VI.

Hvað eigum vér hér til að segja? [ Skulu vér þá í syndinni blífa svo að náðin megi yfirgnæfa? Fjarri er því! Hvernin skyldum vér það vilja að lifa í syndinni eftir það vér erum henni frádeyddir? Viti þér eigi að allir vér sem skírðir erum í Jesú Christo það vér erum í hans dauða skírðir? Því erum vér og einnin með honum greftraðir fyrir skírnina í dauðann upp á það líka sem Kristur er uppvakinn af dauða fyri dýrð föðursins líka so skulu vér ganga í endurnýjungu lífdaganna. Því fyrst vér erum með honum plantaðir so sem hann í hans dauða so munum vér og honum líkir verða í upprisunni. Með því vér vitum það að vor gamli maður er með honum krossfestur so að afskæfist líkami syndarinnar að eftir það þjónuðum vér ekki syndinni. Því að hver sem deyddur er hann er réttlættur af syndinni.

En fyrst vér erum með Kristi deyddir þá trúum vér það vér munum og með honum lifa. En vér vitum það Kristur er uppvakinn af dauða og deyr eigi meir. Dauðinn mun og eigi framar meir drottna yfir honum. Því það hann dó það er hann eitt sinn syndinni dáinn en það hann lifir það lifir hann Guði. So og líka skulu þér halda yður sjálfa þar fyrir að þér séuð og deyddir frá syndinni en lifið Guði í Drottni vorum Jesú Christo.

Fyrir því látið nú syndina eigi [ drottna í yðrum dauðlega líkama svo að þér séuð henni hlýðugir í hennar girndum. Og ljáið eigi yðra limu syndinni til ranglætis herklæða heldur ljáið sjálfa yður Guði líka sem af dauða upplifnaða og yðra limu Guði til réttlætis herskrúða. Því að syndin fær eigi [ drottnað yfir yður af því að þér eruð eigi undir lögmálinu heldur undir náðinni.

Hvernin þá? Skulu vér því syndir drýgja það vér erum ei undir lögmálinu heldur undir náðinni? Fjarri sé það! Viti þér eigi að hverjum sem þér gefið yður til þjónustumanna undir hlýðni hans þjónar eru þér hverjum þér hlýðugir eruð, hvort það er syndinni til dauðans eður hlýðninni til réttlætis? En Guði sé þakkir það þér voruð syndarinnar þjónustumenn en nú hlýðugir vorðnir af hjarta þeirri lærdómsins ímynd sem þér eruð tilgefnir. Því fyrst þér urðuð frelsaðir af syndinni þá eru þér vorðnir réttlætisins þjónustumenn.

Eg hlýt líkamlega hér af að segja fyrir yðvars holds breyskleika sakir. Líka sem þér hafið yðra limu léð til að þjóna óhreinleikanum í frá öðru ranglæti í annað líka so skulu þér nú ljá yðra limu til að þjóna réttlætinu til helgunar. Því þá þér voruð þjónustumenn syndarinnar voru þér frí fyrir réttlætinu. Hvern ávöxt höfðu þér þann tíma? Þann þér skammist yðar nú af því að endalok þeirra hluta er dauðinn. En nú þér eruð frelsaðir af syndinni og vorðnir Guðs þjónustumenn hafi þér yðvarn ávöxt til helgunar en að endalokum eilíft líf. Því að verðlaunin syndarinnar er dauðinn en Guðs gjöf er eilíft líf í Drottni vorum Jesú Christo.