IIII.

Synir Júda voru Peres, Hesrón, Karmí, Húr og Sóbal. [ En Rehaja son Sóbal gat Jahat. En Jahat gat Ahúmaí og Lahad. Þessi er Saregathiter ættkvísl. Og þetta er ætt Etam: Jesreel, Jesma, Jedbas og þeirra systir hét Haselelpóní, Pnúel faðir Gedór og Eser faðir Húsa. Það eru synir Húr, frumgetins sonar Efrata, föður Betlehem. En Ashúr, faðir Tekóa, hafði tvær kvinnur, Hellea og Naera. En Naera fæddi honum Ahúsam, Hefer, Temní og Ahastari. Þessir eru synir Naera. Og synir Hellea voru Seret, Jesóhar og Etnan. En Kós gat Anúb og Hasóbeba og Aharhel, Harúmsona ættkvísl.

Jaebes var veglegri en hans bræður og hans móðir kallaði hann Jaebes því hún sagði: [ „Með sorg hefi eg hann fæddan.“ Og Jaebes kallaði á Ísraels Guð og sagði: „Ef þú blessar mig og víkkar út mín landamerki og þín hönd verður með mér og lætur svo ske að það hið vonda sturlar mig ekki.“ Og Guð veitti honum hans bón. En Kalúb, bróðir Súha, gat Mehír, hann er faðir Estón. Og Estón gat Bet Rafa, Pasea og Tehinna sem var faðir Nahas staðar. Þetta eru þeir menn af Reka. En synir Kenas voru þeir Atníel og Seraja. En sonur Atníel hét Hatat.

En Meonotaí gat Ofra. Og Seraja gat Jóab sem var faðir þeirra trésmiða í þeim dal því að þeir voru trésmiðir. En synir Kaleb sonar Jefúnne voru Írú, Ela og Naam. [ Sonur Ela var Kenas. Og synir Jehaleel voru Síf, Sífa, Tirja og Asareel. En synir Esra voru Jeter, Mered, Efer og Jalon og Tahar, María, Samaí og Jesbak, faðir Estemóa. Og hans kvinna Judia fæddi Jered föður Gedor, og Heber föður Sóhó, Jekútíel föður Sanóa. Þessir voru synir Bitja, dóttir faraó, hverja Maret tók.

En synir þeirrar kvinnu Hódíja, systur Naan, föður Kegíla, voru Garmí og Estemóa af Maekat. Og synir Símon voru Ammon, Rinna og Ben Hanan, Tílon. En synir Jesei voru Sóhet og Ben Sóhet.

Og synir Sela sonar Júda var Er föður Leka og Laeda faðir Maresa og sú línvefjaraætt í húsi Asbea, þar til með Jókím og þeir menn af Kóseba, Jóas, Saraf, höfðingjar í Móab, og í Jasúbí Lahem, svo sem gamlar ræður hlýða. [ Þeir voru leirkerasmiðir og bjuggu á millum þeirra plantaranna í görðunum hjá kónginum sökum hans verka og komu og voru þar.