III.

Og Salómon kóngur mægðist við faraó kóng í Egyptalandi svo að hann fékk dóttir pharaonis og flutti hana í Davíðsborg þar til hann hafði fullkomnað að byggja sitt hús og Drottins hús og svo múrveggina allt um kring í Jerúsalem. [ En fólkið offraði enn þá á hæðunum því þá var enn ekki byggt neitt hús nafni Drottins allt þangað til. En Salómon elskaði Drottin og gekk eftir siðum síns föðurs Davíð. Fyrir utan það hann færði fórnir og reykelsi á hæðönum.

Og kóngurinn fór til Gíbeon að fórnfæra þar því að þar voru þær inu veglegustu hæðir og Salómon offraði þúsund brennifórnum yfir það altari. [ Og Drottinn birtist Salómoni í Gíbeon um nátt í svefni og Guð sagði: „Bið þú þess sem þú vilt að eg skuli gefa þér.“

Salómon sagði: [ „Þú veittir mínum föður, þínum þénara Davíð, mikla miskunn og líka sem hann gekk fyrir þér í sannleika og réttlæti með einu réttu hjarta. Og þú hefur varðveitt honum þá miklu miskunn og gefið honum einn son sem situr á hans veldisstóli svo sem nú gefur raun vitni. Nú Drottinn, minn Guð, þú hefur sett þinn þénara til kóngs í míns föðurs Davíðs stað. So er eg nú ynglingur og veit hverki að ganga út né inn. En þinn þénari er á meðal þessa fólks sem þú hefur útvalið hvert að so margt er að enginn kann að telja eður reikna það fyrir fjölda sakir. Því gef þínum þénara eitt [ hlýðugt hjarta so að hann megi dæma þitt fólk og grein að gjöra á milli góðs og ills. Því hver kann að dæma þennan mikla fólksfjölda?“

Þetta þóknaðist Drottni vel að Salómon bað um slíkt. [ Og Guð sagði til hans: „Sökum þess að þú baðst um þvílíkt en beiddir ekki um langa lífdaga eða um ríkidæmi eða um líf þinna óvina heldur um speki til að heyra dóma, sjá, eg hefi gjört eftir þínum orðum. Sjá, eg hefi gefið speki og skilning í þitt hjarta so að þinn líki hefur ekki verið fyrir þig og eigi heldur skal koma eftir þig. Hér um fram hefi eg og gefið þér það sem þú baðst ekki um, sem er auðæfi og dýrð, so að enginn kóngur skal vera slíkur í þinni ríð so lengi sem þú lifir. [ Og ef þú gengur á mínum vegum og heldur mína setninga og boðorð svo sem þinn faðir Davíð gekk fyrir mínu augliti þá vil eg og gefa þér langa lífdaga.“

En sem Salómon vaknaði, sjá, þá formerkti hann að það var einn draumur. Og hann kom til Jerúsalem og gekk fyrir sáttmálsörk Drottins og offraði brennifórnum og þakklætisfórnum og gjörði öllum sínum þénurum eina mikla veislu.

Á þeim tíma komu tvær lausakonur fyrir kónginn og stóðu frammi fyrir honum. Og önnur þeirra tók til máls og sagði: „Aufi, minn herra, eg og þessi kvinna bjuggum báðar saman í einu húsi og eg varð léttari þar í húsinu hjá henni. En þrimur dögum þar eftir þá eg hafða fætt mitt barn varð hún og svo léttari. Og við vorum báðar svo að þar var engin annar í húsinu hjá okkur, utan við báðar. Og þessarar kvinnu son deyði á náttarþeli því hún hafði þrengt að honum í svefni. Og hún stóð upp um nóttina og tók minn son frá minni síðu þá þín þénustukvinna svaf og lagði mitt barn sér í fang en sinn hinn dauða son lagði hún mér á arm. En þá eg stóð upp um morguninn að gefa mínum syni að sjúga, sjá, þá var hann dauður. En sem eg hugða vandlegana að með björtu ljósi og sjá, þá var þetta ekki minn sonur sem eg hafða fætt.“

Hin önnur kvinnan svaraði: „Það er eigi so sem þú segir. Minn sonur lifir en þinn sonur er dauður.“ Hin sagði: „Það er ekki satt sem þú segir. Þinn sonur er dauður en minn sonur lifir.“ Með þessum hætti þrættu þær á fyrir kónginum. Og kóngurinn sagði: „Þessi segir: Minn son lifir en þinn sonur er dauður. Sú önnur segir: Ekki so, þinn sonur er dauður en minn sonur lifir.“ Þá sagði kóngurinn: „Færið mér eitt sverð.“ Og sem sverðið var komið fyrir kónginn þá sagði hann: „Skiptið því lifanda barni í tvennt og fáið sinn helmingi hverri þeirra.“

Þá sagði kvinnan til kóngsins sú sem barnið átti það sem lifanda var (því að hennar móðurlegt hjarta brann yfir hennar syni): „Aufi, minn herra! Gefðu henni barnið lifanda og drepið það ekki.“ En hin önnur sagði: „Njóti hvergi okkar þess, skiptið því í sundur.“ Þá svaraði kóngurinn og sagði: „Gefið þessari lifanda barnið og drepið það ekki því ða hún er móðir að því.“ Og allur Ísrael heyrði þennan dóm sem kóngurinn hafði dæmt. Og þeir óttuðust kónginn því að þeir sáu að Guðs speki var með honum til að dæma.