III.

Vei þeim manndrápastað, hver fullur er af [ lygum og ráni og vill þó ekki láta af sínum ránskap! Því þar skulu menn heyra svipurnar hljóma og hjólin hrikta, hestana hneggja og vagnana braka. Hann færir riddarana upp með skyggðum sverðum og skínandi spjótum. Þar liggja margir í hel slegnir og mikill fjöldi dauðra manna so enginn getur talið þá og menn detta um þá inu dauðu. Það sker allt saman fyrir þann stóra hóruskap þeirrar fögru hóru hver að fjölkynngi hefur með hönd og heiðingjana hefur með sínum hórdómi en lönd og lýði hefur með sínum göldrum útvegað.

Sjá þú, eg vil þér í mót, segir sá Drottinn Sebaót, eg vil uppfletta faldi þinna klæða fyrir þínu augliti og eg vil gjöra þig nakinn fyrir heiðingum og sýna þína smán kóngaríkjunum. Eg vil gjöra þig mjög hræðilega og skamma þig og gjöra þig að einu skoðunarspili so að allir þeir sem þig sjá skulu flýja fyrir þér og segja so: „Níníve er foreydd! Hver vill samharma með henni?“ Og hvert skal eg leita þér að huggara?

Meinar þú að þú sért betri en sá stjórnarastaðurinn [ Nó sá eð lá hjá vatninu og hafði vatnið allt um kring, hvers múrar og festingar að sjórinn var? Bláland og Egyptaland voru hennar ósegjanleg magt, Pút og Líbía voru þín hjálp. Hann varð þó fordjarfaður og varð fanginn að rýma í burt og hans börn voru í hel slegin á öllum strætum og menn köstuðu hluti um hans eðlaborin börn og allir hans magtarmenn voru bundnir hlekkjum og settir í fjötur.

So skaltu og verða drukkin og fela þig og leita þér hlífðar fyrir þínum óvinum. Allir þínir sterkustu staðir eru sem fíkjutré með fullvöxnum fíkjum nær mann hristir þau þá falla þær þeim í munn sem þær vill eta. Sjá, þitt fólk skal verða að [ konum í þér og dyr þíns lands skulu upplátast fyrir þínum óvinum og eldurinn skal eyða þínum járngrindum.

Drag þér vatn því þú skalt verða umkringd. Bættu upp þína kastala. Far til leirs, hnoða hann og gjör þér sterka tígulsteina. En eldurinn skal uppeta þig og sverð skal í hel slá þig, það skal uppeta þig líka sem kálormur, það skal yfirfalla þig sem kálormur, það skal ofurfalla þig sem engisprettur. [ Þú hefur fleiri kaupmenn en stjörnur eru á himnum en nú skulu þeir útbreiða sig sem kálormar og fljúga í burt. Þínir herrar eru svo margir sem engisprettur og þínir höfðingjar sem kálormar sem sig leggja hjá görðunum á þeim kalda deginum. En þegar sólin uppkemur þá flýja þeir burt þaðan so enginn veit hvað af þeim verður.

Þínir hirðarar skulu sofa, þú kóngur í Assyria, þínir magtarmenn skulu leggja sig og þitt fólk skal í sundurdreifast á fjöllunum og enginn safnar þeim saman. Enginn skal harma þinn skaða, engi heldur hryggjast vegna þinnar plágu heldur allir þeir sem heyra soddan um þig skulu saman klappa sínum höndum yfir þér því yfir hvern er ekki þín illska í sífellu komin?

Ending prophetans Nahúm