V.

Svo standið nú í því frelsi þar Kristur hefur frelsað oss með og látið ekki færa yður aftur í það þrældómsokið. Sjáið, eg Páll segi yður það: Ef svo er að þér látið umskera yður þá er Kristur yður ekki nytsamur. Eg vitna enn sérhverjum manna það aftur sem sig lætur umskera að hann er enn nú allt lögmálið [ skyldugur að gjöra. Þér eruð Kristi fráskildir sem fyrir lögmálið viljið réttlátir vera og eruð náðinni fráfallnir. En vér vonum í andanum fyrir trúna þess réttlætis hvers vér hljótum að vona. Því að í Christo Jesú gildir hvorki umskurn né yfirhúð nokkurt heldur sú trúa sem fyrir kærleikann verkar.

Þér hlupuð fínlega, hver aftraði yður sannleiknum að hlýða? Þessar umtölur eru eigi af honum sem yður hefur kallað. Lítið súrdeig sýrir allt deigið. Eg forsé mig þess til yðar í Drottni það þér munuð ekki öðruvís sinnaðir vera. En hver yður villir sá mun bera sinn dóm, hann sé hver hann vill. En eg, kærir bræður, ef eg prédika nú umskurnina, hvar fyrir líð eg þá ofsóknina? Þá er og afskafin krossins hneykslan. Gæfi Guð það þeir yrði og afsniðnir sem yður sturla.

En þér, kærir bræður, eruð til frelsisins kallaðir. Einasta sjáið so til það þér gefið fyrir frelsið holdinu ekkert [ tilefni heldur fyrir kærleikann þá þjónið hver öðrum. Því að öll lög verða í einu orði uppfylld, í því: „Elska þinn náunga sem sjálfan þig.“ En ef svo er það þér tönnlið og tyggið hver annan innbyrðis þá sjáið til það hver yðar svelgist ekki af öðrum.

En eg segi: Gangið í andanum, þá munu þér ekki fullkomna holdsins girndum. Því að líkaminn girnist í móti andanum og andinn í móti líkamanum. Og þessir eru hvorir í móti öðrum so þér gjörið ekki hvað þér viljið. En ef andinn stjórnar yður þá eru þér ekki undir lögmálinu. En holdsins verk eru opinber, so sem að er: [ Hórdómur, frillulifnaður, saurlífi, lausung, skúrgoðadýrkan, fjölkynngi, fjandskapur, hatur, agg, reiði, þræta, sundurþykki, tvídrægni, öfundskapur, manndráp, ofdrykkja, ofát og þessu líkt, út af hverju eg hefi áður fyrri sagt og segi enn nú fyrir það þeir sömu sem þetta gjöra erfa ekki Guðs ríki. En hér í gegn er ávöxtur andarins: [ Kærleiki, fögnuður, friður, þolinmæði, blíðleiki, góðgirni, trú, hógværð, hreinlífi – í gegn slíku er ekki lögmálið. En þeir sem Kristi tilheyra þeir krossfesta sitt hold með girndum og tilhneigingum.