XII.

Eftir þetta kallar Tóbías á sinn son og mælti: „Hvert kaup skulu við þó gefa þeim heilaga manni, stallbróður þínum, sem með þér hefur ferðast?“ Tóbías svaraði föður sínum: „Hvernin kunum við honum maklega að launa hans velgjörðir sem hann mér veitt hefur? Hann kom mér heilum aftur og fram, hann sótti féð til Gabels og veitti mér fylgi að fá þessa mína eiginkonu. Hér með í burt rak hann andskotann og gladdi hennar foreldra, já sjálfan mig frelsti hann þá sá inn mikli fiskur vildi svelgja mig. Og þér hjálpaði hann að þú fékkst sýn þína og allt gott hefur okkur af honum leitt. Hversu kunnu við þá að inna honum aftur þvílíkar miklar velgjörðir? En eg bið þig, faðir minn, að þú bjóðir honum helming þess fjár alls sem mér aflast hefur í þessari ferð að hann taki við því.“

Og þeir feðgar viku honum afsíðir og buðu honum að taka við helmingi fjársins alls þess sem þeir höfðu þangað flutt. Hann mælti þá heimuglega við þá: [ „Lofið og þakkir gjörið himna Guði fyrir hverjum manni að hann hefur sýnt yður slíka miskunn. Yfir kónganna og höfðingjanna ráði og leyndarmálum skulu menn þegja en Guðs verk skulu menn dýrðlega prísa og opinbera. Slík ein bæn með föstu og ölmösugjörð er betri en miklu gulli til fésjóðs saman að safna því að ölmösugjörðir frelsa af dauða, afmá syndir og hjálpa til lífsins. [ En óguðræknir menn fyrirfara sér sjálfir.

Vil eg nú segja upp allan sannleik og dylja ekki ykkur þeirri heimuglegri bífalning. Þá þú grést so beisklega, baðst fyrir og stóðst upp frá þinni máltíð og greftraðir dauða menn og geymdir lík þeirra í húsi þínu og grófst þá um náttartíma þá flutta eg bæn þína fyrir Drottin. Og fyrst að þú varst Guði kær hlaut það so að ske að fyrir utan freisting máttir þú ekki vera so að þú værir reyndur. Og því sendi Guð mig til að lækna þig og að frelsa Sara sonarkonu þína frá óhreinum anda. Og eg em Rafael, einn af þeim sjö englum hverjir að vér stöndum frammi fyrir Guði.“ [

Þegar sem þeir nú heyrðu þetta urðu þeir skelfdir og óttaslegnir, féllu fram á ásjónur sínar til jarðar. Þá sagði engillinn til þeirra: „Verið með góðu geði, hirðið ekki að óttast því að Guð hefur so viljað vera láta að eg hefi hjá ykkur verið. Lofið hann og dýrkið. Það sýndist so sem eg æti og drykki með ykkur en eg neyti ósýnilegrar fæðu hverja enginn maður má sjá. Og er nú mál að eg hverfi aftur til þess er mig sendi. Gjörið Guði þakkir og kunngjörið hans stórmerki.“

Sem hann hafði þetta sagt leið hann frá þeirra augum og þeir sáu hann ekki meir. Og þeir féllu fram um þrjár stundir, gjörandi Guði þakkir. Eftir það stóðu þeir upp og sögðu frá slíku og kunngjörðu hans stórmerki.