S. Páls pistill

Til Philippenses

I.

Páll og Timotheus, þjónustumenn Christi,

Öllum heilögum í Christo Jesú til Philippenses samt biskupum og þénurum:

Náð sé með yður og friður af Guði vorum föður og Drottni Jesú Christo.

Eg þakka Guði mínum so oft sem eg hugsa um yður (hvað eg gjöri alla tíma í mínum bænum fyrir öllum yður og þá bæn gjöri eg með fögnuði) yfir yðru samlagi í evangelio í frá hinum fyrsta degi allt til þessa. [ Og eg em þess hins sama í góðu trausti að sá sem í yður hefur uppbyrjað hið góða verkið hann mun það og einnin fullkomna allt á þann dag Jesú Christi so sem að mér er vel heyrilegt það eg haldi af yður öllum í þann máta. Því að eg hefi yður í mínu hjarta í þessum mínum fjötrum hvar inni eg forsvara og styrki þetta evangelium svo sem að þér eruð allir náðarinnar hluttakarar meður mér.

Því að Guð er minn vottur hversu það mig forlengir af hjartans grunni í Christo Jesú eftir yður öllum. Og þess sama bið eg það yðar kærleiki auðgist æ meir og meir í allri viðurkenning og allri reynslu so að þér megið reyna hvað best er, upp á það þér séuð skírir og óhindrunarlegir allt upp á þann dag Christi, uppfylltir ávexti réttlætisins sem er fyrir Jesúm Christum í yður skeð til dýrðar og lofs Guði.

En það læt eg yður vita, kærir bræður, hvað mig er yfirkomið, að það er til meiri framgangs skeð evangelio so að mín fjötur í Christo eru opinskár vorðin í öllu dómhúsinu og hjá þeim öllum öðrum. [ Og margir bræður í Drottni fengu hugarstyrk af mínum fjötrum þess djarflegar orðið að tala utan hræðslu. Sennilega sumir þá prédika Christum fyrir hatur og þrætu sakir en sumir út af góðri meining. Þeir hinir kunngjöra Christum af hatri og eigi hreinlega því að þeir meina það þeir vilji mínum fjötrum nokkra hörmung til leggja. En þessir út af kærleika það þeir vita það eg ligg hér til forsvars evangelii.

En hvað þá? Það Kristur verður með allsháttuðu móti kunngjörður, hvert það sker í réttan máta eða fyrir tilferlis sakir, þá gleð eg mig þó þar inni og vil mig einnin gleðja. Því að eg veit að það sama mun mér falla til hjálpræðis fyrir yðra bæn og fyrir tilstyrking Jesú Christi anda sem eg öldungis vænti og vona það eg verði í öngri grein skammaður heldur það Kristur með allri djörfung so sem allt hingað til líka og einnin nú miklaður verði á mínum líkama, sé það fyrir lífið eða fyrir dauðann. Því að Kristur er mitt líf og dauðinn er mín ávinning.

En með því það í holdinu að lifa þénar meir til ávöxt að sýna þá veit eg eigi hvort eg skal kjósa. Því að hvorttveggja sturlar mig harðlega. Eg hefi girnd á frá að skiljast og hjá Kristi að vera, hvað einnin miklu betra væri. En það er miklu nauðsynlegra í holdinu að blífa fyrir yðar sakir. Þess treystandi það eg mun blífa hjá yður og vera yður öllum til framkvæmdar og til trúarinnar gleði upp á það þér megið mjög hrósa yður í Christo Jesú á mér fyrir mína tilkomu aftur til yðar.

Gangið nú sem verðugt er evangelio Christi upp á það, hvert heldur eg kem að sjá yður eða em eg fjarlægur, að eg megi það af yður heyra að þér standið í einum anda og einni sálu og meður oss berjist fyrir trú evangelii. Og látið öngvanegin blygða yður af mótstöndurunum, hvert að þeim er eitt teikn fyrirdæmingarinnar en yður sáluhjálparinnar og það sama af Guði því að yður er fyrir Christi sakir eigi alleinasta það að gjöra að þér á hann trúið heldur einnin hans vegna líðið og hafið þá sömu baráttu sem þér hafið á mér séð og nú frá mér heyrið.