Prophetinn Sacharias

I.

Á öðru ári Daríus kóngs og áttunda mánaði skeði orð Drottins til Sachariam sonar Barakía, sonar Íddó, þess propheta, og sagði: [ Drottinn var reiður á yðar forfeður.

Og segðu til þeirra: So segir Drottinn Sebaót: Snúið yður til mín, segir Drottinn Sebaót, so vil eg snúa mér til yðar, segir Drottinn Sebaót. Verið ei sem yðar forfeður hverjum þeir fyrru prophetar prédikuðu og sögðu: So segir Drottinn Sebaót: Snúist þér frá yðrum vondum vegum og frá yðrum vondum gjörningum. En þeir hlýddu ei og sinntu ekki um mig, segir Drottinn. Hvar eru nú yðar feður og spámenn? Lifa þeir enn nú? Er það ekki svo að mín orð og minn réttur sem eg bauð fyrir mína þénara prophetana, hefur það ekki komið yfir yðar forfeður? So að þeir hefðu mátt vernda sér og sagt: „Líka so sem Drottinn Sebaót hafði í sinni að gjöra oss so sem vér gengum og gjörðum, líka so hefur hann og gjört oss.“

Á þeim fjórða og tuttugasta degi í þeim ellefta mánaði, sem er sebatmánuður, á því öðru kóngs Darii ári, skeði orð Drottins til Sachariam Barachiesonar, Íddósonar, prophetans, og sagði: [ Eg sá um nóttina og sjá þú, einn maður sat upp á einum rauðum hesti og hann var undir einu mirrutré á nokkru engi og á baki honum voru rauðir, brúnir og hvítir hestar. Og eg sagði: „Minn herra, hverjir eru þessir?“ Og engillinn sá sem talaði við mig sagði til mín: „Eg vil vísa þér hverjir þessir eru.“ Og sá maðurinn sem var undir mirrutrénu á enginu svaraði og sagði: „Þessir eru þeir sem Drottinn hefur útsent að reisa í gegnum landið.“ En þeir svöruðu englinum Drottins sem stóð undir mirrutrénu og sögðu: „Vér höfum reist í gegnum landið og sjá þú, að öll löndin eru kyrr.“

Þá svaraði engill Drottins og sagði: „Drottinn Sebaót, hversu lengi viltu ekki miskunna þig yfir Jerúsalem og yfir borgirnar Júda hverjum þú hefur verið reiður í þessi sjötígi ár?“ Og Drottinn svaraði englinum sem talaði við mig vinsamlegum orðum og huggunarsömum orðum. Og engillinn sá sem talaði við mig sagði til mín: „Prédika þú og segðu: So segir Drottinn Sebaót: Eg hefi mjög vandlætt yfir Jerúsalem og Síon en eg er mjög reiður yfir þá dramblátu heiðingja því eg var lítt reiður en þeir hjálpuðu til að fordjarfa.

Þar fyrir segir Drottinn so: Eg vil snúa mér aftur til Jerúsalem með miskunnsemd og mitt hús skal uppbyggjast þar inni, segir Drottinn Sebaót. Þar til skal og sá mæliþráður útgreiðast í Jerúsalem. Og prédika enn framar og seg þú: So segir Drottinn Sebaót: Það skal ganga mínum stöðum vel aftur og Drottinn skal hugga Síon aftur og útvelja Jerúsalem að nýju.“

Og eg upplyfta mínum augum og sá og sjá þú, þar voru fjögur horn. Og eg sagða til engilsins sem talaði við mig: „Hverjir eru þessir?“ Hann sagði til mín: „Það eru þau horn sem sundur tvístrað hafa Júda, Ísrael og Jerúsalem.“ Og Drottinn vísaði mér fjóra smiði. Þá sagða eg: „Hvað vilja þessir gjöra?“ Hann sagði: „Þeir eru komnir til að afbrjóta þau horn sem að sundurdreifðu Júda so enginn kunni að upplyfta sínu höfði, so að þeir í burt steyti heiðingjanna horn hverjir upplyftu sínu horni yfir Júdaland til að sundurdreifa því.“