III.

Því sjá þú það Drottinn Drottinn Sebaót mun í burt taka af Jerúsalem og Júda allsháttaðar nægtir, nægt brauðsins og nægt vatsins, sterkar hetjur og bardagamenn, yfirdómara, propheta, sannsagnarmenn og öldunga, höfðingja yfir fimmtígum og ærlega menn, ráðgjafa og hyggna handverksmeistara og klóka menn vel máli farna. [ Og eg mun gefa þeim ungmenni til höfðingja og bernskumenn skulu drottna yfir þeim. Og fólkið mun fjárplóg hafa hver á öðrum og hver sem einn á sínum náunga. Og æskumaðurinn mun hrokast upp í móti þeim hinum gamla og sá óærlega í móti þeim heiðarlega.

Þá mun hver sem einn höndla sinn bróður út af síns föðurs húsi: „Þú hefur klæðnaðinn, vertu vor höfðingi, réttu við þessa ógæfu.“ En hann mun svara á þeim tíma og segja: „Enginn læknir em eg, hverki er þar brauð né klæði í mínu húsi, setjið mig ei til höfðingja meðal fólksins.“ Því að Jerúsalem hún hrapar og Júda er fallin niðurmeð því að þeirra tunga og þeirra fyndingar eru á móti Drottni so að þeir mótstöðu veita augum hans tignarveldis. Þeirra opinber breytni gjörir þá augljósa því að þeir segja út af sínum syndum líka so sem þeir til Sódóma og þeir [ byrgja þær ekki niðri. Vei sálum þeirra því að það mun þeim með illu endurgoldið verða!

Segið um þá réttferðugu að þeim muni vel vegna því að ávaxtarins sinna verka munu þeir neyta. En vei þeim óguðlegum því að þeir eru illskufullir og það mun þeim endurgoldið verða, líka sem að þeir hafa forþénað til.

Bernskumenn yfirganga mitt fólk og konur drottna yfir því. Fólk mitt, þínir huggunarmenn villa þig og brjóta niður þann götustíginn þar þú skalt ganga. En Drottinn stendur þar til hægri handar og er uppstiginn til að dæma lýðinn. Og Drottinn kemur til dómsins meður öldungunum síns fólks og meður sínum höfðingjum. Því að þér hafið þann [ víngarð foreytt og það ránfé af fátækum er í yðar húsi. Hvar fyrir niðurþrykki þér mínu fólki og í sundurmeljið fátækar persónur? segir Drottinn Drottinn Sebaót.

Og Drottinn hann segir: Þar fyrir að dætur Síon eru ríkilátar og geysa með uppreigðum hálsi, með forprýddu andliti, bruna fram og hoféra, hafandi fagran fótabúnað – og því mun Drottinn hárlausan gjöra hvirfilinn dætranna Síon og Drottinn hann mun þeirra hinu fögru hár útslíta. Og á þeim tíma mun Drottinn í burt taka búninginn á þeirra kostulegum skóklæðum, einnin þeim spennur, spengur, hálsbönd, ermahnappa, húfurnar, silkiskautið eður koppbreimingarnar, snúrunar, ilmunarhnöttinn og eyrnaspengurnar, hringana, gullnistin, hátíðaklæðnaðinn, kápuna, skikkjuna, punginn, spegilinn, fyrirklæðið, lindann, beltið. Og þar mun illur daun fyrir sætan ilm vera og eitt lítilsháttar band fyrir góðan linda og ber skalli fyrir krúsað hár, fyrir góða skikkju þröngur hærusekkur – allt svoddan í staðinn þinnar prýði. Þín alþýða mun fyrir sverði falla og þínir bardagamenn í stríði. Og hennar borgarhlið munu syrgja og harm bera og hún mun á jörðu með eymd sitja. So það sjau konur munu á þeim tíma grípa einn mann og segja: „Sjálfar þá viljum vér fæða oss og klæða, aðeins þá láttu oss eftir þínu nafni kallast so það vor smán verði í burt frá oss tekin.“