VI.

Heyrið þó hvað Drottinn segir: [ Stattu upp og straffa fjöllin og lát hæðirnar heyra þína raust. Heyri, þér fjöll, hvernin Drottinn vill straffa, og þér sterku jarðarinnar grundvellir, því að Drottinn vill straffa sitt fólk og hann vill hirta Ísrael.

Mitt fólk, hvað hefi eg gjört þér eða með hverju móti hefi eg angrað þig? Segðu mér það. Færða eg þig ekki út af Egyptalandi og frelsaði þig af því þrældómshúsi og senda Moysen, Arron og Mariam undan þér? Mitt fólk, þenk nú þar upp á hvað Balak kóngurinn af Móab hafði í sinni og hverju að Balaam Peórson svaraði honum, frá Sitím og allt til Gilgal, á þessu skyldu þér merkja hversu Drottinn hefur gjört yður allt gott.

Með hverju skal eg nú blíðka Drottin? Með hnékropningu fyri þeim hæðsta Guði? Eða skal eg forlíka hann með brennifórnum og veturgömlum kálfum? Atlar þú að Drottinn hafi þóknan á mörgum þúshunda hrútum eða viðsmjöri þó þar væri óteljanlegar ár fullar af? Eða skal eg gefa minn frumgetinn son fyrir mína misgjörninga eða ávöxt míns lífs fyrir syndir minnar sálu? Þú manneskja, það er þér sagt hvað gott er og hvað Drottinn heimtir af þér, sem er að halda Guðs orð og hafa kærleika og lítillæta þig fyrir þínum Guði.

Rödd Drottins skal hrópa yfir staðinn. En hver sem óttast þitt nafn, honum skal ganga vel. Heyri, þér kynkvíslir, hvað þar prédikast. En líka sem áður blífur óréttferðugt góss í húsi óguðhræddra og sá haturlegi litli mælir efa. Eða skylda eg samþykkja þá röngu vigt eður það falska peningsgjald? Með hverju þeir ríku gjöra mikinn órétt og þeirra innbyggjarar fara með lygar og hafa falskar tungur í sínum hálsum.

Þar fyrir vil eg nú taka til að plága þig og eyðileggja þig fyrir þinna synda skuld. Þú skalt ekki hafa nóg að eta og þú skalt vanmegnast. Og hverju þú náir því skaltu aftur sleppa en hverju þú sleppir það vil eg gefa undir sverðið. Þú skalt sá og ekki uppskera, þú skalt fergja oleum og ei smyrja þig með því, þú skalt sprengja vínberin og ei drekka vínið. [ Því að þér hafið [ sið Amrí og allan gjörnin Akabs hús og fylgið þeirra ráðum. Því vil eg eyðileggja þig og þína innbyggjara svo menn skulu blístra eftir þeim og þeir skulu bera brígsli míns fólks.