X.

Kærir bræður! Sennilega er það ósk míns hjarta og grátleg bæn til Guðs fyrir Ísrael að þeir hjálpuðust. Því eg ber þeim vitni að þeir vandlæta um Guð en eigi að skynsemd. Því að þeir þekkja ekki það réttlæti sem Guðs er og leita við upp að rétta sínar eiginlegar réttlætingar og eru so því réttlæti sem fyrir Guði dugir ekki undirgefnir. Því að endalok lögmálsins er Kristur, til réttlætis öllum þeim sem á hann trúa.

Moises skrifar um það réttlæti sem kemur út af lögmálinu: „Hver sá mann sem það gjörir hann lifir þar inni.“ [ En það réttlæti sem út af trúnni segir so: „Seg þú ekki í þínu hjarta: Hver vill uppstíga í himininn (það er eigi annað en Christum af hæðinni ofan aftur að toga eða hver vill stíga niður í undirdjúpið (Það er eigi annað en Christum af dauða upp aftur að teygja)?“ [ En hvað segir Ritningin? „Orðið er þér nær, einkum í þínum munni og í þínu hjarta.“

Þetta er trúarinnar orð hvert vér prédikum. Því ef þú viðurkennir Jesúm með þínum munni það hann sé Drottinn og trúir í þínu hjarta það Guð hafi hann uppvakið af dauða þá muntu hjálpast. Því að nær vér trúum af hjarta verðum vér réttlátir og þá vér viðurkennum með munninum verðum vér hjálplegir. Því hvað segir Ritningin? „Hver á hann trúir sá mun eigi að hneykslan verða.“ [

Því að enginn greinarmunur er á millum Gyðings og hins gírska af því að einn er Drottinn allra, ríkur út yfir öllum þeim hann ákalla. Því hver hann ákallar nafn Drottins sá mun hólpinn verða. En hvernin skulu þeir kalla á þann hvern þeir trúa eigi? Eða hvernin skulu þeir nú trúa á þann af hverjum þeir hafa eigi heyrt? En hvernin skulu þeir heyra án prédikaranna? Eða hvernin skulu þeir mega prédika nema þeir sé sendir? So sem skrifað er: „Hversu prýðilegir eru fætur þeirra sem friðinn boða og þeirra eð boða hið góða!“ [ En þeir eru þó ei allir guðsspjallinu hlýðugir. Því Esaias segir: „Drottinn, hver trúir vorri prédikan?“ [ Fyrir því kemur trúin út af prédikuninni en prédikunin fyrir Guðs orð. En eg segi: Hafa þeir eigi heyrt það? „Sennilega er þeirra hljómur um öll lönd útgenginn og þeirra orð í allar heimsins álfur.“ [

En eg segi: Hefur Ísrael eigi þekkt það? Í fyrstu segir Moyses: „Eg mun æsa yður upp til vandlætingar yfir þeim sem er mitt fólk og yfir skynlausri þjóð mun eg etja yður til reiði.“ [ En Esaias er djarfmáll og segir: [ „Eg em af þeim fundinn sem eigi hafa mín leitað og þeim auglýstur sem eigi hafa að mér spurt.“ En til Ísrael segir hann: [ „Allan dag hefi eg mínar hendur útbreitt til fólks þessa er eigi vill trúa heldur mér í móti mælandi.“