XI.

Svo segi eg nú: Hvert hefur Guð þá sitt fólk frá sér rekið? [ Fjarri er því. Því að eg em og Ísraelsmaður út af Abrahams sæði, af kyni Benjamín. Guð hefur ekki sitt fólk frá sér rekið það hann hefur áður fyrirhugað. Eða viti þér eigi hvað Ritningin segir af Elía? [ Hvernin hann bað fyrir Guð í gegn Ísrael og sagði: „Drottinn, spámenn þína hafa þeir í hel slegið og þínum ölturum umvelt og eg em einn eftirblifinn og þeir umsitja um mitt líf.“ En hvað segir honum guðlegt andsvar? „Sjö þúsundir manna hef eg látið mér yfirblífa þeir sem eigi hafa beygt sín kné fyrir Baal.“ So gengur það og nú til á þessum tímum að nokkrir blífa enn eftir eftir útvalningu náðarinnar. En fyrst það er út af náðinni skeð so er verðuskuldanin engin, annars væri náðin engin náð. En er það út af verðskuldaninni þá er náðin ekkert, elligar væri verðskuldanin engin verðskuldan.

Hvað er nú þá? Það Ísrael eftirleitaði það hefur hann eigi auðlast en útvalningin auðlaðist það en þeir aðrir eru forblindaðir. Eftir því sem skrifað er: „Guð gaf þeim einn þverúðaranda og augu að þeir sjá eigi og eyru að þeir heyra eigi“ allt til þessa dags. [ Davíð segir og: [ „Þeirra borð lát þeim verða að snöru, til fjötrunar og hneyskla og þeim til endurgjalds. Forblinda og þeirra augu so þeir sjái eigi og beyg jafnan þeirra hrygg.“

So segi eg nú: Hafa þeir þar fyrir rekið sig á að þeir skyldu falla? Langt er frá því. Heldur er út af þeirra hrasan heiðingjum heilsugjöf orðin so að þeir hvöttu þá til vandlætingar. Því ef þeirra fall er heimsins auðlegð og þeirra minnkan heiðinna manna ríkdómur, hversu mikið meir væri það so ef þeirra full tala þar væri? Við yður heiðingja tala eg: Með því að eg em postuli heiðinna manna vil eg mitt embætti heiðra, ef eg gæta þá einhvernegin hvatt þá sem mitt hold eru til vandlætingar og nokkra af þeim hjálplega gjört. Því ef þeirra glatan er heimsins forlíkun hvað væri það annað en vér öðluðunst lífið af dauðanum? Því ef sneiðirnar eru heilagar þá er og deigið heilagt og ef rótin er heilög þá eru og kvistirnir heilagir.

En þó nokkrir af kvistunum sé afbrotnir en þú sem vart villur viðsmjörsviður ert á millum þeirra innplantaður og vorðinn hluttakari þeirrar rótar og feitleika þess viðsmjörsviðar, fyrir því skaltu eigi meta þig í gegn kvistunum. Ef ef þú metur þig í gegn þeim þá mátt þú vita að þú ber eigi rótina heldur ber rótin þig. Þú segir so: Kvistirnir eru því afbrotnir að eg yrði innplantaður. Það er og sanntalað. Fyrir vantrúar sakir eru þeir afbrotnir en þú stendur fyrir trúna. Vert því eigi metnugur heldur óttasleginn. Því ef Guð hefur ekki þyrmt náttúrlegum kvistum, verða má að hann þyrmi þér eigi heldur.

Þar fyri sjá þú góðgirni Guðs og harðúð, harðúðina á þeim sem fallnir eru en góðgirnina á þér, ef þú stöðugur blífur í góðgirninni, elligar verður þú og einnin afhöggvinn. Og hinir aðrir ef þeir blífa eigi í vantrúnni þá verða þeir innplantaðir því að Guð er máttugur til að rótfesta þá inn aftur. Því ef þú sem af náttúru ert villtur viðsmjörsviður ert afsniðinn og í mót náttúrunni ert innplantaður á hið góða viðsmjörstréð, miklu framar munu þeir þá sem eftir náttúrunni eru innplantast sínum viðsmjörsviði.

Eg vil eigi dylja fyrir yður, góðir bræður, þennan leyndan dóm svo að þér séuð eigi metnaðarfullir með sjálfum yður. Blindleiki er í sumum máta Ísrael yfirfallinn þangað til að fylling heiðinnar þjóðar er inn komin og öll Ísrael verði svo hólpin, eftir því sem skrifað er: [ „Út af Síon mun koma sá sem frelsar og umsnýr óguðlegu athæfi af Jakob. Og þessi er minn sáttmáli við þá nær eg burttek þeirra syndir.“ En eftir útvalningunni hefi eg þá kæra fyrir feðranna sakir.

Guðs gjafir og kallan eru óumskiptilegar. Því að líka so sem þér hafið eigi forðum trúað á Guð en nú hafi þér miskunn öðlast fyrir þeirra vantrúar skuld so hafa nú hinir og eigi viljað trúa á miskunn þá sem þér hafið hlotið so að þeir mættu og miskunnsemi öðlast. Því að Guð lukti alla undir vantrúnni upp á það að hann miskunnaði öllum.

Ó hvílík dýpt auðæfanna, bæði spekinnar og so Guðs viðurkenningar! Hversu óumræðanlegir eru hans dómar og ófinnanlegir hans vegir! „Því hver hefur þekkt herrans sinni eða hver hefur hans ráðgjafi verið? [ Eða hver hefur honum nokkurt fyrri gefið so að honum mætti það verða endurgoldið?“ Því að af honum og fyrir hann og í honum eru allir hlutir. Honum sé heiður og dýrð að eilífu. Amen.