Sem að Rakel sá að hún átti ekki börn við Jakob þá öfundaði hún sína systur og sagði til Jakobs: „Gef þú mér börn ella mun eg deyja.“ Um þetta varð Jakob mjög reiður við Rakel og sagði: „Er eg þá Guð? Sá að ekki vill gefa þér ávöxt þíns kviðar?“ Þá sagði hún: „Sjá, þar er mín ambátt Bíla, leggstu með henni so hún megi fæða á mitt skaut svo eg megi verða uppbyggð af henni.“ Og hún gaf honum sína ambátt Bíla til kvinnu. [

Og Jakob lagðist með henni og hún varð ólétt og fæddi Jakob einn son. Þá sagði Rakel: „Drottinn hefur dæmt mína sök og heyrt mína raust og gefið mér einn son“ og því kallaði hún hann Dan. [ Í annað sinn varð Bíla Rakels ambátt ólétt og fæddi Jakob annan son. Þá sagði Rakel: „Guð hefur nú skipt um með mér og minni systur að eg geng nú yfir hana.“ Og kallaði hún hann Neftalim. [

Sem Lea sá nú að hún lét af að eiga börn þá tók hún sína ambátt Silpa og gaf hana Jakob til eiginkvinnu. So fæddi Silpa Lea ambátt Jakob einn son. Þá sagði Lea: „Tilreið þig“ og kallaði hann Gað. [ Og enn fæddi Silpa ambátt Lea Jakobi einn annan son. Þá sagði Lea: „Sæl em eg, því [ dæturnar skulu prísa mig sæla vera.“ Og hún kallaði hann Asser. [

Og Rúben gekk út þangað sem menn voru að yrkja hveiti og hann fann dúdaím á akrinum. [ Það bar hann heim til sinnar móður Lea. Þá sagði Rakel til Lea: „Gef mér nokkuð af dúdaím þíns sonar.“ Hún svaraði: „Það er þér ekki nóg að þú hefur tekið minn mann frá mér og nú viltu taka míns sonar dúdaím?“ Rakel svaraði: „Nú vel, láttu hann sofa hjá þér í nótt fyrir dúdaím þíns sonar.“

Og sem Jakob kom heim að kveldi af akri þá gekk Lea út í mót honum og sagði: „Þú skalt sofa hjá mér í nótt því að eg hefi keypt þig fyrir míns sonar dúdaím.“ Og svo svaf hann hjá henni þá nótt og Guð bænheyrði Leam. Og hún varð þunguð og fæddi Jakob þann fimmta son og sagði: „Guð hefur launað mér fyrir það að eg gaf mína ambátt mínum manni.“ Og þann kallaði hún Ísaskar. [ Og Lea varð enn þunguð og fæddi Jakob þann sjötta son og sagði: „Guð hefur vel forséð mig og nú skal minn mann búa við mig því eg hefi fætt honum sex sonu.“ Og hún nefndi hann Sebúlon. [ Eftir þetta átti hún eina dóttur, hana nefndi hún Dína. Drottinn minntist þá á Rakel og bænheyrði hana og gjörði hana ávaxtarsama og hún varð þunguð og fæddi einn son og sagði: „Guð hefur burt tekið mitt brigsli.“ Og hún nefndi hann Jósef og sagði: „Drottinn gefi mér nú einn annan son til þessa.“ [

Og sem Rakel hafði nú fætt Jósef þá sagði Jakob til Laban: „Lát mig nú fara til míns heimkynnis og í mitt land og gef mér mínar kvinnur og börn fyrir hver eg hefi þjónað þér, að eg megi nú ferðast. Því þú veist hvernin eg hefi þjónað þér.“ Þá svaraði Laban honum: „Lát mig finna náð fyrir þínum augum. Af reynslu hef eg numið að Drottinn hefur blessað mig fyrir þínar sakir. En þú set sjálfur uppá hvert verkkaup að eg skuli gefa þér.“

Jakob svaraði honum: „Þú veist hversu eg hefi þjónað þér og hversu mikil hefur orðið eign þín í mínum höndum. Þú áttir lítið fé áður eg kom hingað en nú er það margfaldlega útbreitt. Og Drottinn hefur blessað þig fyrir mínar fætur. Og nú, nær skal eg hafa forsjá fyrir mínu húsi?“ Hann svaraði: „Hvert kaup skal eg gefa þér?“ Jakob mælti: „Þú skalt ekki gefa mér neitt. En ef þú vilt gjöra það sem eg segi þér þá vil eg enn framvegis fæða og geyma hjörð þína.“

Eg vil í dag ganga í gegnum alla þína hjörð og í sundur skilja allt [ flekkótt og mislitt fé frá einlitu og alla svarta sauði á meðal lambanna og þær flekkóttu og mislitu geitur. Hvað þá þar eftir verður flekkótt og mislitt, það skal vera mitt verkkaup. So skal mín réttvísi vitni bera mér í dag eða á morgun þegar þar kemur að eg skal taka mitt verkkaup af þér, so að hvað sem ekki er flekkótt eða mislitt eða ekki verður svart á meðal fjárins og geitanna, þá skal það vera stuldur hjá mér.“

Þá sagði Laban: „Sjá, það skal so vera sem þú hefur sagt.“ Og þann sama dag skildi hann frá alla flekkótta og mislita hrúta og alla flekkótta og mislita geitsauði, þar sem nokkurs staðar fannst hvítur flekkur uppá og allt það sem var svart á meðal lambanna. Þetta afhenti hann sínum sonum í hendur. Og hann lét þriggja daga leið vera í millum sín og Jakobs. So geymdi Jakob Labans hjörð, það sem afgangs var.

En Jakob tók sér vöndu af grænu popeltré og platanusviði og so harslviði og skóf af þeim börkinn í sumum stöðum og gjörði þá flekkótta og lagði so vendina sem hann hafði skafið í vatsþróarnar fyrir hjörðina þar sem hún skyldi drekka af og að hún skyldi fá lamba í því bili nær hún kæmi að drekka. Og það skeði að ærnar horfðu á flekkótta vöndu þá þær fengu lambanna og fæddu flekkótt, dílótt og mislitt fé. Og fráskildi Jakob lömbin og skikkaði þá fráskildu hjörð til þeirrar flekkóttu og svörtu í Labans hjörð og gjörði sér sjálfum eina sérdeilis hjörð og lét hana ekki koma saman við Labans hjörð. En þá sá rétti tíminn kom að ærnar skyldu fá lambanna þá lagði hann stafina í rennurnar fyrir augu þeirra so að þær skyldu fá lamba í því bili er þær horfðu á vönduna. En þær sem ofsíð fengu lambanna þá lagði hann ekki vönduna fyrir þær. So varð Labans það sem síðborið var en Jakobs það sem snemmborið var. Og af þessu varð hann mjög stórauðigur so að hann hafði fjölda sauða, ambáttir og þræla, úlfalda og asna.