Þér skuluð halda öll þau boðorð sem ég býð yður í dag so að þér gjörið þar eftir, uppá það að þér megið lifa og fleiri verða og innkoma að eignast það landið sem Drottinn hefur svarið yðar forfeðrum. Og þér skal til hugar koma allur sá vegur sem Drottinn Guð þinn hefur leitt þig í gegnum á þessum fjörutygi árum út í eyðimörkunni, að hann vildi auðmýkja þig og reyna þig, so að það yrði augljóst hvað útí þínu hjarta væri, hvort þú mundir halda hans boðorð eður ei. Hann auðmýkti þig og lét þig hungra og gaf þér man að eta sem hverki þú eður þínir forfeður þekktu, so að hann vildi láta þig vita það maðurinn lifi ekki alleinasta af brauðinu, heldur af öllu því sem útgengur af munni Drottins. [ Þín klæði hafa ekki af aldri slitist á þér og þínir fætur hafa ekki þrútnað í þessi fjörutygi ár. So kanntu nú að viðurkenna í þínu hjarta að Drottinn Guð þinn hefur uppfætt þig, líka sem það að einn maður uppfæðir sinn son.

So varðveit þú nú boðorðin Drottins Guðs þíns að þú gangir á hans vegum og óttist hann því að Drottinn Guð þinn innleiðir þig í eitt gott land, í það landið sem lækir, veiðivötn og uppsprettubrunnar inni eru, sem framfljóta í hjá þeim hjá fjöllunum og í þeim dölunum, eitt land þar eð hveiti, bygg, vínviðir, fíkjutré og granataepli inni eru, eitt land þar eð viðsmjörstrén og hunang vaxa úti, eitt land þar þú inni hefur nóg brauð að eta og þig þrýtur ekki neitt, eitt land hvers steinar að eru járn þar eð þú kannt að höggva málm úr fjöllunum, og nær þú hefur matar neytt og ert mettur að þú þá lofir Drottin Guð þinn fyrir það góða landið sem hann hefur gefið þér. [

So vara þig nú við því að þú forgleymir ekki Drottni Guði þínum í því að þú varðveitir ekki hans boðorð, réttindi og lagasetninga sem ég býð þér í dag að þá nær eð þú hefur nú etið og ert mettur og þá þú hefur uppbyggt prýðilegt hús og þú býr í því, þínir gripir og þínir sauðir, silfur og gull, og allt það þú hefur þá ávaxtar sig, að þitt hjarta stæri sig þá ekki og forgleymi Drottni þínum Guði sem útleiddi þig af Egyptalandi, af þrældómshúsinu, og leiddi þig í gegnum þá hinu miklu og hræðilegu eyðimörk þar sem að voru brennandi höggormar og scorpiones og ekki utan þurra hrjóstur og vatsleysur og hann lét vatn uppspretta af hörðum steini til handa þér og fæddi þig með man af hverju þínir forfeður vissu ekki neitt að segja, að hann so auðmýkti og reyndi þig að hann gjörði þér svo þar eftirá til góða. [ Þú hefðir elligar mátt segja í þínu hjarta: „Mín magt sjálfs og sterkleikur minna handa hefur orkað mér þessa“ heldur að það þú minnist á Drottin Guð þinn, því að hann er sá sem þér gefur kraft til að gjöra svo mikilsháttar gjörninga, uppá það að hann vildi halda sinn sáttmála sem hann hefur svarið þínum forfeðrum, so sem það gengur nú til á þessum degi.

En forgleymir þú Drottni Guði þínum og eftirfylgir annarlegum guðum og þjónar þeim og tilbiður þá, þá vitna ég yfir yður í dag að þér skuluð eyðileggjast. [ Líka sem þeir heiðingjarnir hverjum eð Drottinn foreyddi fyrir yðar augsýn, svo líka skulu þér og eirnin fyrirfarast af því þér hafið ekki hlýðugir verið raustinni Drottins Guðs yðars.