Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Tala þú við Ísraelssonu, segjandi: Þegar nokkur sál misgjörir óvitandi í móti nokkru boðorði Drottins og gjörir það hún ekki skyldi gjöra, sem er ef einn prestur sá sem smurður er syndgar so hann hneykslar fólkið þá skal hann leiða fram fyrir sínar syndir þær hann hefur gjört eirn ungan uxa sem er án lýta, til syndaoffurs fyrir Dottin. [ Og hann skal leiða þann uxa fyrir vitnisburðarbúðardyrnar og leggja sína hönd yfir hans höfuð og sæfa hann fyrir Drottni. Og presturinn sá sem er smurður skal taka af uxans blóði og bera það inn í vitnisburðarbúðina. Og hann skal drepa sínum fingri í blóðið og stökkva sjö sinnum þar af fyrir Drottni, fram fyrir fortjaldi helgidómsins. Hann skal og láta af sama blóði uppá reykaltarisins horn, sem stendur fyrir Drottni í vitnisburðarbúðinni, og öllu blóðinu skal hann úthella hjá brennifórnaaltarisins fæti, sem stendur fyrir vitnisburðardyrunum. En aullu því inu feita af syndaoffrinu skal hann upplyfta, sem er innyflamörinn, tvö nýrun með þeirra feiti sem þar fylgir við lendarnar, og lifranetjan með nýrunum, svo sem siður er að upplyfta því af uxanum þakklætisins offurs, og skal uppkveikja það á brennifórnaaltarinu. En skinnið af uxanum með öllu kjötinu og höfðinu, beinunum, innyflunum og mykinni, það skal hann alltsaman bera í burt, út fyrir herbúðirnar á eirn hreinan stað, þangað sem menn plaga að kasta öskunni, og skal uppbrenna það á viðnum með eldi.

En þá allur almúginn í Ísrael misgjörir en gjörningurinn er hulinn fyrir þeirra augum það þeir hafa nokkuð vont gjört á móti boði Drottins það þeir áttu ekki að gjöra og eru so orðnir sakaðir, en kannast við síðan að þeir hafa syndgast, þá skulu þeir framleiða eirn ungan uxa til syndaoffurs og leiða hann fyrir vitnisburðarbúðardyr. [ Og þeir elstu af almúganum skulu leggja sínar hendur yfir hans höfuð fyrir Drottni og slátra uxanum fyrir Drottni. Og presturinn sá sem er smurður skal bera af blóðinu uxans inn í vitnisburðarbúðina og drepa sínum fingri þar í og stökkva því sjö reisur fyrir Drottni, fyrir framan fortjaldið. Og hann skal láta blóðið á altarishornin sem stendur fyrir Drottni í vitnisburðarbúðinni, en steypa öllu öðru blóðinu hjá fæti brennioffursins altaris, sem stendur fyrir tjaldbúðarvitnisburðardyrunum. En hans feiti skal hann upplyfta og upptendra hana á altarið og skal með uxann fara so sem hann fór með syndaoffursins uxa. Og so skal kennimaðurinn forlíka þá og so verður þeim það fyrirgefið. Og þeir skulu færa uxann út fyrir herbúðirnar og uppbrenna hann so sem hann uppbrenndi þann annan uxann fyrri. Það skal vera almúgans syndaoffur.

En þá eirn höfðingi syndgast og gjörir nokkuð í móti Drottins síns Guðs boðorði sem hann skyldi ekki gjöra og gjörir það óforsynju so að hann er sekur orðinn og viðkannast sína synd sem hann hefur gjört, hann skal leiða fram eirn kjarnhafur til fórnar sem er án lýta og leggja sína hönd á hafursins höfuð og slátra honum í þeim stað sem menn plaga að slátra brennifórnum fyrir Drottni. [ Það skal vera hans syndaoffur. Þá skal presturinn taka af því syndaoffursblóði með sínum fingri og strjúka því á hornin á brennioffursins altari og hella því öðru niður hjá fæti brennifórnaraltaris. En allan hans mör skal hann upptendra á altarinu, líka sem mörinn af þakklætisoffrinu. Og so skal presturinn biðja fyrir honum og þá er hans synd fyrirgefin.

En þá nokkur sál af almúgafólkinu misgáir sig og syndgast svo hún brýtur nokkuð í móti einu Guðs boðorði sem hún skyldi ekki gjöra og verður so sek og viðkennist so sína synd sem hún hefur gjört, hún skal fram bera til fórnar eina geit lastalausa, fyrir þá synd sem hún hefur gjört. [ Og hún skal leggja sína hönd á syndaoffursins höfuð og slátra því á brennioffursins stað. Og prestarnir skulu taka af blóðinu með sínum fingri og strjúka því á brennifórnaaltaris horn en helli blóðinu niður hjá altarisins fæti. En allan mör skal hann taka þar af, líka sem hann tók mörinn af þakkarfórninni og hann skal uppkveikja hann á altarinu til eins sæts ilms fyrir Drottni. Og skal presturinn biðja fyrir henni og svo er það henni tilgefið.

En ef hann ber eitt lamb fram til syndaoffurs þá skal hann bera fram eitt gimbrarlamb án lýta og leggja sína hönd yfir syndoffursins höfuð og slátra því til syndaoffurs, í þeim stað sem menn plaga að slátra brennioffri. Og presturinn skal taka af blóðinu með sínum fingri og strjúka því á hornin brennifórnaraltaris og steypi öllu blóðinu niður hjá altarisins fæti. En alla hennar feiti skal hann taka þar af, líka sem hann tók feitina af þakkoffursins lambi, og skal upptendra hana á altarinu til eins elds fyrir Drottni. Og so skal presturinn biðja fyrir honum og hans synd sem hann gjörði og so er honum það fyrirgefið.