Fyrri S. Péturs pistill

I.

Pétur, postuli Jesú Christi,

þeim útvöldum útlendingum og í sundurtvístruðum í Ponto, Galatia, Capadocia, Asia, Bythinia, eftir Guðs föðurs fyrirhyggju fyrir huggun andans til hlýðni og til ádreifningar blóðsins Jesú Christi:

Náð og friður margfaldist yður.

Blessaður sé Guð og faðir vors Drottins Jesú Christi, sá oss hefur eftir sinni mikilli miskunnsemd endurgetið til lifandi vonar fyrir upprisu Jesú Christi frá dauðum, til ófallvaltrar, óflekkaðrar og óumskiptilegrar arfleifðar sem varðveitist á himnum yður, þér sem af Guðs magt fyrir trúna varðveittir verðið til sáluhjálpar þeirrar sem tilreidd er það hún opinber verði á síðustu tímum, í hverri þér munuð gleðjast, þér sem nú litla stund (hvað að byrjar) hryggvir eruð í margvíslegum freistingum upp á það að yðvar trú réttileg og dýrmætari fundin yrði (en það hið forgengilega gull sem í eldi reynt verður) til lofs, dýrðar og heiðurs nær eð nú Jesús Christus mun opinberast, þann þér sáuð ekki og þó elskið og nú á hann trúið þó að þér sjáið hann eigi. [ So munu þér og einnin gleðjast með óumræðanlegri og dýrðarsamlegri gleði og endalok yðvar trúar þar af berandi sem er hjálpræði yðvara sálna.

Eftir hverri sáluhjálp hafa leitað og grennslast spámennirnir sem upp á yður af þeirri tilkomandi náð hafa fyrirspáð. Og rannsakið á hverjum eður hvílíkum tíma andinn Christi, sé sem þeim var, tilteiknandi og áður fyrirfram hefur kunngjört þær píslanir sem að í Christo eru og eftirkomandi dýrð, hverjum það opinberað er. Því að eigi hafa þeir sjálfum sér heldur oss þar inni þjónað hvað yður er nú kunngjört fyrir þá sem yður hafa guðsspjöllin boðað fyrir heilagan anda af himnum sendan, á hvern einnin englarnir fýsast að horfa.

Þar fyrir gyrðið yðar hugskotslendar. Verið sparneytnir og setjið algjörlega yðra von upp á þá náð sem yður er boðuð fyrir opinberan Jesú Christi, svo sem hlýðugum börnum. Og hagið yður ekki líka sem áður fyrri þá þér í heimsku yðvar eftir girndunum lifðuð heldur eftir þeim sem yður hefur kallað og heilagur er. So veri þér og einnin heilagir í öllu yðar dagfari því að skrifað er: „Vera skulu þér heilagir því eg em heilagur.“ [

Og með því þér ákallið þann föðurinn sem án manngreinarálits dæmir, eftir hvers sem eins verknaði, því hagi ðyðru dagfari so lengi sem þér gangið með óttablendni og vitið að þér eruð eigi með forgengilegu gulli eður silfri endurleystir í frá yðru hégómaathæfi eftir feðranna uppsetningi heldur með dýrmætu blóði Christi, so sem hins óflekkaða og saklausa lambs, hver fyrirhugaður er fyrir veraldarinnar grundvallan en opinberaður á síðustum tímum yðar vegna, þér sem fyrir hann trúið á Guð, hver eð hann upp vakti af dauðum og honum dýrðinga gaf upp á það að yðvar trú og von væri á Guð. [

Og gjörið yðrar sálir hreinferðugar í hlýðni sannleiksins fyrir andann til flekklauss bróðurlegs kærleika án smjaðranar. Og yður innbyrðis glóandi elskið af hreinu hjarta so sem þeir hverjir endurbornir eru, eigi af forgengilegu heldur út af óforgengilegu sæði, sem er út af orði Guðs lifanda það ævinlega blífur. „Því að allt hold er sem gras og öll dýrð mannsins so sem blómstur grassins. [ Grasið er uppþornað og þess blómstur er af fallið. En orð Drottins blífur að eilífu.“ En þetta er það orð hvert á meðal yðar kunngjört er.