XXXIII.

Sálmur Davíðs

Gleðjið yður, þér réttlátir, í Drottni, hinir réttferðugu skulu lofa hann fagurlegana.

Þakkið Drottni með hörpuslætti og lofsyngið honum á tíu strengja hljóðfæri.

Syngið honum nýjan dikt og stillið honum það hljóðfæri vel með hákvæðis lofsöng.

Því að orðið Drottins er sannarlegt og hvað hann lofar það efnir hann vissulega.

Hann elskar réttvísina og dóminn, jörðin hún er og full af miskunn Drottins.

Himnarnir eru fyrir orðið Drottins gjörðir og fyrir anda hans munns allur þeirra her.

Hann heldur vatninu til samans í sjónum svo sem í öðrum belg og leggur undirdjúpin í leynd.

Öll veröldin hún óttist Drottin og fyrir honum hræðist allt hvað á jörðu byggir.

Því að svo sem hann segir, svo skeður það, so sem hann skipar, so stendur það.

Drottinn hann ónýtar gjörir ráðagjörðir hinna heiðnu og umsnýr hugsunum fólksins.

En ráð Drottins það blífur eilíflegana, hans hjartans hugsanir um aldur og ævi.

Sæl er sú þjóð hverra Guð það Drottinn er og það fólk hvert hann hefur sér til arfleifðar útvalið.

Drottinn hann lítur af himni ofan og sér alla mannanna sonu.

Út af sínu voldugu tignarsæti lítur hann yfir alla þá sem á jörðu byggja. [

Hann [ hneigir allra þeirra hjörtu, hann hyggur að allra þeirra verkum.

Konunginum stoðar ekki sitt hið mikla magtarveldi og risinn hann hjálpast ekki fyrir sinn mikla mannskap,

víghestar þeir hjálpa og einnin ekki og þeirra hið mikla afl það frelsar ekki.

Sjá þú, augu Drottins eru yfir þeim sem hann óttast og yfir þeim sem vona upp á hans miskunnsemi

svo það hann frelsar þeirra sálir úr dauðanum og gefur þeim fæðslu í hallærinu. [

Sála vor hún væntir Drottins því að hann er vor hjálp og hlífðarskjöldur.

Því að í honum gleðjast vor hjörtu og vér vonum á hans hið heilaga nafn.

Þín miskunn, Drottinn, hún sé yfir oss eftir því sem vér vonum á þig.