CXLIII.

Sálmur Davíðs.

Drottinn, heyr þú mína bæn, hygg að minni grátbeiðni, fyrir þíns sannleiks sakir, bænheyr þú mig þíns réttlætis vegna.

Og gakk ekki í dóm við þræl þinn því að fyrir þér er enginn lifandi (manna) réttferðugur.

Því að óvinurinn ofsækir sálu mína og niðurslær mitt líf til jarðar, hann setur mig út í myrkrið svo sem hina dauðu í veröldinni

og minn andi er angraður í mér, mitt hjarta er sturlað í mínu brjósti.

Eg minnunst á hina fyrri dagana, eg tala um allar þínar dásemdir og segi út af verkum þinna handa.

Eg útbreiði mínar hendur til þín, mína sál þyrstir eftir þér, svo sem önnur þurr jörð. Sela.

Drottinn, bænheyr þú mig bráðlegana, minn andi forgengur, vend ekki þínu andliti frá mér svo að eg verði ekki líkur þeim sem í gröfina niðurstíga.

Láttu mig [ snemma heyra þína náð því að eg vona upp á þig, gjör þú mér kunnan þann veginn hvar að eg skal upp á ganga því að mig forlengir eftir þér.

Frelsa þú mig, minn Guð, út af óvinum mínum. Til þín flý eg.

Kenn þú mér að gjöra eftir þínum vilja því að þú ert minn Guð, þínn góður andi hann leiði mig á réttum vegi.

Drottinn, endurlífga þú mig fyrir þíns nafns sakir, leið sálu mína út af hörmunginni þíns réttlætis vegna.

Og fyrirfar óvinum mínum þinnar miskunnar vegna og glata þeim öllum sem angra mína sálu því að eg em þinn þræll.