So fór Abram af Egyptalandi með sinni kvinnu og öllu sínu föruneyti í suðurátt og Lot var með honum. [ Og Abram var stórauðigur að kvikfé, so og líka af silfri og gulli. Og hann fór aftur sama veg frá suðri að Betel, til þess staðar sem hans tjaldbúð var fyrr, í millum Betel og Aí, í þeim sama stað sem hann hafði áður gjört altarið og prédikað um nafn Drottins.

En Lot sem fór með Abram hafði bæði naut og sauði og so tjaldbúðir. [ Og landið var þröngt fyrir þá báða að búa saman, því þeir höfðu fjölda kvikfjár, so þeir máttu ekki vera í sambýli. Þar fyrir varð ósamþykki á millum fjárhirðara Abrams og í millum fjárhirðara Lots. Í þann tíma bjuggu Kananei og so Ferisei í því landi. [

Þá mælti Abram við Lot: „Kæri, látum ekki vera nokkra þrætu millum þín og mín, og ekki heldur í millum minna og þinna fjárhirðara, því við erum bræður. Stendur ekki allt landið opið fyrir þér? Þar fyrir skil þig við mig. Viljir þú víkja til vinstri handar þá skal eg fara til hægri, eða viljir þú fara til hægri handar þá skal eg víkja til vinstri.“ Þá upphóf Lot sín augu og leit landsálfu alla hjá Jórdan. [ Því áður en Drottinn umturnaði Sódóma og Gómorra þá vökvaðist hún gjörvöll allt að Sóar líka sem paradís Drottins, líka sem Egyptaland.

So kjöri Lot sér allt það hérað sem lá hjá Jórdan og fór so burt úr austri. So skildust þessir bræður að hvor frá öðrum. Og Abram bjó í Kanaanlandi en Lot í stöðum þess sama héraðs við Jórdan og setti sinn bústað í Sódóma. En menn í Sódóma voru illir og syndguðust mjög í móti Drottni. [

Og sem Lot var nú skilinn við Abram þá mælti Drottinn við Abram: „Upplyftu þínum augum og lít þú frá þessum stað sem þú býr til norðurs, suðurs, austurs og vesturs. [ Því að allt það land sem þú sér vil eg gefa þér og þínu sæði ævinlega. [ Og eg vil margfalda þitt sáð sem duft á jörðu. Getur nokkur talið duft jarðarinnar, sá skal telja þitt sáð. Þar fyrir tak þig upp og far í gegnum landið, bæði á lengd þess og breidd, því eg vil gefa þér það.“ So tók Abram sína tjaldbúð upp, kom og bjó í [ dalnum Mamre, hver eð liggur í Hebron, og byggði Drottni þar eitt altari.