XVII.

En hann sagði til sinna lærisveina: [ „Ómögulegt er að þar skyldi ei koma hneykslanir en ve þeim fyrir hvern þær koma. Þarfara væri honum að kvernarsteinn hengdist um háls honum og væri í sjó kastað en það að hann hneyksli einn af þessum vesalingum. Vaktið yður. Ef bróður þinn brýtur við þig þá átel hann og ef hann iðrast þá fyrirgef honum það. [ Og þó hann brjóti sjö sinnum á degi við þig og snúist sjö sinnum aftur á degi til þín og segi: Það iðrar mig, þá fyrirgef honum það.“

Og postularnir sögðu til Drottins: [ „Auk þú oss trúna.“ En Drottinn sagði: „Ef þér hefðuð trú sem annað mustarðskorn og segðuð þessu aldintré: Uppræt þig og rótfest þig í sjónum aftur, og mundi það yður hlýða.

En hver yðar sem hefir þann þjón er plægir og fénað hirðir, nær eð hann kemur heim af akri, að hann segi honum þá: Far strax og set þig til borðs? Er það eigi so að hann segir til hans: [ Bú til það eg haldi kveldverð og stytt þig upp og þjóna mér þar til að eg hefi etið og drukkið og eftir á þá skaltu eta og drekka. Þakkar hann nokkuð þeim þjón þó hann gjörði hvað honum var boðið? Eg meina nei. So og þér líka, nær þér hafið allt það gjört hvað yður var boðið þá segið: Ónýtir þjónar eru vér, hvað vér áttum með skyldu að gjöra það gjörðu vér.“

Það skeði og þá hann fór til Jerúsalem að hann dró mitt í gegnum Samariam og Galileam. [ Og er hann gekk inn í nokkurt kauptún mættu honum tíu líkþráir menn hverjir eð stóðu langt frá, hófu upp sína raust og sögðu: „Jesú, góði meistari, miskunna oss!“ Og er hann sá þá sagði hann til þeirra: „Fari þér og sýnið yður prestunum.“ Og það skeði er þeir gengu þaðan að þeir urðu hreinir. En einn af þeim, nær hann sá það hann var hreinn vorðinn sneri hann aftur og lofaði Guð með hárri raust og féll fram á sína ásjónu fyrir fætur honum og þakkaði honum. Og þessi var samverskur. En Jesús svaraði og sagði: „Voru eigi tíu hreinsaðir? En hvar eru hinir níu? Fundust öngvir aðrir þeir aftur sneru og gæfi Guði dýrð nema þessi útlendingur?“ Og hanns sagði til hans: „Statt upp og far héðan. Þín trúa gjörði þig hólpinn.“

En er hann var aðspurður af Phariseis hvenær eð Guðs ríki kæmi svaraði hann og sagði: [ „Guðs ríki kemur ei með ytri hegðan. Þar mun og eigi segjast: Sjá, hér, eða: Þar er það. Því sjáið, að Guðs ríki er hið innra með yður.“

Og enn sagði hann til sinna lærisveina: „Þær stundir koma það þér munið girnast að sjá einn dag Mannsins sonar og munuð hann eigi sjá. Og þeir munu segja til yðar: Sjá hér, sjá þar. Þá gangið ei þangað og eigi heldur eftir fylgið. Því að so sem elding af himni leiftrar og lýsir yfir allt hvað undir himninum er líka svo mun Mannsins sonur vera á sínum degi. [ En honum byrjar fyrst margt að þola og hraktur vera af þessari kynslóð.

Og sem það skeði á dögum Nóa líka so mun það ske á dögum Mannsins sonar. [ Þeir átu og drukku, þeir kvonguðust og létu sig gifta, allt til þess dags er Nói gekk í örkina og flóðið kom og tortýndi þeim öllum. Líka einni skeði á dögum Lot. Þeir átu og drukku, þeir keyptu og seldu, þeir plöntuðu og uppbyggðu. En þann dag eð Lot fór út af Sodoma rigndi ofan eldi og brennisteini af himni og fyrirfór þeim öllum. Eftir slíkum hætti mun sá dagur ske er Mannsins sonur mun opinberast.

Hver hann verður í þann sama tíma á ræfri staddur og sé hans búsgagn í húsinu, þá stígi hann ei ofan það í burt að taka. [ So og einnin sá hann er á akri þá snúi hann ei aftur eftir því sem á baki honum er. Minnist þér á konu Lots. Hver helst sem eftir sækir sína önd að forvara sá fyrirfer henni og hver helst hann týnir henni sá býr hana til lífs.

Eg segi yður: [ Á þeirri nótt munu tveir liggja á einni sæng, mun einn meðtekinn og annar forlátinn. Og tvær munu mala til samans, mun ein meðtekin og önnur forlátin.“ Þeir svöruðu og sögðu til hans: „Hvar þá, herra?“ En hann sagði til þeirra: „Hvar helst að hræið er, þangað safnast og ernirnir.“