XXX.

Vei þeim fráhverfum börnum, segir Drottinn, sem án mín taka sitt ráð og án míns anda hlífðar leita, til að auka einni syndinni yfir aðra, þeir sem ofanfara í Egyptaland og aðspyrja ekki minn munn so að þeir styrki sig með magt pharaonis og hlífi sér undir skugganum Egyptalands. [ Því að sá styrkleikur pharaonis skal yður til skammar snúast og sú hlífðin undir skugganum Egyptalands að smán verða. Þeirra höfðingjar hafa vel verið til Sóan og þeirra sendiboð hefir komið til Hanes. En þeir hljóta þó allir til skammar að verða yfir því fólkinu sem þeim kann engin hjálp að vera, eigi til styrks né gagns að koma heldur alleinasta til skammar og háðungar.

Þessi er sá þunginn yfir þeim dyrunum sem í móti suðrinu fara, hvar eð eru león og leónainnur, já nöðrur og glóandi flugdrekar, í landinu hörmungarinnar og harmkvælisins. Þeir flytja sitt góss á hryggjum folanna og sína fésjóðu upp á baki úlfaldanna til þess fólksins sem þeim kann ekki neitt gagn að vera. Því að Egyptaland er einskisvert og þeirra hjálp er forgefins. Þar fyrir prédika eg þá svo út af að Rahab skal sitja kyrr þar til. [

So far þú nú og strika það fyrir þeim á eitt spjald og teikna það í eina bók so að það sé og vari um aldur og að eilífu. Því að það er óhlýðið fólk og lygin börn, þau sem ekki vilja heyra lögmál Drottins heldur segja til sjáarans: „Þér skuluð ekki sjá“ og til tilsjónarmannanna: „Þér skuluð ekki skoða oss þann rétta lærdóm. En prédikið oss hvað þægilegt er, skoðið oss fláræði. Víkið af veginum, farið í burt af brautinni, látið þann Hinn heilaga í Ísrael uppheyra hjá oss.“

Þar fyrir segir sá Hinn heilagi í Ísrael so: Með því að þér forleggið þetta orðið og forlátið yður upp á yðart eigið sinni og ofstæki og stærið yður af því, þá skal yður soddan ódyggð vera líka sem ein sprunga út í háum múrvegg, nær eð hún tekur að vaxa þá mun hún mjög snarlega og óforvarandis inndetta og niðurhrynja, so sem þá einn leirpottur verður í sundurbrotinn so það hann í sundurmolaði hann og vægði honum ekki, so að út af hans brotum sýndist ekkert skurn þar eldsglóð mætti innibera frá eldstaðnum eður vatni með ausa úr einum brunni.

Því að so segir Drottinn Drottinn, sá Hinn heilagi í Ísrael: Ef að þér værið [ kyrrir þá yrði yður hjálpað. Því fyrir kyrrlætið og vonina munduð þér auflugir vera. En þér viljið ekki og segið: „Nei, heldur viljum vér á hestum undan flýja“ – þar fyrir munu þér og flóttamenn vera – „og á göngvörunum viljum vér ríða“ – þar fyrir þá munu yðrir ofsækjendur ofurfalla yður. Því að þúsund af yður mun flýja fyrir heitingarorðum eins þeirra, já fyrir fimm mönnum munu þér allir flýja þangað til að þér verðið eftir líka sem eitt masturtré upp á háum fjöllum og so sem ein merkisstöng upp á einu bergi.

Þar fyrir biðleikar Drottinn við að hann sé yður miskunnsamur og hefur sig því upp að hann sé yður líknsamur því að Drottinn er einn Guð dómsins. [ Sælir eru allir þeir sem hans bíða. Því að fólkið Síon mun til Jerúsalem byggja. Þú munt eigi gráta. Hann mun þér miskunnsamur vera nær eð þú kallar. Hann mun þér andsvar gefa jafnsnart það hann heyrir það. Og Drottinn mun yður í hörmunginni brauðið og í angistinni vatnið gefa því að hann mun þinn lærimeistara ekki meir í burt flýja láta heldur munu þín augu sjá þinn lærimeistara og þín eyru munu heyra það orðið á bak þér talað, segjandi: [ „Þetta er sá vegurinn, þann sama gangið og hneigið hverki til hægri né til vinstri handar.“

Og þér munuð saurga yðar silfraða afguði og þeim gylliniklæðum yðvara líkneskja munu þér í burt kasta líka sem óþekktarsaur og segja til þeirra: „Far í burt.“ Þá mun hann þínu sæði því eð þú hefur í akurinn sáð regnið gefa og brauðið af akursins innkomu og þess hins sama allsnægtir. Og þitt fé mun sér á þeim tíma fæðslu fá í einum víðlendum grashaga, þeir uxar og eykir sem akurlöndin yrkja munu sammengað korn éta, hvert að hreinsað er með vindskóflunni og kastrekunni og upp á háfjöllum og stórhæðum munu aðskiljanlegir vatslækir framfljóta á tímanum þess mikla manndrápsins nær eð turnarnir niður falla og ljósið tunglsins mun vera líka sem ljósið sólarinnar og sólarljósið mun sjöfalt stærra vera en nú er það, á þeim tíma nær eð Drottinn bindur um sárin síns fólks og græðir þeirra ákomur.

Sjá þú, nafnið Drottins kemur út af fjarlægð, hans reiði hún brennur og er mjög þung að bera, hans varir eru fullar með rimmd og hans tunga sem einn foreyðandi eldur og hans andarblástur líka sem einn dynjandi vatsstraumur hver eð tekur allt upp á miðjan háls, til að sundurdreifa heiðnum þjóðum þangað til að þær verða að öngu og dreifa fókinu hingað og þangað meður beisltaumum í þeirra kjafti. [ Þá munu þér syngja líka sem á einni stórhátíðsnótt og gleðja yður af hjarta líka so sem þá nær eð þér gangið með pípnahljóðum til fjallsins Drottins, til Hins öfluga Ísraels.

Og Drottinn mun heyra láta sína dýrðlega raust so að þeir sjái hans útréttan armlegg meður reiðuglegri ógn og með loga þess foreyðandi eldsins, með geislum, með stríðu regni og stóru hagli, það Assúr munskelfast fyrir raust Drottins hver hann slær með vendinum, það vöndurinn mun með öllu í gegnum ganga og beint áhæfa, nær eð Drottinn mun hann koma láta yfir hann, meður bumbum og hörpum og alls staðar í móti þeim að stríða. Því að gröfin er þegar í gærdag reiðubúin, já sú hin sama einnin kónginum fyrirbúin, djúp og nógu víð, so er og sú byggingin þar inni eldur og nóglegur brenniviður. Sá andarblásturinn Drottins mun upptendra það líka sem aðra brennisteins afrás.