III.

En á fimmta ári ríkis Tiberii keisara þá er Pontíus Pílatus var landstjórnari í Judea en Heródes fjórðungshöfðingi í Iturea og um Trachonitidishéröð og Lysanias til Abílene og þá þeir Hannas og Kaífas voru höfuðprestar, kom Guðs orð yfir Johannem son Zacharie í eyðimörku. [ Og hann kom um allt byggðarlag Jórdanar og prédikaði iðrunarskírn til syndanna fyrirgefningar so sem skrifað er í málabók Esaie spámanns, sem segir: [ „Ein hrópandi rödd er í eyðimörku: Reiði þér til götu Drottins og gjörið hans stigu rétta. Hver dalur mun fyllast og öll fjöll og hálsar munu lægjast og það bogið er mun réttast og hvað óslétt er mun snúast í slétta vegu. Og allt hold mun sjá Guðs hjálpráð.“

En hann sagði til fólksins þess er útgekk að skírast af honum: „Þér nöðrukyn, hver kenndi yður að flýja undan ókominni reiði? Fyrir því gjörið maklega ávöxtu iðranar og takið eigi að segja með sjálfum yður: [ Vær höfum Abraham fyrir föður. Því að eg segi yður að máttugur er Guð upp að reisa Abraham sonu af steinum þessum. Því öxin er nú sett að rót trésins. [ Hvert það tré sem eigi færir góðan ávöxt mun afhöggvast og í eld kastast.“

Og fólkið spurði hann að og sagði: [ „Hvað skulu vær þá gjöra?“ En hann svaraði og sagði til þeirra: „Sá yðar sem hefur tvo kyrtla hann gefi þeim er öngvan hefur og sá er vistir hefur gjöri hann slíkt hið sama.“

Tollheimtumenn komu og til hans að láta sig skíra og sögðu til hans: [ „Meistari, hvað skulu vær gjöra?“ En hann sagði til þeirra: „Krefjið eigi meira en til er skipað.“

Þá spurðu hann stríðsmenn að og sögðu: [ „Hvað skulu vær gjöra?“ Hann sagði til þeirra: „Kúgið öngvan né gjörið órétt og látið yður nægja yðart kaupgjald.“

En þá fólkið grunaði og er þeir hugleiddu allir í sínum hjörtum ef verða mætti það að Jóhannes væri Kristur svaraði Jóhannes og sagði til allra: [ „Eg skíri yður í vatni en sá er mér styrkri sem eftir mig mun koma, hvers eg em ei verðugur upp að leysa þvengi hans skóklæða. Hann mun skíra yður í helgum anda og eldi. Hvers vindskufla að er í hans hendi. Og hann mun hreinsa sinn láfa og samansafna hveitinu í kornhlöðu sína en agnirnar brenna í eldi óslökkvanlegum.“ Og margt annað meira áminnti hann og boðaði fólkinu.

En er Heródes fjórðungshöfðingi straffaðist af honum fyrir Herodiadem bróðurkonu sína og fyrir allt annað illt er Heródes gjörði þá jók hann ofan á þetta allt og lukti Johannem í myrkvastofu. [

En það skeði þá eð allt fólk lét skíra sig og þá er Jesús var skírður og baðst fyrir að himininn opnaðist og heilagur andi sté ofan í líkamlegri mynd yfir hann sem dúfa. Og rödd kom af himni sem sagði: „Þú ert sonur minn elskulegur, í þér þóknast mér.“

Og Jesús hóf upp að vera nær þrjátígi ára [ og var haldinn son Jósefs, [ sá er var sonur Elie,

sá eð var sonur Matat,

sá eð var sonur Leví,

sá eð var sonur Melkí

sá eð var sonur Janna,

sá eð var sonur Jósefs,

sá eð var sonur Matatías,

sá eð var sonur Amos,

sá eð var sonur Nahúm,

sá eð var sonur Eslí,

sá eð var sonur Nange,

sá eð var sonur Mahat,

sá eð var sonur Matatías,

sá eð var sonur Semei

sá eð var sonur Jósef,

sá eð var sonur Júda,

sá eð var sonur Johanna,

sá eð var sonur Resia,

sá eð var sonur Sóróbabel,

sá eð var sonur Salatíel,

sá eð var sonur Nerí,

sá eð var sonur Melkí,

sá eð var sonur Addí,

sá eð var sonur Kósam,

sá eð var sonur Elmadam,

sá eð var sonur Her,

sá eð var sonur Jesó,

sá eð var sonur Elíeser,

sá eð var sonur Jórem,

sá eð var sonur Matta,

sá eð var sonur Leví,

sá eð var sonur Símeon,

sá eð var sonur Júda,

sá eð var sonur Jósefs,

sá eð var sonur Jónam,

sá eð var sonur Eljakím,

sá eð var sonur Melea,

sá eð var sonur Menam,

sá eð var sonur Matatan,

sá eð var sonur Natan,

sá eð var sonur Davíð,

sá eð var sonur Jesse,

sá eð var sonur Óbeð,

sá eð var sonur Bóos,

sá eð var sonur Salmon,

sá eð var sonur Nahasson,

sá eð var sonur Amínadab,

sá eð var sonur Aram,

sá eð var sonur Aram,

sá eð var sonur Esrom,

sá eð var sonur Esrom,

sá eð var sonur Phares,

sá eð var sonur Júda,

sá eð var sonur Jakobs,

sá eð var sonur Ísaaks,

sá eð var sonur Abrahams,

sá eð var sonur Tara,

sá eð var sonur Nahor,

sá eð var sonur Sarúk,

sá eð var sonur Ragahú,

sá eð var sonur Phaleg,

sá eð var sonur Eber,

sá eð var sonur Sala,

sá eð var sonur Kainan,

sá eð var sonur Arpaksad,

sá eð var sonur Sem,

sá eð var sonur Noe,

sá eð var sonur Lamek,

sá eð var sonur Matúsala,

sá eð var sonur Enok,

sá eð var sonur Jared,

sá eð var sonur Malaleel,

sá eð var sonur Kainan,

sá eð var sonur Enos,

sá eð var sonur Set,

sá eð var sonur Adams,

sá var Guðs.