LXVII.

Einn lofsöngssálmur fyrir að syngja upp á strengjaleik

Guð sé oss miskunnsamur og velsigni oss, hann láti sitt andlit [ lýsa yfir oss. Sela.

Svo að vér á jörðu meðkennum hans vegu, á meðal allra heiðinna þjóða hans hjálpræði.

Guð, þér þakkar fólkið, þér þakkar allt fólk.

Þjóðirnar gleðja sig og verða fegnar það þú dæmir fólkið réttvíslega og stjórnar lýðnum á jörðu. Sela.

Guð, þér þakkar fólkið, þér þakkar allt fólk.

Jörðin gefur sinn ávöxt, blessi oss Guð, vor Guð,

blessi oss Guð og öll takmörk jarðarinnar óttist hann.