VIII.

Og það skeði so á því sétta árinu þann fimmta daginn í þeim sétta mánaðinum að eg sat í mínu húsi og öldungarnir af Júda sátu fyrir mér. [ Þar féll hönd Drottins Drottins á mig. Og sjá þú, að eg sá það sem var undir hans lendum, það var líka sem einn eldur. En fyrir ofan hans lendar var það sem skínandi geislar. Og hann útrétti líka sem aðra hönd og tók í hárið á mínu höfði. Þá flutti einn vindur mig á millum himins og jarðar og flutti mig til Jerúsalem í einni Guðs sýn til þeirra innstu dyranna sem standa í móti norðrinu þar eð þá stóð eitt líkneski til misþóknunar við [ húsherrann.

Og sjá þú, að þar var dýrðin Guðs Ísraels so sem að eg hafði séð hana áður á akrinum. Og hann sagði til mín: „Þú mannsins son, upplyft þínum augum á móti norðrinu.“ Og þá eð eg upplyfti mínum augum í móti norðrinu, sjá þú, þá stóð þar gegnt norðrinu það óþokkalíkneski hjá portdyrunum altarisins, rétt þar sem inn er gengið. Og hann sagði til mín: „Þú mannsins son, sér þú einnin hvað þessir þeir gjöra? Einkum þá miklu svívirðingina sem húsið Ísrael gjörir hér að þeir drífa mig langt í burt frá mínum helgidómi. En þú skalt enn sjá miklu stærri svívirðingar.“

Og hann flutti mig fyrir dyrnar fordyranna og sjá þú, eg sá að þar var ein hola inn í vegginn. Og hann sagði til mín: „Þú mannsins son, graf þú inn í gegnum vegginn.“ Og þá gróf eg í gegnum vegginn. Sjá þú, þá voru þar einar dyr. Og hann sagði til mín: „Gakk þú þar inn og skoða þær vondar svívirðingarnar sem þeir fremja hér.“ Og sem eg kom þangað inn og skoðaði, sjá þú, þá voru þar alls kyns líkneskjur orma og dýra og ekki utan svívirðingar og alls kyns afguðir húsins Ísrael var þar alla vegana í kringum veggina, frammi fyrir hverjum að stóðu sjötígi menn af öldungunum hússins Ísraels og Jasanja Safanson stóð einnin á milli þeirra og hver af þeim hafði sitt glóðarker í hendi og þar gekk up ein þykk þoka af reykelsinu.

Og hann sagði til mín: „Þú mannsins son, sér þú hvað öldungarnir hússins Ísraels þeir gjöra í myrkrinu, hver í sínu prýðilegasta herbergi? Því að þeir segja: Drottinn hann sér oss ekki heldur hefur Drottinn yfirgefið landið.“ Og hann sagði til mín: „Þú skalt enn nú sjá miklu stærri svívirðingar sem þeir gjöra.“ Og hann leiddi mig inn til þeirra dyranna í hús Drottins sem stóðu í mót norðrinu og sjá þú, þar sátu konur sem grétu yfir [ Tamús. Og hann sagði til mín: „Þú mannsins son, sér þú þetta? Þó skaltu enn nú sjá stærri svívirðingar en þessar eru.“

Og hann leiddi mig inn í þann innsta garðinn á húsi Drottins og sjá þú, að fyrir musterisins dyrum Drottins, á millum fordyranna og altarisins, þar voru nær fimm og tuttugu menn sem sneru bakinu við musteri Drottins og sínum andlitum á móti austrinu og þeir tilbáðu í móti sólarinnar uppgöngu. Og hann sagði til mín: „Þú mannsins son, sér þú þetta? Hvert er húsinu Júda þetta enn of lítið að gjöra hér allar soddan svívirðingar? Þar eð þeir fremja þó ekki utan yfirgang og óréttindi í öllu landinu og fara þannin að og reita mig svo til reiði. Og sjá þú að þeir halda vínviðarkvistum að nösunum. Þar fyrir vil eg höndla viður þá meður hefndarreiði og mitt auga skal ekki spara þá, eg vil og ekki vægja þeim. Og þó að þeir kalli enn með hárri raust fyrir mínum eyrum þá mun eg þó ekki bænheyra þá.