XIIII.

En þann sem breyskur er í trúnni þá annist og skelfið ekki samviskurnar. [ Annar trúir hann megi alls neyta en hinn sem breyskur er eti hann kálgresi. En hver eð etur hann forsmái ekki þann sem ekki etur. Og hann sem ekki etur dæmi eigi þann sem etur því Guð annaðist hann. Hver ert þú sem annarlegan þjón dæmir? Hann stendur eða fellur sínum lávarði. En hann fær hann vel viðrétt því að Guð er máttugur hann upp að rétta.

Annar heldur meir af öðrum degi en af öðrum, hinn annar heldur alla daga jafna. Hver einn láti sér sitt hugboð fullnægja. Hann sem af deginum heldur gjörir það Drottni og hinn sem þar heldur ekkert af hann gjörir það og Drottni. Og hver eð etur sá etur í Drottni því að hann gjörir Guði þakkir og hinn sem ekki etur hann etur eigi í Drottni og gjörir Guði þakkir. Því ef vér lifum þá lifum vér Drottni, deyjum vér þá deyjum vér Drottni. Þar fyrir hvort vér lifum eða deyjum þá erum vér Drottins. Því að þar fyrir hefur Kristur dáið, upp aftur risið og endurlifnað það hann sé Drottinn yfir lifendum og dauðum.

En þú, hvað dæmir þú þinn bróður? Eða þú hinn annar, hvar fyrir forsmár þú þinn bróðir? Því vér munum allir standa fyrir Guðs dómstóli eftir því sem skrifað er: „So sennilega sem eg lifi, segir Drottinn, mér skulu öll kné beygjast og allar tungur skulu Guð viðurkenna.“ Þá mun og hver sem einn fyrir sjálfan sig gjalda Guði reikningskap. Fyrir því látum oss nú eigi meir dæma hvor um annan héðan í frá heldur dæmið miklu framar um það að bróðurnum leggist eigi til nokkur hindran eður hrasanarefni.

Eg vei það og em þess fullviss í Drottni Jesú að þar er ekkert [ almennilegt í sjálfu sér nema þein sem það reiknar fyrir almennt, honum er það almennilegt. Nú ef bróðir þinn sturlast upp fyrir þinna fæðslu sakir þá gengur þú þegar eigi eftir kærleikanum. Minn kæri, fordjarfa eigi þann með þínum mat fyrir hvern Kristur er dáinn. Fyrir því kostið kapps um að [ yðvar auður verði eigi lastaður. Því að Guðs ríki er ekki matur og drykkur heldur réttlæti, friður og fögnuður í heilögum anda. Hver hann þjónar Kristi þar með sá er Guði þekkur og mönnum geðfelldur.

Fyrir því látum oss stunda eftir því sem til friðarins heyrir og varðveitum það sem til betrunar er vor á meðal. Minn kæri, fordjarfa þú eigi Guðs verk fyrir matarins sakir. Allir hlutir eru að sönnu hreinir en það er honum eigi gott sem það etur með nagan sinnar samvisku. Miklu betra er að þú etir ekki kjöt og drekkir ekkert vín eða það nokkuð sem þinn bróðir rekur sig á eða argast af eða veikist við. Hafir þú trúna þá haf hana hjá sjálfum þér fyrir Guði. Sæll er sá sem öngva samvisku gjörir sjálfum sér í því hann neytir. En hann sem efablandinn er og etur sem áður sá er fordæmdur því að það sker ekki af trú. En hvað ekki er út af trúnni það er synd.