IIII.

Á þeim tíma mun sá kvistur Drottins kær og virðuglegur vera og sá ávöxtur jarðarinnar tígulegur og fagur hjá þeim sem hjálplegir verða í Ísrael. [ Og hver þá eftir verður í Síon og yfirblífur til Jerúsalem sá mun heilagur kallast, hver sá sem skrifaður er á meðal þeirra sem lifa til Jerúsalem. Því að Drottinn mun af þvó saurindin dætranna Síon og þá blóðskuldina Jerúsalem í burt taka frá henni fyrir andann sá dæma skal og einn eld upptendra.

Og Drottinn mun skikka yfir alar byggingar fjallsins Síon og hvar eð hún er til samans söfnuð ský og reyk um daga og þær eldingar eð brenna um nætur. Því að þar mun ein verndarhlíf vera yfir öllu því hvað [ dýrðarsamlegt er og mun so ein tjaldbúð vera til forskyggnis á deginum fyrir hitanum og eitt hæli og skjól fyrir stormviðrinu og dögginni.