Júdítsbók

I.

Arpaksad kóngurinn af Meden hafði mörg lönd og lýði brotið undir sitt vald og hann byggði eina stóra og styrkva borg, hana kallaði hann Ekbatana. [ Hennar múrveggir voru af höggnum steinum, sjötígir álnir á hæð og þrjátígir álnir á þykkt. Hennar turna gjörði henn hundrað álnir á hæðina og tuttugu álna á þykktina, á hvern flöt, og portin staðarins gjörði hann jafnhá og turnana. Og hann metnaðist af sínu valdi og sínum stóra stríðsher.

En Nabogodonosor kóngur af Assyria ríkti í þeim stóra stað Níníve. [ Og á tólfta ári síns kóngsríkis barðist hann við Arpaksad. Og þær þjóðir sem bjuggu við vatnið Euphrates, Tígris og Hydaspes þær veittu honum lið og hann sló hann á því mikla sléttlendi sem kallast Ragaú hvert forðum var konungsins í Elassar.

Á efldist ríki Nabogodonosor kóngs og hans hjarta metnaðist. Og hann sendi boðskap til þeirra allra sem bjuggu í Cilicia, Damscus, upp á Líbanon, Karmel og í Kedar, líka einnin til þeirra í Galilea og á því stóra sléttlendi Esdrelom og til allra þeirra í Samaria og hinumegin Jórdanar, allt til Jerúsalem, so og í allt landið Gesem, allt að fjallbyggðum Blálands. Til allra þessara sendi Nabogodonosor kóngur af Assyria boð. En þeir forsmáðu það allir og létu sendimennina fara heim aftur með vanvirðu. Þá varð Nabogodonosor mjög reiður við öll þessi lönd og sór við sinn konunglega stól og ríki að hann skyldi hefna sín á öllum þessum löndum.