IX.

Þá Salómon hafði fullkomnað að byggja Drottins hús og kóngsins hús og allt annað sem hann girntist og hann hafði lyst til að gjöra þá birtist Drottinn honum í annað sinn svo sem hann birtist honum í Gíbeon. [ Og Drottinn sagði til hans: „Eg hefi heyrt þína bæn og ákall sem þú hefur beðið mig og eg hefi helgað þetta hús sem þú hefur byggt að eg vil setja mitt nafn þar inni ævinlega og mín augu og mitt hjarta skulu þar vera ætíð. Og ef þú gengur fyrir mér sem þinn faðir Davíð gekk með einu algjörðu og réttsinnuðu hjarta og gjörir allt það sem eg hefi boðið þér og heldur svo mín boðorð og mín réttindi þá vil eg staðfesta þitt kóngsríki og stól yfir Ísrael ævinlega svo sem eg talaði til þíns föðurs Davíðs og sagði: [ Þar skal ekki vanta einn mann af Ísraels stóli.

En ef þér snúið yður frá mér, þér og yðrir synir, og haldið ekki mín boðorð og mín réttindi sem eg lagða fram fyrir yður heldur fari þér og þjónið öðrum guðum og tilbiðjið þá þá vil eg uppræta Ísrael af landinu því sem eg hefi gefið þeim. [ Og það hús sem eg hefi helgað til míns nafns, því vil eg kasta frá mínu augliti. Og Ísrael skal verða að orðskvið og ævintýri meðal alls fólks. Og þetta húsið skal niðurbrjótast so að allir þeir sem þar framhjá ganga, þeim mun blöskra, þeir munu blístra og segja: Því hefur Drottinn gjört so þessu landi og þessu húsi? Þá mun svarað verða: [ Af því að þeir fyrirlétu Drottin, sinn Guð, hanns em færði þeirra forfeður af Egyptalandi og tóku sér aðra guði, tilbáðu þá og þjónuðu þeim. Því hefur Drottinn leitt allt þetta ið vonda yfir þá.“

En sem þau tuttugu ár voru liðin á hverjum að Salómon byggði þau tvö hús, Drottins hús og kóngsins hús (til hvers smíðis Híram kóngur í Tyro sendi Salómon kóngi sedrustré og grenitré og gull sem hann vildi) þá gaf kóng Salómon Híram tuttugu staði í Galílealandi. Og Híram fór út af Tyro og vildi sjá þá sömu staði sem Salómon hafði gefið honum en þeir líköðu honum ekki og sagði: „Hvað er það fyrir staði, minn bróðir, sem þú hefur gefið mér?“ Og hann kallaði þá land Kabúl inn til þessa dags. [

Og Híram hafði sent kónginum hundrað og tuttugu centener gulls. Og það sama er summa af þeim skatti sem kóng Salómon tók upp til að byggja Guðs hús og sitt hús og Milló og Jerúsalems múrveggi og Hasór og Megiddó og Gaser. [

Því faraó kóngur af Egyptalandi var farinn upp og hafði unnið Gaser og brennt hana með eldi og í hel slegið þá Cananiter sem bjuggu í staðnum og hafði gefið sinni dóttur, Salómons húsfrú, hana til einnrar gáfu. So uppbygði Salómon Gaser og það neðra Bet Hóron og Baelat og Tamar í landi eyðimerkur og alla staði sem Salómon hafði korn hans út í og svo alla þá staði sem hann hafði sína vagna og þá staði sem hann hafði sína riddara út í og hvar hann hafði lyst til að byggja í Jerúsalem, í Líbanon og í öllu landi síns ríkis.

Og allt það fólk sem eftir var af þeim Amoriter, Hethiter, Pheresiter, Heviter og Jebusiter, sem ekki voru af Ísraelssonum, þeirra syni sem þeir létu eftir sig í landinu, hvörja Ísraelssynir máttu ekki foreyða, þá gjörði Salómon skattgilda allt til þessa dags. En af Ísraelsonum gjörði hann ekki neina þræla heldur lét þá blífa stríðsmenn og sína þénara, höfuðsmenn og riddara og setti þá yfir sína vagna og riddaralið. Og þeir umboðsmenn sem voru yfir Salómons erindagjörðum, þeir voru fimm hundruð og fimmtígi sem stjórnuðu yfir fólkið og framfylgdu kóngs erindum. [

Og pharaonisdóttir ferðaðist upp frá Davíðsstað í sitt hús sem hann hafði látið byggja henni. Hann byggði og so Milló. Og Salómon offraði þrisvar sinnum hvert ár brennifórnum og þakklætisoffri yfir það altari sem hann byggði Drottni og gjörði reykelsi yfir það fyrir Drottni og so varð húsið fullkomnað.

Salómon byggði og skipastól í Eseón Gaber sem liggur hjá Elót í fjöru þeirra rauða hafs í landi Edomiter. [ Og Híram sendi sína þénara til skipa með Salomonis þénurum sem voru góðir farmenn og vel reyndir til sjós. Og þeir komu til Ófír og fengu þar fjögur hundruð og tuttugu centener gulls og færðu það Salómon kóngi. [