VII.

Sakleysi Davíðs sem hann söng fyrir Drottni vegna orða Kúsí sonar Jemini

Upp á þig, Drottinn Guð, treysti eg, hjálpa þú mér í frá öllum mínum ofsóknurum og frelsa mig

so að þeir grípi ekki sem león mína sálu og hana í sundur slíti fyrst að þar er enginn sá sem (hana) frelsar.

Drottinn minn Guð, ef að eg hefi þetta gjört og ef rangindi eru í mínum höndum,

ef eg hefi þeim illt endurgoldið sem mig létu í friði eður hafi eg skaða gjört þeim sem mínir óvinir voru fyrir öngva sök

þá ofsæki minn óvinur sálu mína og handtaki hana og fóttroði mitt líf niður til jarðar og leggi mína æru í moldarduft. Sela.

Statt upp, Drottinn, í þinni reiði, upphef þig yfir grimmd óvina minna og hjálpa mér aftur í það embætti sem þú hefur bífalað mér

so það lýðurinn safnist til þín aftur og vegnaþess hins sama þá kom upp aftur.

Drottinn hann er [ dómari yfir fólkinu, dæm þú mig, Drottinn, eftir minni réttvísi og eftir mínu sakleysi.

Láttu hrekkvísi þeirra hinna óguðlegu fá enda og gjör greitt fyrir hinum réttláta því að þú, réttferðugur Guð, rannsakar hjörtun og nýrun.

Mitt fullting er af Guði sá eð hjálpar réttferðugum af hjarta.

Guð hann er einn réttlátur dómari og einn Guð sá hver eð daglega hótar.

Nema menn vilji leiðréttast þá hefur hann hvatt sitt sverð, sinn boga hefur hann uppspannað og hann tilbúið.

Og á honum hefur hann tilbúið dauðans skeyti, sínar örvar hefur hann tilreitt til fordjörfunar.

Sjá þú, hann hefur illt í sinni, hann gengur með ógæfuna og hann mun fæða lygina. [

Gröfina hefur hann grafið og opnað hana og í þá gröf féll hann sjálfur sem hann gjörði.

Hans ólukka mun honum í koll koma og hans ranglæti sjálfs mun ofan falla yfir hans hvirfil.

Þakkir gjöri eg Drottni vegna síns réttlætis og nafni Drottins hins hæsta vil eg lofsyngja.