XVIII.

Á þriðja ári Hósea sonar Ela Ísraelskóngs tók Esekías son Akas kóngdóm yfir Júda. [ Og hann var fimm og tuttugu ára gamall þá hann varð kóngur í Júda og hann ríkti níu og tuttugu ár í Jerúsalem. Hans móðir hét Abí, dóttir Zacharie. Og hann gjörði hvað Drottni vel þóknaðist so sem hans faðir Davíð. Hann niðursló allar hæðir og sundurbraut þau skúrgoð og upphjó alla blótskóga og sundursló þann koparorm sem Móses hafði gjöra látið. Því að Ísraelssynir höfðu brennt fyrir honum reykelsi allt til þess dags. Og hann nefndi hann Nehústan. Hann setti sína trú til Drottins Ísraels Guðs svo að eftir hann var ekki hans líki á meðal allra kónga Júda og ekki heldur hafði verið fyrir hann. Hann hélt sér að Drottni og veik hvergi af hans vegum og hélt hans boðorð sem Drottinn hafði boðið Móse. [ Og Drottinn var með honum og allt hafði hann sig forsjállega í öllum sínum meðferðum. Svo og féll hann frá kónginum af Assyria og var honum ekki undirgefinn. Hann sló og Philisteos allt til Gasa og allar þeirra landálfur, virki þeirra og vígskerðar borgir.

Á því fjórða ári Ezechie Júdakóngs, það var á því sjöunda ári Hósea sonar Ela Ísraelskóngs, þá fór Salmanasar kóngur af Assyria upp í mót Samaria og settist um hana og vann hana að þrimur árum liðnum, á því sétta ári Ezechie, það er á því níunda ári Hosee Ísraelskóngs, þá varð Samaria unnin. [ Og Assyriakóngur flutti Ísrael burt með sér til Assyriam og setti þá í Hala og Habor hjá vatninu Gósan og í borgir þeirra Medorum fyrir því að þeir höfðu ekki hlýtt Drottins þeirra Guðs röddu og höfðu yfirtroðið hans sáttmála og allt það sem Móses Guðs þénari hafði boðið þeim, þar af höfðu þeir ekki par haldið né gjört. [

Á því fjórtánda ári Ezechie kóngs fór upp Sennakeríb kóngur af Assyria mót öllum sterkum borgum í Júda og vann þær. [ Þá sendi Esekías kóngur Júda til kóngsins af Assyria til Lakís og lét segja honum: „Eg hefi misgjört. Vík frá mér, eg vil bera hvað þú leggur upp á mig.“ Þá lagði kóngurinn af Assyria upp á Ezechiam Júdakóng (að gjalda) þrjú hundruð centener silfurs og þrjátígir centener gulls. Og Ezechias gaf allt það silfur sem fannst í húsi Drottins og það fé sem var í kóngsins féhirslum. Á sama tíma braut Ezechias hurðina á húsi Drottins og þær spengur sem hann hafði sjálfur látið smíða og gaf það Assyriakóngi.

En Assyriakóngur sendi Tartan og Rabsacen frá Lakís til kóng Ezechiam með miklum hersafla til Jerúsalem og þeir fóru upp þangað. En sem þeir komu tóku þeir sér stöðu hjá vatsgröfunum nær því efsta fiskadíki sem er á vegi þess litunarakurs og kölluðu á kónginn. Þá kom út til tals við þá Eljakím son Hilkía, hofmeistarinn, og Sebna skrifari og Jóa son Assaf, kanselerinn.

Þá sagði Rabsaces til þeirra: [ „Kæri, segið Ezechia kóngi: Svo segir sá mikli kóngur, kóngur af Assyria: Hvert er þitt hið mikla traust er þú treystir á? Meinar þú að þú hafir enn nokkra magt eða ráð hernað að halda? Upp á hvað treystir þú að þú ert fallinn frá mér? Sjá, setur þú þína von í brotnum reyrsprota Egyptalands hver eð þegar viknar ef nokkur styður sig við hann og flísast í hans hönd og stingur hana í gegnum? Eins er faraó Egyptakóngur öllum þeim sem honum treysta. En vilji þér og segja til mín: Vér höfum traust í Drottni vorum Guði, er hann þá ekki sá hvers hæðir og altari Ezechias hefur niðurbrotið og sagt til Júda og Jerúsalem: Fyrir þessu altari sem er í Jerúsalem skulu þér tilbiðja?

Lofa þú mínum herra kónginum af Assyria: Eg vil fá þér tvö þúsund hesta ef þú kannt til að fá svo marga riddara til að ríða þeim. Hvernin mátt þú þá standa móti einum minnsta höfðingja sem mínum herra er undirgefinn? Og þú treystir upp á þá egypsku vegna þeirra vagna og riddaraliðs. Eða meinar þú að eg sé kominn hingað án vilja Drottins að fordjarfa þinn stað? Drottinn hefur boðið mér og sagt: Far upp til þess lands og eyðilegg það.“

Þá sagði Eljakím son Hilkía og Sebna og Jóa til Rabsaca: „Tala þú við þína þénara á sýrlensku því að vér skiljum það mál vel en tala ekki við oss Gyðingamál sökum fólksins sem á múrnum stendur.“ En sá yppasti skenkjari sagði til þeirra: „Hefur minn herra nokkuð sent mig til þíns herra eða til þín að eg skyldi tala svoddan orð? Heldur til þeirra manna sem þar eru upp á múrnum að þeir eti með yður þeirra eigin saur og drekki þeirra eigið þvag.“ So stóð sá yppasti skenkjari og hrópaði með hárri röddu á júðversku og sagði: [ „Heyrið þess megtuga kóngs orð, kóngsins af Assyria! Svo segir hann: Látið ekki kóng Ezechias svíkja yður því að ekki hefur hann mátt til að frelsa yður frá minni hendi. Og látið ei heldur Ezechiam gefa yður oftraust á Drottni þar hann segir: Drottinn mun frelsa oss svo að þessi borg mun ekki gefast í Assyriakóngs hendur. Hlýðið ekki Ezechia!

Því svo segir kóngurinn af Assyria: Meðtakið mína náð og gangið út til mín og gefist á mitt vald. Svo skal hver maður neyta af sínu víntré og fíkjutré og drekka vatn af sínum brunni þar til eg kem að færa yður burt í eitt land hvert að líka er sem yðart land, í hverju að er korn, vín, brauð, víngarðar, olíutré, viðsmjör og hunang. So skulu þér halda yðru lífi og ekki deyja. Hlýði ekki Ezechia því hann svíkur yður í því að hann segir: Drottinn mun frelsa oss. Hafa nokkuð heiðingjanna guðir frelsað hver sitt land af Assyriakóngs hendi? Hvar eru guðir þeirra í Hemat og Arpad? Hvar eru guðir þeirra í Sefarvaím, Hena og Íva? Hafa þeir og frelsað Samariam af minni hendi? Hvar er nokkurs staðar í öllum löndum sá Guð sem frelsað hefur sitt land af minni hendi so að Drottinn megi frelsa Jerúsalem af minni hendi?“ [

Og fólkið þagði og svaraði honum öngvu. Því að kóngurinn hafði boðið og sagt: „Svarið honum öngvu.“ Þá kom Eljakím son Hilkía, hofmeistarinn, og Sebna skrifari og Jóa son Assaf, kansélerinn til Ezechiam með sundurrifnum klæðum og sögðu honum öll orð Rabsacis.