VII.

Þá vil eg lækna Ísrael, þá kemur [ fyrst fram Efraím synd og so illska Samarie, hversu þær hafa framið afguðadýrkanir. Því að þó þeir hafi plágast með stuldi sín á milli og hið ytra með ránum samt þá sinna þeir því þó eigi að eg gaumgefi allra þeirra vonsku. En eg sé vel þeirra athæfi hvert þeir alls staðar hafa.

Þeir gleðja kónginn með sinni [ illsku og höfðingjana með sínum lygum. Og þeir allir eru sem einn bakstursofn sem bakarinn heitan gjörir þá hann hefur úthnoðað og lætur deigið sýrast og bólna.

„Í dag er vors kóngs hátíð“ segja þeir. Þá taka höfðingjarnir til að gjöra sig galna af víni, þá dregur hann spottarann til sín. Því þeirra hjarta er í glóanda þanka sem einn baksturofn þá þeir offra og fólkið svíkja. En þeirra bakri sefur alla nátt en að morni brennur hann sem klár logi. Þó eru þeir so glóandi í sínum þanka sem einn brennandi baksturofn líka vel þó að þeirra dómarar uppetist og allir þeirra kóngar falli, þó er enginn á meðal þeirra sem kallar á mig.

Efraím samblandar sér á meðal heiðingja, Efraím er sem ein brennd kaka þeirri eð enginn snýr heldur eta annarlegir hennar kraft. Þó vill hún ekki þar að gæta. Hún hefur fengið grá hár, líka vel vill hún það ekki akta. Og Ísraels drambsemi skal niðurþrykkjast fyrir þeirra augum og þó vilja þeir ekki snúa sér til Drottins þeirra Guðs og í öllum þessum hlutum hirða þeir ekki par um Guð. Því Efraím er líka sem ein villt dúfa sem ekki neitt kann merkja, stundum kalla þeir á Egyptaland, stundum hlaupa þeir til Assúr. En fyrst þeir hlaupa nú hingað og þangað þá vil eg mínu neti varpa yfir þá og slá þeim hér niður líka sem fuglum loftsins. Eg vil straffa þá líka sem prédikari í þeirra samkundum.

Vei þeim að þeir snúa frá mér! Þeir skulu að öngu verða því þeir eru fallnir frá mér. Eg vilda þeim vel hjálpað hafa hefðu þeir ekki kennt lygar í móti mér. Þeir kölluðu eigi heldur á mig af hjarta heldur ýla þeir í sínum [ legukofum, þeir safnast saman sökum víns og korns en eru mér óhlýðugir. Eg kenni þeim og styrki þeirra armleggi en þeir hugsa vont um mig. Þeir umvenda sér en ekki réttilega heldur eru þeir sem falskur bogi. [ Því skulu þeirra höfðingjar falla fyrir sverði og þeirra hótanir skulu verða til spotts í Egyptalandi.