Fyrsta bók Machabeorum

I.

Alexander Philippison kóngur í Macedonia, sá fyrsti monarcha af Grikklandi, hann útdró af landi Kitím og átti margar orröstur. [ Hann vann sterkar borgir og hann í hel sló Darium kóng af Persia. Þar eftir braut hann undir sig aðra kónga í öllum löndum og hann reisti jafnan áfram og vann öll lönd og kóngaríki og enginn þorði í móti honum að standa. Og hann hafði megtugt gott stríðsfólk.

Þá hann hafði nú unnið kóngaríkin varð hann drambsamur og fékk sótt. [ En þá hann sá að hann mundi deyja þá kallaði hann til sín sína höfðingja, þeir sem upp höfðu alist með honum frá barndómi, og hann gjörði þá að höfuðsmönnum yfir löndin þá stund hann lifði. Því nærst andaðist Alexander þá hann hafði ríkt í tólf ár.

Eftir hans dauða kom ríkið til hans höfðingja. Þeir eignuðust löndin, hver höfuðsmaður sína borg, og þeir gjörðu sig allir að kóngum og þeir og þeirra eftirkomendur ríktu langa tíma. Og þeir áttu margar orrostur sín á milli og þar voru miklar hörmungar alls staðar um allan heiminn.

Út af einum þessara höfðingja er getin ein skaðsamleg ill rót, Antiochus sem kallaðist hinn göfgi. [ Hann var settur í gísling í Róm af föður sínum Antiocho hinum mikla. Og þessi Antiochus hinn göfgi hóf sína ríkisstjórnan á því hundraðasta seytjánda og tuttugasta ári ríkisstjórnar Grikkja.

Á þeim tíma voru vondir menn í Ísrael sem ráðlögðu fólkinu og sögðu: „Látum oss gjöra sáttmála við heiðnar þjóðir sem eru í kringum oss og upptökum þeirra guðsþjónustu því að vér höfum mikið liðið síðan vér settum oss upp í móti heiðingjum.“ Þessi meining þóknaðist þeim vel og nokkrir af fólkinu voru sendir til kóngsins. Hann bauð þeim að uppbyrja heiðna siðu. Þá uppreistu þeir heiðna leika til Jerúsalem og héldu ei lengur umskurnina og þeir féllu frá þeim heilaga sáttmála og héldu sig eins sem heiðingjar. Og þeir urðu öldungis forhertir til að drýgja alls kyns skammir og löstu.

Þá Antiochus var nú fullmegtugur orðinn í sínu ríki ásetti hann sér að þvinga undir sig Egyptalands kóngaríki svo að hann hefði bæði kóngsríkin. [ Og hann fór til Egyptalands með miklum viðurbúningi, með vögnum, fílum, riddaraliði og skipafjölda og barðist við Ptolomeum Egyptalandskóng. En Ptolomeus óttaðist og flýði undan og þar féll fjöldi egypskra. Og Antiochus vann sterkar borgir Egyptalands og rænti þar miklu góssi og flutti í burt þaðan.

En þá Antiochus hafði unnið sigur í Egyptalandi og fór heim aftur á því hundraðasta fertugasta og þriðja ári þá reisti hann í gegnum Ísraelsland og kom til Jerúsalem með miklu liði. [ Og hann gekk drambsamlega inn í helgidóminn og lét burt taka gullaltarið, ljósastjakann og allt það sem þar tilheyrði, borðið á hverju skoðunarbrauðin lágu, bikarana, skálirnar, gullskeiðirnar, fortjaldið, kórónurnar og þá gulllegu fegurð musterisins og braut þetta allt saman í sundur. Og hann tók gull og silfur og kostuleg ker og þá fólgnu fésjóðu, allt það hann fann, og flutti það burt með sér í sitt land. Og hann lét í hel slá marga menn og lét út ganga svívirðilegar bífalningar. Þá var stórt hjartans angur í öllu Ísraelslandi og hvar sem þeir bjuggu. Höfðingjarnir voru hryggvir, öldungarnir, jómfrúr og kvinnur voru sorgfullar, menn og kvinnur báru sig illa og allt landið var sorgfullt vegna slíks yfirgangs sem þar skeði og allt Jakobs hús var fullt af hörmung.

Og eftir tvö ár liðin þá sendi kóngurinn einn höfuðsmann í Gyðingaland. [ Hann kom með miklu liði fyrir Jerúsalem og bað að þeir skyldu uppláta borgarhliðin fyrir honum, þá skyldi hann öngvan skaða gjöra. En það var einsömun svik. Þá þeir trúðu honum og létu hann inn í borgina þá féll hann yfir staðinn sviksamlega og sló í hel fjölda fólks af Ísrael og rænti staðinn og brenndi húsin, reif niður múrveggina og burtflutti kvinnur og börn og kvikfé. Og hann gjörði Davíðs kastala styrkvan með sterkum múrveggjum og turnum og lét þangað flokk óguðlegra manna sem þar gjörðu allt illt. Og þeir tóku úr borginni Jerúsalem öll vopn og allar vistir og létu það upp í kastalann. Og þeir settust um helgidóminn og sátu um fólkið sem til musterisins gekk og féllu út úr kastalanum inn í helgidóminn Guðs þjónustna að forhindra og þeir úthelltu miklu saklausu blóði hjá helgidóminum og saurguðu hann.

Og borgarmennirnir til Jerúsalem flúðu í burtu og þeir annarlegu voru eftir í Jerúsalem og þeir sem þar voru óðalbornir urðu að víkja. [ Helgidómurinn varð í eyði, hátíðardagarnir urðu einsaman hryggðardagar, hvíldardagarnir urðu einsaman hörmung og öll þeirra prýði varð að öngvu. So dýrðleg og há sem Jerúsalem hafði áður verið so hryggileg og aumleg hlaut hún þá að vera.

Og Antiochus lét útganga eitt boð um allt sitt kóngsríki að allt fólk skyldi hafa eins háttaða guðsþjónustugjörð. [ Þá yfirgáfu allar þjóðir þeirra lögmál og urðu samþykkar siðum Antiochi og margir af Ísrael samþykktu þessu og fórnfærðu skúrgoðum og saurguðu þvottdaginn.

Antiochus sendi einnin bréf til Jerúsalem og um allar borgir Júda hvar inni hann bauð þeim upp að taka þjónustugjörðina heiðinna þjóða og að afleggja brennifórnir, matarfórnir, syndafórnir í helgidóminum, þvottdaginn og aðrar hátíðir og skipaði að saurga helgidóminn og það heilaga fólk Ísrael. [ Og hann lét uppreisa altari, kirkjur og skúrgoð og offra svínakjöti og öðrum óhreinum dýrum. Og hann fyrirbauð umskurnina og bauð að venja menn til allsháttar svívirðinga að þeir skyldu gleyma Guðs lögmáli og réttindum og taka upp aðra siði. Og hver sem ekki væri hlýðinn Antiocho þann áttu menn að lífláta.

Þetta boð lét hann útganga um allt sitt kóngaríki og setti til höfuðsmenn þeir sem fólkinu skyldu nauðga til að halda slíkt. Þessir uppbyrjuðu offranir í Júda og buðu að halda þær. Og margt af fólkinu féll til þeirra frá Guðs lögmáli. Þeir drýgðu allan piltskap í landinu og útráku Ísraelsfólk so að þeir urðu að geyma og fela sig í holum svo sem flóttamenn.

Á því hundraðasta fertugasta fimmta ári, á þeim fimmta degi mánaðarins kaslev, lét kóng Antiochus setja svívirðing foreyðslunnar upp á Guðs altari og hann lét reisa altari í öllum borgum í Júda so að menn opinberlega fórnöðu reykelsi og offruðu á strætunum og hver fyrir sínu húsi. [ Og hann lét í sundur rífa bækur Guðs lögmáls og brenna þær og í hel slá alla þá hjá hverjum að fundust bækur guðlegs sáttmála og alla þá sem héldu Guðs lögmál. Og þetta gjörðu þeir með sínu stríðsfólki hvern mánuð þá fólkið til samans kom í stöðunum. Á þeim fimmta og tuttugasta degi mánaðarins færðu þeir fórnir á því altari sem þeir höfðu uppreist í gegn altari Drottins.

Kvinnurnar þær sem umskáru sín börn voru drepnar so sem Antiochus hafði skipað. Foreldrarnir voru myrtir í sínum húsum og börnin voru þar upphengd. En margir af Ísraelsfólki voru staðfastir og vildu ei eta það óhreina og létu heldur drepa sig en að þeir saurguðu sig og vildu ekki falla frá heilögu Guðs lögmáli. Þar fyrir urðu þeir líflátnir.