XIX.

Þá tók Pílatus Jesúm og lét strýkja hann. [ Og stríðsmennirnir fléttuðu kórónu af þyrnum og settu á hans höfuð, færðu hann og í purpuraklæði og sögðu: „Heill sértu, konungur Gyðinga!“ og gáfu honum pústra. Þá gekk Pílatus út aftur og sagði til þeirra: „Sjáið, eg leiði hann nú út til yðar so að þér vitið það eg finn öngva sök með honum.“ Þá gekk Jesús út berandi þyrnikórónu og eitt purpuraklæði. Og hann sagði til þeirra: [ „Sjáið manninn!“ Þá er kennimannahöfðingjarnir og þénararnir sáu hann kölluðu þeir, so segjandi: „Krossfestu, krossfestu hann!“ Pílatus sagði til þeirra: „Taki þér hann og krossfestið því að eg finn öngva sök með honum.“ Þá svöruðu honum Gyðingar: „Vér höfum og lög og eftir vorum lögum skal hann deyja því að hann gjörði sig sjálfan að Guðs syni!“

Þá Pílatus heyrði þessi orð óttaðist hann enn meir og gekk inn aftur í þinghúsið og sagði til Jesú: [ „Hvaðan ert þú?“ En Jesús gaf honum eigi svar. Þá sagði Pílatus til hans: „Talar þú eigi við mig? Veist þú eigi að eg hefi vald til að láta krossfesta þig og eg hefi vald til að gefa þig lausan?“ Jesús svaraði: „Eigi hefðir þú nokkurt vald yfir mér nema þér væri það gefið hér ofan að. Fyrir því hefur sá meiri synd er mig seldi þér.“ Og eftir það leitaði Pílatus við að láta hann lausan. En Gyðingar hrópuðu og sögðu: „Ef þú lætur þennan lausan þá ertu ekki keisarans vinur því að hver sem sig gjörir konung hann mælir í móti keisaranum.“

Þá Pílatus heyrði þessi orð leiddi hann Jesúm út og setti sig á dómstól í þeim stað sem kallast Háiflötur en á ebresku Gabbata. [ En það var á affangadegi páska, nærri séttu stund. Þá segir hann til Gyðinga: „Sjáið konung yðvarn!“ En þeir kölluðu: „Tak í burt, krossfestu hann!“ Pílatus sagði til þeirra: „Skal eg krossfesta konung yðvarn?“ Kennimannahöfðingjarnir svöruðu: „Öngvan höfum vær konung nema keisarann!“ Þá seldi hann þeim hann að hann krossfestist.

Þá tóku þeir Jesúm og leiddu hann þaðan. [ Hann sjálfur bar sinn kross og gekk út í þann stað sem kallast Höfuðskeljastaður en á ebresku Golgata, hvar þeir krossfestu hann og tvo aðra með honum sinn til hvorrar handar en Jesú í miðið. Pílatus skrifaði eina yfirskrift og setti hana upp yfir krossinn. [ En so var skrifað: „Jesús af Naðsaret, Gyðinga kóngur.“ Þessa yfirskrift lásu margir af Gyðingum því að sá staður var nærri borginni er Jesús var krossfestur á. En það var skrifað á ebresku, gírsku og latínu. Þá sögðu kennimannahöfðingjarnir og Gyðingar við Pilatum: „Skrifa þú eigi: Konungur Gyðinga, heldur það hann hefði sagt: Eg em konungur Gyðinga.“ Pílatus svaraði: „Hvað eg skrifaði það hefi eg skrifað.“

Þá stríðsmenn höfðu krossfest Jesúm tóku þeir hans klæðnað og gjörðu á fjögra hluta skipti, sérhverjum stríðsmanni sinn hlut, og þar með kyrtilinn. [ En kyrtillinn var eigi saumaður heldur frá ofanverðu allur prjónaður. Þá töluðu þeir sín í milli: „Skeru vær hann ei, hlutust heldur um eð hvers hann skal vera.“ So að Ritningin uppfylldist er segir: „Þeir skiptu með sér klæðum mínum og á mitt fat þá lögðu þeir hlutkesti.“ Og þetta gjörðu nú stríðsmennirnir.

En þar stóðu við krossinn hjá Jesú móðir hans og móðirsystir hans María húsfrú Kleófas og María Magdalena. [ Þá Jesús sá nú sína móður og þann lærisvein nærstandandi er hann elskaði segir hann til sinnar móður: „Kona, sjá þú, þar er þinn sonur.“ Eftir það segir hann til lærisveinsins: „Sé, það er þín móðir.“ Og upp frá þeirri stundu tók lærisveinninn hana að sér.

Eftir það þá Jesús vissi að allt var nú fullkomnað og að Ritningin uppfylldist þá segir hann: [ „Þystir mig.“ Þar var sett eitt ker fullt af ediki en þeir tóku það og fylltu einn njarðarvött með edik og lögðu í ýsóp, settu síðan fyrir munn honum. En þá Jesús hafði edikið til sín tekið sagði hann: „Það er fullkomnað.“ Og að hneigðu höfði þá lét hann sinn anda. [

En af því að tilfangadagur Gyðinga var og að líkamarnir væri eigi á krossinum um þvottdaginn – því að það var hinn mikli dagur þvottdagshelginnar – þá báðu þeir Pilatum að þeirra bein brytust og í burt tækist. [ Þá komu stríðsmenn og brutu sundur bein hins fyrra og so hins annars sem með honum voru krossfestir. En þá þeir komu til Jesú, sáu hann nú og dauðan, þá brutu þeir ei hans bein heldur lagði einn af stríðsmönnum í hans síðu með spjóti og strax þá rann út blóð og vatn. [

Og sá er það hefur séð ber þar vitni um og hans vitnisburður er réttur og hann sami veit það að hann segir satt svo að þér trúið. Því að þetta var skeð svo að Ritningin uppfylldist: [ „Eigi skulu þér brjóta nokkuð hans bein.“ Og enn aftur segir önnur Ritning: [ „Þeir munu sjá þann í hvern þeir stungu.“

En eftir þetta bað Jósef af Arimathia (hver eð var lærisveinn Jesú, þó heimuglegur fyrir ótta sakir við Gyðinga) Pilatum um að hann mætti taka burt líkama Jesú. [ Það leyfði Pílatus. Þar kom og Nikódemus, sá er fyrri kom um nótt til Jesú, færandi samblandaða myrru við aloe, nær hundrað punda. Þá tóku þeir líkamann Jesú og sveipuðu í líni með ilmandi smyrslum so sem siður er til Gyðinga að greftra. En þar í þeim stað sem hann var krossfestur var grasgarður og í grasgarðinum var ný steinþró í hverja að enginn hafði enn verið lagður. Þangað lögðu þeir Jesúm fyrir sakir affangadagsins Gyðinga það sú gröf var so nær.