XVIII.

Þá Jesús hafði nú þetta talað gekk hann út með sína lærisveina yfir um lækinn Kedron þangað sem einn grasgarður var. [ Og Jesús gekk þar inn með sína lærisveina. En Júdas sá er hann sveik vissi og þennan stað. Því að oft kom Jesús þar með sína lærisveina. Þá Júdas hafði nú til sín tekið flokk manna og einnin af kennimannahöfðingja og Phariseis þénurum kom hann þangað að með lyktum og logbröndum og hervopnum. Nú það Jesús vissi allt hvað yfir hann átti að koma þá gekk hann fram og sagði til þeirra: „Að hverjum spyrji þér?“ Þeir svöruðu honum: „Að Jesú af Naðsaret.“ Þá sagði Jesús til þeirra: „Eg em hann.“

En Júdas sá er hann seldi stóð þar hjá þeim. Og þá er Jesús sagði til þeirra: [ „Eg em hann“ hörfuðu þeir á bak aftur og duttu til jarðar. Hann spurði þá enn aftur að: „Að hverjum spyrji þér?“ En þeir sögðu: „Að Jesúm hinum naðverska.“ Jesús svaraði: „Eg sagða yður það eg er hann. Og ef þér spyrjið af mér þá látið þessa burtganga“ so að uppfylldist það orð er hann sagði: „Öngvum glataði eg af þeim sem þú gafst mér.“

Símon Petrus hafði hjá sér eitt sverð, dró það út og sló til eins kennimannahöfðingjans þénara og hjó af hans hægra eyra. [ En þénarinn hét Malkus að nafni. Þá sagði Jesús til Péturs: „Stilltu þínu sverði í slíðrið. Skal eg eigi drekka þann kaleik sem mér gaf minn faðir?“

En flokkurinn og hershöfðinginn og Gyðingaþénarar höndluðu Jesúm, bundu hann og leiddu fyrst burt til Hannas (eð var mágur Kaífas) sá er var þess árs kennimannahöfðingi. [ En Kaífas var sá er Gyðingum gaf það ráð að betur færi það einn maður væri líflátinn fyrir lýðinn.

Símon Petrus fylgdi Jesú eftir og enn annar lærisveinn. [ Sá var kunnigur kennimanahöfðingjanum og gekk inn með Jesú í kennimannahöfðingjans herbergi en Pétur stóð fyrir dyrunum úti. Þá gekk út hinn annar lærisveinn sem kennimanahöfðingjanum var kunnigur og talaði við hana er dyrnar geymdi og leiddi Petrum inn. Þá sagði ambáttin sú dyrnar geymdi til Péturs: „Ertu eigi einn af þess manns lærisveinum?“ Hann sagði: „Eigi er eg.“ En þénarar og undirmenn stóðu við eldsglæður og vermdu sig því að kuldi var. Pétur stóð þar hjá þeim og vermdi sig.

Kennimannahöfðinginn spurði Jesúm þá að um hans lærisveina og um hans kenning. Jesús svaraði honum: [ „Eg hefi opinberlega talað fyrir heiminum. Eg kenndi og jafnan í samkunduhúsum og í musterinu þar sem allir Gyðingar komu saman og á laun hefi eg ekkert talað. Því spyr þú mig þar að? Spyr þú þá þar að sem heyrt hafa hvað eg hefi talað fyrir þeim. Sjá, þeir vita hvað eg hefi sagt.“ En sem hann sagði þetta þá gaf einn þeirra þénaranna sem nær stóðu Jesú pústur og sagði: [ „Skaltu svo svara kennimannahöfðingjanum?“ Jesús svaraði: „Ef eg talaði illa þá vitna þú vont vera en eg eg talaði satt því slær þú mig þá?“ Og Hannas sendi hann þá bundinn til Caipham kennimannahöfðingja.

Og er Símon Petrus stóð þar og vermdi sig þá töluðu þeir til hans: „Ertu eigi einn af hans lærisveinum?“ Hann neitaði og sagði: „Eigi er eg.“ Þá sagði honum einn af kennimannahöfðingjans þénörum, frændi hans sem Pétur hjó eyrað af: „Sá eg þig eigi í grasgarðinum hjá honum?“ Þá neitaði Pétur því enn einu sinni. Og strax gól haninn.

Þá leiddu þeir Jesúm frá Kaífas og í þinghúsið. [ En það var snemma morguns. Og þeir gengu ei sjálfir inn í þinghúsið að þeir saurguðust ekki heldur so þeir mættu neyta páskanna. Pílatus gekk þá út til þeirra og sagði: „Hverja ákæru færi þér í gegn þessum manni?“ Þeir svöruðu og sögðu til hans: [ „Ef þessi væri eigi illræðismaður þá hefðu vér eigi í hendur fengið þér hann.“ Þá sagði Pílatus til þeirra: „Taki þér hann og dæmið eftir yðrum lögum.“ Gyðingar sögðu þá til hans: „Eigi hæfir oss að lífláta nokkurn“ so að það orð uppfylldist er hann sagði, teiknandi til með hverjum dauða hann ætti að deyja.

Pílatus gekk inn aftur í þinghúsið, kallaði Jesúm og sagði til hans: [ „Ertu Gyðinga konungur?“ Jesús svaraði: „Talar þú það af sjálfum þér eða hafa aðrir sagt þér það frá mér?“ Þá svaraði Pílatus: „Er eg nokkuð Gyðingur? Þín þjóð og kennimannahöfðingjar seldu þig mér. Hvað gjörðir þú?“ Jesús svaraði: „Mitt ríki er eigi af þessum heimi. Ef að mitt ríki væri af þessum heimi þá mundu mínir þénarar stríða í mót so að eg seldist eigi Gyðingum. En nú er mitt ríki eigi héðan.“ Þá sagði Pílatus til hans: „Þá ert þú þó konungur?“ Jesús svaraði: „Þú segir það. Eg em og konungur. Til þess em eg fæddur og til þess em eg í heiminn kominn að eg beri vitni sannleiknum. Og allir þeir sem eru af sannleikanum þeir heyra mína rödd.“ Pílatus sagði til hans: „Hvað er sannleikurinn?“

Og þá hann hafði þetta sagt gekk hann út aftur til Gyðinga og sagði til þeirra: [ „Eg finn öngva sök með honum. En það er siðvenja að eg gefi yður einn lausan á páskum. Vilji þér að eg gefi yður nú lausan sjálfan Gyðingakónginn?“ Þá kölluðu allir aftur í móti, segjandi: „Eigi þennan heldur Barrabam!“ En Barrabas var spillvirki.