XXIII.

Job svaraði og sagði: [ „Mín ræða blífur enn hryggileg, minn máttur er veikur yfir minni andvarpan. Eg vilda að eg vissa hvernin eg gæti helst fundið hann og eg mætti koma til hans hásætis. Þá skylda eg setja sökina í dóm fyrir hann og uppfylla minn munn til ásakanar og reyna þau orðin sem hann svarar mér og skilja það vel hvað hann mun segja mér. Vilji hann ganga með stórri magt í dóm við mig þá hegði hann sér ei svo við mig heldur leggi hann það til jafnaðar fyrir mig, þá mun eg vel vinna mitt mál. En gangi eg nú beinan veg fram þá er hann þar ekki, gangi eg til baka þá uppspyr eg hann ekki. Sé hann til vinstri hliðar þá höndla eg hann ekki, skýli hann sér til hægri hliðar þá sé eg hann ekki.

En minn veg þekkir hann vel, hann reynir mig og mun eg þá fundinn verða líkur sem annað gull. Því að eg set minn fót upp á hans veg og eg varðveiti hans vegu og hneigi þar ekki út af. Og eg vík ekki af þeim boðorðum sem hans varir bjóða og eg varðveiti orðræðuna hans munns enn meir en eg er skyldugur til. Hann er [ einn, hver vill svara honum? Hann gjörir það líka sem sjálfur hann vill. Og þó hann betali mér það sem eg hefi forþént þá er þar enn meira eftir. Þar fyrir þá skelfist eg fyrir honum og nær að eg formerki það þá hræðunst eg fyrir honum. Guð hann hefur linað svo mitt hjarta og sá Hinn almáttugi hefur so skelft mig af því að myrkurin gjöra þar öngvan enda á við mig og sú dimmuþokan vill ekki skýlast fyrir mér.