XXXIX.

Á þeim tíma sendi Meródak Baladan kóngurinn til Babýlon bréf og skenkingar til Ezechia því að hann hafði heyrt það hann hafði sjúkur verið og væri nú styrkur vorðinn aftur. [ Því varð Ezechia glaður og sýndi þeim sitt féhirsluhús, silfur og gull og ilmandi jurtrir, dýrðleg smyrsl og öll húsin sinna vopna og allan fésjóð sem hann hafði. Þar var ekki það neitt að Ezechia sýndi þeim ekki í sínu húsi og það í hans valdi var.

Þá kom prophetinn Esaias til kóngsins Ezechia og sagði til hans: [ „Hvað segja þessir menn til og hvaðan komu þeir til þín?“ Ezechia sagði: „Þeir komu úr fjarlægum stöðum hingað til mín, sem er í frá Babýlon.“ En hann sagði: „Hvað hafa þeir séð í þínu húsi?“ Ezechia svaraði: „Allt hvað í mínu húsi er það hafa þeir séð og þar er ei það neitt að eg hafi ei sýnt þeim af mínum fésjóðum.“

Og Esaias sagði til Ezechia: „Heyr þú orðin Drottins Sebaót: Sjá þú, sá tími kemur að allt það hvað í þínu húsi er og hvað þínir feður hafa til samans dregið allt til þessa dags, það mun í burt flutt verða í Babýlon so að þar mun ekki neitt eftir blífa, segir Drottinn. Þar að auk munu þeir taka þína sonu sem út af þér munu koma og þú munt uppfæða og þeir munu hljóta að vera herbergissveinar í garði kóngsins af Babýlon.“ Og Ezechia sagði til Esaia: „Það orð Drottins er gott sem þú segir“ og sagði: „Sé aðeins friður og tryggð um mína lífdaga.“