IIII.

Vertu með góðu geði, mitt fólk, þú Ísraels prís. Þér eruð heiðingjunum seldir, ei til fordjörfunar heldur af því að þér styggðuð Guð þá eru þér í yðvara óvina vald gefnir. Því þér hafið til reiði reitt þann sem yður skapaði, í því að þér fórnir færðuð ekki Guði heldur djöflinum.

Þér forgleymduð þeim eilífa Guði sem yður skapaði og þér hryggðuð Jerúsalem sem fæddi yður upp. Því að hún hefur séð þá Guðs reiði sem koma skyldi yfir yður, segjandi: Heyri, þér innbyggjendur í Síon. Guð hefur sent mér stóra hörmung því eg hefi séð hertekning minna sona og dætra hverja sá eilífi lét yfir þá koma. Eg uppfæddi þá með gleði en með hryggð og hjartans angri hefi eg séð þá í burt flutta.

Enginn fagni yfir mér að eg er ein ekkja og af mörgum yfirgefin. Eg er eyðilögð fyrir sakir synda minna barna. Því þau eru afvikin frá Guðs lögmáli og þekktu ekki hans réttindi. Þau lifðu ekki eftir Guðs skipan og hafa ekki haldið hans boðorð.

Komið hingað, þér innbyggjendur í Síon, og kunngjörið mínum sonum og dætrum þá herleiðingina sem sá Hinn eilífi hefur yfir þá leitt. Því að hann hefur leitt yfir þá eitt fólk úr fjarlægð, eitt ógnarlegt fólk og eitt ókunnigt tungumál, þeir sem ekki blygðast fyrir þeim öldruðu og eigi heldur sjá aumur á smábörnum.

Þessir inu sömu hafa burtu flutt ekkjunnar sætu sonu og rænt dætrunum frá þeirri sem er einsömun. En hvernin kann eg að hjálpa yður? Því að hann sá sem þessa ógæfu hefur yfir yður leitt hann mun frelsa yður af yðar óvina höndum. Farið burt, kæri börn, farið burt, en eg er yfirgefin einsömun. Eg hefi afklætt mig mínum gleðinnar klæðum og íklæðst hryggðarinnar klæðnaði. Eg vil kalla til Hins eilífa ætíð og alla tíma.

Verið hughraust, börn, kallið til Guðs, þá mun hann frelsa yður frá yðra óvina valdi og hendi því að eg vona nú þegar að Sá eilífi skal hjálpa yður og eg mun hafa gleði af Þeim heilaga vegna þeirrar miskunnsemi sem yður mun snarlega veitast af vorum eilífa frelsara. [ Eg lét yður burt fara með sorg og grát en Guð mun gefa mér yður aftur með fögnuði og gleði eilíflega. Og líka so sem Síons innbyggjarar hafa nú séð yðar herleiðing so skulu þeir og snarlega sjá hjálpina Guðs yðars sem koma mun yfir yður með mikilli dýrð og eilífri huggun.

Þér börn, líðið þolinmóðlega þá reiði sem af Guði yfir yður kemur. Því að þinn fjandmaður hefur ofsótt þig og þú skalt snarlega sjá hans fordjörfun og þú skalt troða þá undir fótum þér. Mín fríð einkabörn urðu að ganga á ósléttum vegi, þau eru burt flutt líka sem ein hjörð hverri óvinirnir hafa rænt.

Verið hughraust, þér börn, og kallið til Guðs því að sá sem lét í burt flytja yður hann mun ekki gleyma yður. Því að svo sem þér hafið ástundað að víkja frá Guði svo snúið yður nú og leggið tíufalda ástundan á að leita Drottins. Því að hann sem lét þetta straff koma yfir yður hann mun hjálpa yður og gleðja yður eilíflega.

Jerúsalem, vertu hughraust því að hann mun hugga þig eftir hverjum þú ert nefnd. Vesalir munu þeir vera sem þér hafa illt gjört og voru glaðir yfir þinni hrasan. Vesalir munu þeir staðir vera hverjum þín börn hafa þjónað og vesalir skulu þeir vera sem halda þínum börnum herteknum. Því að eins so sem hún fagnaði yfir þinni hrasan og var glöð af þinni fordjörfun líka so skal hún vera hrygg þegar hún verður eyðilögð. Og eg vil burtu svipta hennar magt af hverri hún drambar og hennar hrósan vil eg umsnúa í hryggð. Því að yfir hana mun koma einn eldur af Þeim eilífa um marga daga og djöflar munu byggja í henni um langan tíma.