X.

Á því hundraðasta og sextugasta ári kom Alexander son Antiochi hins göfga og vann borgina Ptolemais og ríkti þar. [ En þá eð Demetrius merkti það safnaði hann miklum her saman og réðst í móti Alexandro að reka hann úr ríkinu. Þá skrifaði Demetrius til Jónatas og lofaði honum að hann vildi halda frið við hann og að hann vildi gjöra honum allt gott. Því að hann hugsaði með sér: „Betra er að eg laði hann til mín áður hann gefur sig til Alexandro í móti mér af því að eg drap hans bróður og gjörði honum og hans fólki þar að auki margt illt.“

Og Demetrius sendi skrif til Jónatas og leyfði honum til sín að taka og halda stríðsfólk og að smíða stríðsviðbúnað og að hann skyldi vera í hans sáttmála og bauð að menn skyldu gefa honum lausa þá sem í gísling voru í kastalanum. [

Þar fyrir kom Jónatas til Jerúsalem og lét lesa þessi bréf fyrir öllu fólki og fyrir þeim í kastalanum. Og er þeir heyrðu að kóngurinn leyfði honum að taka til sín stríðsfólk og að gjöra verjur til stríðs og að kóngurinn hafði gjört sáttmál við hann þá óttuðust þeir hann mjög og gáfu þá lausa sem í gísling voru. Og Jónatas gaf þá sínum foreldrum aftur.

So tók Jónatas að búa í Jerúsalem og að byggja og endurbæta borgina að nýju og hann lét uppreisa múrveggi að nýju og styrkva gjöra Síonsborg að nýju með góðum, sterkum steinveggjum af einum saman höggnum steinum. [ So var Jerúsalem að nýju sterklega uppbyggð. Og heiðingjarnir í þeim þorpum sem Bachides hafði látið sterklega byggja flýðu burt þaðan í þeirra lönd. En þeir héldu alleinasta Bet Súra og þangað flýðu níðingarnir því að þeir höfðu þar sitt athvarf.

Þá Alexander merkti nú að Demetrius leitaði vináttu til Jónatas og heyrði þá loflegu gjörninga sem Jónatas og hans bræður höfðu gjört þá sagði hann: „Þessa ærlega manns jafningi finnst ekki. Þar fyrir viljum vér skrifa honum til að hann sé vor vinur og félagi.“ Og hann skrifaði á þennan hátt:

„Alexander kóngur býður sínum bróður Jonathe kveðju. [ Vér heyrum að þú ert haldinn einn loflegur maður og þess maklegur að þú sért vor vin. Þar fyrir setjum vér þig til hæðsta kennimanns yfir þitt fólk og þú skalt heita kóngsins vinur og vér sendum þér hér með eitt purpuraklæði og eina gullkórónu að þú þar í staðinn haldir þig trúlega við oss og sért vor vinur.“

Þá skrýddist Jónatas þeim kennimannlega skrúða á því hundraðasta og sextugasta ári, á sjöunda mánuði, á tjaldbúðarhátíðinni. Og hann safnaði her saman og lét smíða vopn og verjur til bardaga. En þá Demetrius formerkti þetta varð hann hryggur við að Alexander sneri Gyðingunum frá honum og efldist að styrk þar með og hugsaði með sér að hann vildi og einnin skrifa þeim vinsamlega til og lofa þeim góssi og æru svo að þeir skyldu lofa honum að veita honum styrk. Og hann skrifaði þeim til á þennan hátt: [

„Demetrius kóngur býður) Gyðingum sína kveðju. [ Vér höfum gjarna heyrt og það er oss mikil gleði að þér eruð ekki fallnir frá oss til vorra óvina heldur að þér haldið trúskap við oss. Þar fyrir biðjum vér að þér og so framvegis haldið trú við mig og látið ekki snúa yður frá mér. Þessa yðar tryggð viljum vér aumbuna og létta af yður miklum þyngslum og gefa yður meiri fríheit og auðsýna yður náð. Og eg gef nú öllum Gyðingum upp skattinn, salttollinn, krúnuskattinn, þann þriðja kornmælir, þann helming ávaxatarins sem mér tilheyrir. Af þessum þyngslum skal nú héðan af landið Júda og þau þrjú héruð sem þar tilheyra, í Samaria, og Galilealandi, frí vera alla tíma. Og Jerúsalem skal vera heilög og frí fyrir öllum þyngslum, skattgjaldi og tíundum. Eg vil og gefa upp kastalann til Jerúsalem fyrir þeim hæðsta kennimanni að hann skal inntaka hann og setja þangað fólk þegar hann vill hann að varðveita. Og allir herteknir Gyðingar í mínu ríki skulu lausir látnir verða og vera frí og þeir og þeirra kvikfé skulu vera skattfrí.

Þeir skulu og hafa fríheit í öllu mínu ríki að halda þeirra þvottdaga, tunglkomuhelgar og aðrar tilsettar hátíðir. Og þeir skulu vera óhindraðir fyrir hverjum manni í þeirra Guðs þjónustu þrjá daga fyrir og eftir hátíðina.

Og þar skulu útveljast þrjátígir þúsund manna í Júda. Þeim vil eg gefa mála svo sem mínu stríðsfólki og þeir skulu skipast í kóngsins fastar borgir. Og út af þeim skulu nokkrir veljast hverja kóngurinn kunni að hafa til sinna stæðstu erinda, so sem trúfasta ráðgjafa. Gyðingar skulu og ekki hafa útlenska höfuðsmenn heldur þeirra sjálfs eigin sem eru útvaldir af þeim sjálfum so að þeir kunni að halda þeirra lögmál so sem í landi Júda. Og þau þrjú héröð í Samaria og Galilea sem heyra til Gyðingalandi, þau skulu öngvum undirgefin vera utan alleina þeim hæðsta kennimanni að menn viti það hann sé alleina herra þar yfir. Staðinn Ptolemais og þær landsálfur sem þar tilheyra gef eg musterinu til Jerúsalem til þess kostnaðar sem þarf til fórnfæringanna.

Eg vil og árlega skikka til musterisins fimm þúsund peninga silfurs af minni eigin rentu. [ Og hvað sem eg er skyldugur að fornu að gefa til musterisins af mínum forléningum það skal strax afgreiðast þeim. Og þeir fimm þúsund silfurpeningar sem mínir embættismenn hafa haft af musterisins rentu þeir skulu gefast aftur kennimönnunum árlega.

Musterið skal og hafa þetta privilegium að hver sem í öllu mínu ríki forskuldað hefur nokkuð straff og hann flýr í musterið, hann skal vera þar frí með lífi og með góssi.

Til musterisins byggingar og forbetrunar og til múranna og turnanna í Jerúsalem og annars staðar í landinu þá vill kóngurinn útleggja kostnað af sinni eigin rentu.“

Þá þetta bréf var lesið fyrir Jónatas og fólkinu þá vildu þeir ekki trúa honum og þeir meðtóku það ekki. Því að þeir vissu vel hvílíka ótrú og hræðilegan víkingskap hann hafði framið áður í móti Ísrael. Og þeir samtóku að hjálpa Alexandro sem fyrri leitaði vináttu til þeirra og hét þeim friði. Honum veittu þeir styrk so lengi sem hann lifði.

Þá Alexander og Demetrius réðust hver í móti öðrum og börðust þá flýði Demetrii her og Alexander sótti eftir honum og veitti honum eitt hræðilegt slag frá morni allt til kvelds og Demetrius féll á þeim sama degi. [

Því næst sendi Alexander menn til Ptolomeum kóngs í Egyptalandi með þessum erindum: „Með því að eg em kominn aftur í mitt ríki og sit í kónglegu hásæti og hefi ríkisstjórnina tekið til mín og hefi burt rekið Demetrium og unnið mitt arfland aftur þá girnist eg að binda vináttu við þig og biðja að þú giftir mér þína dóttur. Þá vil eg hegða mér við þig so sem einn dótturmágur og vera þakknæmur og skikka henni eitt konunglegt lífs uppheldi.“ Hér til andsvaraði Ptolomeus og óskaði Alexandro lukku að hann var aftur kominn í sitt föðurland og hafði unnið sitt ríki og hét að veita honum það hann girntist en bað að hann vildi koma til hans í Ptolemais borg, þar skyldu þeir sjálfir talast við og fullgjöra þar þeirra bónorðsmál.

Á því hundraðasta sextugasta og öðru ári reisti Ptolomeus með sína dóttur Cleopatra úr Egyptalandi og kom til Ptolemais. Þangað kom og Alexander kóngur. Og Cleopatra var gefin Alexandro og brúðkaupið var haldið með miklu kónglegu bramli. [

Og Alexander kóngur sendi skrif til Jónatas að hann kæmi til hans. Þá kom Jónatas með mikillri vegsemd til Ptolemais, til beggja kónganna, og skenkti þeim og þeirra vinum forkostulegar gáfur af gulli og silfri og fann náð hjá þeim.

Og nokkrir affallnir frá Ísrael komu þangað að klaga Jonatham en kóngurinn vildi ekki heyra þeim og hann bauð að Jonathas skyldi afleggja sín klæði og íklæðast purpura, hvað og skeði. Þá setti kóngurinn hann hið næsta sér og bauð sínum höfðingjum að þeir skyldu fara um kring með honum um staðinn og láta úthrópa að enginn skyldi hann áklaga eður í annan máta nokkuð vont honum gjöra. [ En er hans mótstöðumenn sáu að kóngurinn veitti honum svoddan virðing, að hann skipaði honum að íklæðast purpura og lét slíkt úthrópa um hann þá flýðu þeir allir í burt. Og kóngurinn veitti honum stóra æru og lét skrifa hann á meðal sinna yppurstu vina og gjörðu hann að höfuðsmanni og að sínu næsta ráði. Því næst reisti Jonathas heim aftur til Jerúsalem með gleði og góðum friði.

Á því hundraðasta sextugasta og fimmta ári kom Demetrius kóngur, sonur hins fyrra Demetrii, úr Creta í sitt erfðarríki. [ Þá skelfdist Demetrius kóngur mjög og settist í Antiochiam. En Demetrius laðaði til sín Apollonium höfuðsmann í Neðra-Sýrlandi. [ Þessi safnaði hans vegna stríðsfólki til samans og setti sínar herbúðir við Jamnia. Og hann sendi til Jonatham kennimannahöfðingja og lét segja honum: „Enginn veitir oss mótstöðu utan þú alleina og þú veldur því að eg er foraktaður. Þú treystir upp á þínar fjallbyggðir. En viljir þú gjöra manndómsverk þá far þú ofan hingað á sléttlendið og reynum með okkur. Viljir þú aðspyrja hvern liðsafla eg hafi og þeir sem með mér reisa til styrktar mér þá mun þér það sagt verða. Þér munuð ekki standast fyrir þessu fólki af hverjum yðar feður eru í tvær reisur slegnir í yðar eigin landi. En síður muntu staðið geta í móti so miklum fólksfjölda á þeim sléttu völlum þar engin fjöll eður klettar eru þar menn mega til flýja.“

Þá Jonathas heyrði svoddan raup þá gramdist honum og hann útvaldi tíu þúsund manna og fór frá Jerúsalem og hans bróðir Símon kom honum til hjálpar og þeir settu sínar herbúðir fyrir Joppe. [ En staðarmennirnir vildu ei uppláta borgina fyrir honum því að Apollonius hafði sent þangað fólk staðnum til varnar. Þar fyrir stormaði Jonathas upp á staðinn. [ Þá urðu borgarmennirnir skelfdir og létu upp portin. Og so vann Jonathas þann stað Joppe.

Þá Apollonius fornam það þá settist hann um Joppe með þrjú þúsund riddara og með miklum her fótgönguliðs og lét so sem að vildi hann reisa til Asdód so að hann fengi lokkað Jonatham út á sléttlendið það hann hafði fjölda riddaraliðs, þar upp á treysti hann. Jonathas skundaði eftir honum til Asdód og fór fram forsjálega með fylktu liði búinn til bardaga. Nú formerkti Jonathas að menn voru leynilega á bak til við hann. Þar fyrir þá þeir komu nú að hans her þá hélt Jonathas sinni fylkingu og riddararnir skutu allan dag frá morgni og allt til kvelds að fólkinu þar til að þeirra hestar urðu þreyttir.

Því nærst tók Símon sitt lið og féll yfir óvinina. [ Þá flýðu riddararnir því þeir voru mæddir og riðluðust hingað og þangað um völluna og flýðu til Asdód og skunduðu inn í musterið skúrgoðsins Dagón að bjarga þar sínu lífi. En Jonathas rænti staðinn Asdód og þorpin þar umhverfis og kveikti þar eld í. Hann brenndi og upp Dagons musteri ásamt með öllum þeim sem þangað höfðu flúið. Og talan þeirar sem í hel slegnir og brenndir urðu var nær átta þúsund manna. [ Því næst reisti Jonathas með sitt lið fyrir Askalon. Þá gengu borgarmennirnir staðarins honum í móti og gáfu sig upp og tóku við honum vegsamlega. So reisti Jonathas heim aftur til Jerúsalem með sínu liði og herfangi miklu.

En þá Alexander heyrði þetta þá heiðraði hann Jonatham enn meir og sendi honum einn gulllegan linda hvern plagsiður er að gefa alleina frændum kónganna. Þar til gaf hann honum Akaron með öllu því sem þar tilheyrir til eignar.