er burtkastaður en hjá Guði er útvalinn og dýrmætur. Og að þér einnin uppbyggið yður sem lifandi steina til andlegs hús og til heilags prestdæmis til að offra andlegar offranir þær Guði þakknæmar eru fyrir Jesúm Christum.

Þar fyrir inniheldur svo Ritningin: [ „Sjáið, eg legg í Síon útvaldan dýrmætan hyrningarstein. Og hver á hann trúir sá skal ekki að hneykslan verða.“ Yður, þér sem trúið, er hann dýrmætur en hinum vantrúuðum er hann sá steinn sem uppbyggendur í burt fleygðu og að höfði hyrningar er vorðinn og að ásteytingarsteini og hneykslunarhellu, þeim sem reka sig á orðið og þar eigi á trúa, hvar þeir eru uppsettir.

En þér eruð það útvalda slekti og konunglegur kennimannskapur, hin heilaga þjóð, fólk eigindómsins, so að þér skuluð kunngjöra dyggðir hans sem yður hefur kallað af myrkrunum til síns dásamlega ljóss. [ Þér sem forðum daga ekkert fólk voruð en nú eruð Guðs fólk og hverjir forðum ekki í náðinni voruð en nú í náðinni eruð. [

Kærir bræður, eg beiði yður líka sem framandi og vegfarendur að þér haldið yður af holdlegum girndum hverjar í gegn sálunni stríða. Og hafið góða umgengni meðal heiðinna þjóða so að þeir sem um yður á bak tala svo sem af illgjörðurum sjái yðar góðverk og dýrki Guð á vitjunardegi. [

Verið undirgefnir allri mannlegri tilskikkan fyrir herrans sakir, sé það konunginum so sem hinum ypparsta og landstjórnaranum so sem af honum skikkuðum til hefndar yfir illvirkjana og góðum til lofs. [ Því að það er vilji Guðs að þér með velgjörningi niðurþaggið óviturleik heimskra manna so sem frelsingjar og ekki so sem hefðu þér frelsið illskunni til yfirhylmingar heldur so sem Guðs þjónustumenn. Gjörið virðing hverjum manni. Bræðurna elskið. Óttist Guð. Konunginn heiðrið.

Þér þjónustumenn, verið herrunum undirgefnir með allri óttasemi, eigi alleinasta góðum og spakferðugum heldur einnin hrekkvísum. [ Því það er náð ef nokkur fyrir samviskunnar sakir til Guðs þolir hið illa og líður hið órétta. Því hver hrósan er það ef þér fyrir misgjörða sakir slög líðið? En nær þér umlíðið og þolið fyrir velgjörða sakir, það er náð hjá Guði.

Því þar til eru þér kallaðir með því að Kristur hefur einnin sjálfur liðið fyrir oss og oss til eftirdæmis látið að þér skylduð so eftirfylgja hans fótsporum „hver öngva synd gjörði, eigi heldur nein flærð er fundin í hans munni,“ sá ekki formælti í gegn þá honum varð formælt, eigi ógnandi þá hann leið, en hann ofurgaf það honum sem rétt dæmir. [ Sá er sjálfur hefur vorar syndir offrað á sínum líkama upp á trénu so að vér í frá syndunum deyddir lifðum réttlætinu, fyrir hvers benjar vér erum heilbrigðir vorðnir. Því að þér voruð so sem villuráfandi sauðir en nú eru þér umvendir til hirðirs og biskups yðvara sálna.