XXI.

Eftir þetta gengu þeir æðstu feður á meðal Levítanna fram til Eleasar kennimanns og til Jósúa sonar Nún og til þeirra yppustu feðranna meðal ættkvísla Ísraelssona og töluðu við þá í Síló í landinu Kanaan og sögðu: „Drottinn bauð fyrir Mosen að oss skyldu gefast borgir að búa úti og þeirra forstaðir fyrir vort kvikfé.“ [ Þá gáfu Ísraelssynir Levítunum af sínu arfskipti so sem Drottinn hafði boðið, þessar borgir og þeirra forstaði.

So féll hluturinn Kahatiters ætt og synir Aron kennimanns af Levítönum fengu þrettán borgir með hlutfalli af Júda ætt, af Símeon ætt og af Benjamín ætt. [ En þeir aðrir synir Kahat af sama slekti fengu tuttugu staði eftir hlutfalli af Efraím ætt, af ætt Dan og af hálfri Manasse ætt.

En synir Gerson af sömu kynkvísl fengu eftir hlutfalli þrettán borgir af kyni Ísaskar, af kyni Asser og af kyni Neftalí og af hálfu kyni Manasse í Basan. [

Og Merarísona ætt fékk tólf borgir af ætt Rúben, af ætt Gað og af ætt Sebúlon. [

So gáfu nú Ísraelssynir Levítönum eftir hlutfalli þessar borgir og þeirra forstaði sem Drottinn hafði boðið fyrir Mosen. Af ætt sona Júda og af ætt sona Símeon gáfu þeir sonum Aron þessar borgir með nafni sem voru Kahatíta ættar af sonum Leví því að sá fyrsti hlutur var þeirra. So gáfu þeir þeim Kirjat Arba sem heyrði föður Enak til, það er Hebron, á fjalli Júda og hennar forstaði í kringum hana. Og þeir gáfu Kaleb syni Jefúnne akrana og þau þorp í kringum borgina honum til eignar. [

So gáfu þeir sonum Arons prests þær athvarfsborgir fyrir mannslagarana: Hebron og hennar forstaði, Líbna og hennar forstaði, Jatír og hennar forstaði, Estmóa og hennar forstaði, Hólon og hennar forstaði, Debír og hennar forstaði, Aín og hennar forstaði, Júra og hennar forstaði, Betsemes og hennar forstaði, níu staði af þessum tveimur ættum. En þeir gáfu þeim fjórar borgir af Benjamínætt: Gíbeon og hennar forstaði, Geba og hennar forstaði, Anatót og hennar forstaði, Geba og hennar forstaði, Amón og hennar forstaði. So að allar borgir sona Aron voru þrettán með sínum forstöðum.

En þeir aðrir Kahatsona kynþættir af Levítunum fengu í sinn hlut fjórar borgir af Efraímsætt og þeir gáfu þeim frelsisborgirnar mannslagarans: Sakím og hennar forstaði á Efraímfjalli, Geser og hennar forstaði, Kibsaím og hennar forstaði, Bet Hóron og hennar forstaði. Af ætt Dan fjórar borgir: Eltekí og hennar forstaði, Gíbeon og hennar forstaði, Ajalon og hennar forstaði og Gat Rimon og hennar forstaði. Af hálfum parti Manasses slektis tvær borgir: Taenak og hennar forstaði, Gat Rimon og hennar forstaði. So að allar þær aðrar Kahatssona ættar borgir voru tíu með þeirra undirborgum.

Og þeir gáfu sonum Gerson af ætt Leví tvær borgir af hálfum parti Manasse ættar þa athvarfsborg fyrir mannslagarana: Gólan í Basan og hennar forstaði, Beestra og hennar forstaði. [ Af Ísaskarætt fjóra staði: Kisíon og hennar forstaði, Dabrat og hennar forstaði, Jarmút og hennar forstaði, enn Ganím og hennar forstaði. Af ætt Asser fjóra staði: Miskal og hennar forstaði, Afdóm og hennar forstaði, Helkat og hennar forstaði, Rehób og hennar forstaði. Af ætt Neftalí þrjár borgir: Þá frelsisborg Kedes fyrir manndráparana í Galílea og hennar forstaði, Hatmót Dór og hennar forstaði, Karrtan og hennar forstaði. So að allar þær Gersonítaættar borgir voru þrettán með sínum undirborgum.

En þeir aðrir Levítar sem voru af kyni Merarísona þeim voru gefnar fjórar borgir af ætt Sebúlon: Jakneam með hennar undirborgum, Karta með hennar undirborgum, Dímna með hennar undirborgum, Nahalal með hennar undirborgum. [ Af ætt Rúben fjórar borgir: Beser og hennar forstaðir, Jahsa og hennar forstaðir, Kedemót og hennar forstaðir, Mefaat og hennar forstaðir. Af kyni Gað fjórar borgir: mannslagarans athvarfsborg Ramót í Gíleað og hennar forstaðir, Mahanaím og hennar forstaðir, Hesbon og hennar forstaðir, Jaeser og hennar forstaðir. So að allar Merarísona borgir á millum þeirrar ættar af þeim öðrum Levítum voru tólf sem þeir fengu eftir þeirra hlutfalli. Allar Levítanna borgir á meðal Ísraelssona arfs voru átta og fjörutígi með sínum undirborgum. [ Og hver af þessum borgum hafði sinn forstað umhverfis sig, so einn sem annar.

So gaf Drottinn Ísrael allt það land sem hann hafði svarið að gefa þeirra feðrum og þeir eignuðust það og byggðu það. [ Og Drottinn gaf þeim hvílt allt um kring fyrir öllum so sem hann sór þeirra forfeðrum og enginn af þeirra óvinum gat staðið þeim í mót heldur gaf hann alla þeirra óvini í þeirra hendur. Og þar brast ekki neitt af öllu því góða sem Drottinn hafði lofað Ísraels húsi, það kom fram allt saman. [